Lífið

„Í dag eru sex ár frá því ég giftist þessum gæja í Verona“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ragnhildur Steinunn og Haukur Ingi giftu sig í Verona á Ítalíu árið 2018.
Ragnhildur Steinunn og Haukur Ingi giftu sig í Verona á Ítalíu árið 2018. Íris Dögg

Fjölmiðlakonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og eiginmaður hennar, Hauk­ur Ingi Guðna­son sál­fræðing­ur, fagna sex ára brúðkaupsafmæli sínu í dag. Hjónin voru gefin saman undir berum himni í návist sinna nánustu á Ítalíu árið 2018. 

„Í dag eru sex ár frá því ég giftist þessum gæja í Verona. Ári síðar, á sama degi, héldum við aðra athöfn með sama presti og sömu gestum þar sem leynigestirnir tveir, Tindur og Stormur, voru skírðir. Hlakka til að fagna þessum sykursæta degi með uppáhalds fólkinu mínu,“ skrifar Ragnhildur Steinunn og deilir fallegum myndum af fjölskyldunni á Instagram.

Ragnhildur Steinunn og Haukur Ingi hafa verið saman í meira en tvo áratugi og eiga saman fjögur börn: Eldeyju, Jökul, Tind og Storm. 


Tengdar fréttir

Þessi skipa dómnefnd Söngvakeppninnar

Ríkisútvarpið hefur svipt hulunni af nöfnum þeirra sem sitja í dómnefnd Söngvakeppninnar í ár. Úrslit keppninnar fara fram í Laugardalshöll í kvöld.

Myndaveisla: Menningarþyrstir fengu listrænt D-vítamín

Margt var um manninn á Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu síðastliðið fimmtudagskvöld. Menningarþyrstir gestir komu þangað að sækja sér auka skammt af skapandi orku úr myndlistarlífi samtímans hérlendis á samsýningunni D-vítamín.

Rússíbanareið sem fylgir því að eignast þríbura

Árið 2023 var ár þríbura hér á landi, þá fæddust þrennir þríburar á Landspítalanum á einni viku. Nokkurs konar heimsmet hjá smáþjóð að mati sérfræðinga. Þríburafæðingar á Íslandi eru sjaldgæfar en samkvæmt tölum frá Hagstofunni hafa 57 þríburafæðingar átt sér stað síðustu 33 ár af 143 þúsund fæðingum alls.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×