Hlutfall nýnema sem útskrifast aldrei verið hærra Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júlí 2024 14:41 Brauskráningarhlutfallið hefur ekki mælst hærra frá því að Hagstofan hóf mælingar árið 1995. Vísir/Vilhelm Brautskráningarhlutfall nýnema í framhaldsskólum hefur ekki mælst hærra hér á landi og hefur vaxið stöðugt síðan árið 1995, eins langt og tölur Hagstofunnar ná. Það er, hlutfall þeirra nýnema sem hefur útskrifast fjórum árum eftir upphaf skólagöngu. Rúm 64 prósent þeirra sem voru nýnemar árið 2018 höfðu útskrifast árið 2022. Brotthvarf úr námi hafi verið í kringum 20 prósentin síðustu þrjú ár en 20,3 prósent nýnema haustið 2018 höfðu hætt námi fjórum árum síðar. Þá voru rúmlega fimmtán prósent nýnema haustsins 2018 enn í námi án þess að hafa útskrifast fjórum árum síðar. Hér má sjá hvernig hlutfall brautskráðra á fjórum árum hefur vaxið úr 39 prósentum upp úr 64 prósent frá nýnemum sem hófu nám í framhaldsskóla árið 1995 til þeirra sem hófu nám árið 2018. Brautskráningarhlutfall var hæst á meðal nemenda sem fæddir eru erlendis og eiga foreldra sem báðir eru fæddir á Íslandi en rúm 80 prósent þeirra sem hófu nám 2018 höfðu útskrifast 2022. 67 prósent þeirra sem hafa engan erlendan bakgrunn höfðu útskrifast og rúm 64 prósent þeirra sem fæddust erlendis og eiga eitt foreldri sem fætt er erlendis. Tæpt 61 prósent þeirra sem fæddir eru á Íslandi en eiga foreldra sem báðir eru fæddir erlendis höfðu útskrifast 2022 og 57 prósent þeirra sem fæddust hér á landi og eiga eitt foreldri fætt erlendis. Lægst var brautskráningarhlutfallið á meðal innflytjenda, það er þeirra sem fæddust erlendis og eiga báða foreldra fædda erlendis, en tæplega 41 prósent þeirra hafði útskrifast fjórum árum eftir upphaf náms. Í tilkynningu frá Hagstofunni kemur fram að brautskráningarhlutfall innflytjenda hafi farið hækkandi en að það sé enn mun lægra en á meðal nýnema með íslenskan bakgrunn. Á vef Hagstofunnar kemur einnig fram að það skipti máli hver aldur barnsins var þegar það fluttist til Íslands. Brautskráningarhlutfall þeirra sem fluttust til landsins fyrir sjö ára aldur var miklu hærra en þeirra sem fluttust til landsins sjö ára eða eldri. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Rúm 64 prósent þeirra sem voru nýnemar árið 2018 höfðu útskrifast árið 2022. Brotthvarf úr námi hafi verið í kringum 20 prósentin síðustu þrjú ár en 20,3 prósent nýnema haustið 2018 höfðu hætt námi fjórum árum síðar. Þá voru rúmlega fimmtán prósent nýnema haustsins 2018 enn í námi án þess að hafa útskrifast fjórum árum síðar. Hér má sjá hvernig hlutfall brautskráðra á fjórum árum hefur vaxið úr 39 prósentum upp úr 64 prósent frá nýnemum sem hófu nám í framhaldsskóla árið 1995 til þeirra sem hófu nám árið 2018. Brautskráningarhlutfall var hæst á meðal nemenda sem fæddir eru erlendis og eiga foreldra sem báðir eru fæddir á Íslandi en rúm 80 prósent þeirra sem hófu nám 2018 höfðu útskrifast 2022. 67 prósent þeirra sem hafa engan erlendan bakgrunn höfðu útskrifast og rúm 64 prósent þeirra sem fæddust erlendis og eiga eitt foreldri sem fætt er erlendis. Tæpt 61 prósent þeirra sem fæddir eru á Íslandi en eiga foreldra sem báðir eru fæddir erlendis höfðu útskrifast 2022 og 57 prósent þeirra sem fæddust hér á landi og eiga eitt foreldri fætt erlendis. Lægst var brautskráningarhlutfallið á meðal innflytjenda, það er þeirra sem fæddust erlendis og eiga báða foreldra fædda erlendis, en tæplega 41 prósent þeirra hafði útskrifast fjórum árum eftir upphaf náms. Í tilkynningu frá Hagstofunni kemur fram að brautskráningarhlutfall innflytjenda hafi farið hækkandi en að það sé enn mun lægra en á meðal nýnema með íslenskan bakgrunn. Á vef Hagstofunnar kemur einnig fram að það skipti máli hver aldur barnsins var þegar það fluttist til Íslands. Brautskráningarhlutfall þeirra sem fluttust til landsins fyrir sjö ára aldur var miklu hærra en þeirra sem fluttust til landsins sjö ára eða eldri.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira