Hollywood lofar Biden en Repúblikanar kalla eftir afsögn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júlí 2024 06:40 Þau voru ólík viðbrögðin frá Repúblikönum og Hollywood. Getty Margar stórstjörnur í Hollywood hafa stigið fram og lofað Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir að hafa fallið frá því að sækjast eftir endurkjöri en á sama tíma kalla Repúblikanar eftir því að hann segi tafarlaust af sér. „Með virðingu, aðdáun og ást; þakka þér herra forseti,“ sagði Robert De Niro, ötull stuðningsmaður Biden og harður gagnrýnandi Donald Trump. De Niro sagði ekkert mikilvægara en að sigra Trump í kosningunum og Biden hefði stuðlað að því með því að stíga til hliðar. Barbra Streisand sagði á X að þjóðin ætti að vera þakklát Biden fyrir að gera sitt til að viðhalda lýðræðinu en spjallþáttastjórnandinn Jon Stewart átti aðeins eitt orð: „Goðsögn“. Margir sem tjáðu sig um ákvörðun Biden á samfélagsmiðlum þökkuðu forsetanum fyrir að hafa komið Bandaríkjunum á réttan kjöl eftir rússíbanareið Trump-áranna og lofuðu hann sem góðan, heiðarlegan og virðingaverðan föðurlandsvin. Þá virðist Kamala Harris varaforseti munu njóta góðs stuðnings er hún sækist eftir útnefningunni. „Henni er treyst og hún er reynd og hún er ötull talsmaður réttinda kvenna og fólks af ólíkum uppruna og skilaboð hennar eru skilaboð vonar og samstöðu fyrir Bandaríkin á tímum mikillar sundrungar,“ sagði Jamie Lee Curtis. My fellow Democrats, I have decided not to accept the nomination and to focus all my energies on my duties as President for the remainder of my term. My very first decision as the party nominee in 2020 was to pick Kamala Harris as my Vice President. And it’s been the best… pic.twitter.com/x8DnvuImJV— Joe Biden (@JoeBiden) July 21, 2024 Repúblikanar hrauna yfir Biden og kalla eftir afsögn Donald Trump og aðrir Repúblikanar voru hins vegar fljótir að ráðast á Biden eftir að hann gaf út að hann hefði ákveðið að draga sig í hlé. „Óheiðarlegi Joe Biden var ekki hæfur til að bjóða sig fram sem forseta og er sannarlega ekki hæfur til að sinna forsetaembættinu - og var það aldrei!“ sagði Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Trump sagði Biden hafa orðið forseta með því að ljúga, með aðstoð falsfrétta og án þess að „yfirgefa kjallarann sinn“. „Allir í kringum hann, þar á meðal læknirinn hans og fjölmiðlar, vissu að hann væri ekki hæfur til að sinna forsetaembættinu og hann var það ekki.“ Bandaríkjamenn hefðu þjáðst sökum Biden í Hvíta húsinu en Trump myndi kippa því í liðinn. J.D. Vance, varaforsetaefni Trump, kallaði Biden versta forsetann á ævi sinni og sakaði Harris um að ljúga í fjögur ár um getu hans til að sinna embættinu. „Trump forseti og ég erum reiðubúnir til að bjarga Bandaríkjunum, hver svo sem fer fram fyrir Demókrata.“ Mike Johnson, forseti neðri deildar þingsins, gaf út yfirlýsingu þar sem hann kallaði eftir afsögn Biden. „Ef Joe Biden er ekki hæfur til að bjóða sig fram til forseta er hann ekki hæfur til að sinna forsetaembættinu. Hann verður að segja af sér tafarlaust,“ sagði Johnson. Þá sökuðu Johnson og fleiri Repúblikanar Demókrata á sama tíma um „valdarán“, með því að hafa neytt þann til hliðar sem kjósendur hefðu ákveðið að tilnefna sem forsetaefni flokksins. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
„Með virðingu, aðdáun og ást; þakka þér herra forseti,“ sagði Robert De Niro, ötull stuðningsmaður Biden og harður gagnrýnandi Donald Trump. De Niro sagði ekkert mikilvægara en að sigra Trump í kosningunum og Biden hefði stuðlað að því með því að stíga til hliðar. Barbra Streisand sagði á X að þjóðin ætti að vera þakklát Biden fyrir að gera sitt til að viðhalda lýðræðinu en spjallþáttastjórnandinn Jon Stewart átti aðeins eitt orð: „Goðsögn“. Margir sem tjáðu sig um ákvörðun Biden á samfélagsmiðlum þökkuðu forsetanum fyrir að hafa komið Bandaríkjunum á réttan kjöl eftir rússíbanareið Trump-áranna og lofuðu hann sem góðan, heiðarlegan og virðingaverðan föðurlandsvin. Þá virðist Kamala Harris varaforseti munu njóta góðs stuðnings er hún sækist eftir útnefningunni. „Henni er treyst og hún er reynd og hún er ötull talsmaður réttinda kvenna og fólks af ólíkum uppruna og skilaboð hennar eru skilaboð vonar og samstöðu fyrir Bandaríkin á tímum mikillar sundrungar,“ sagði Jamie Lee Curtis. My fellow Democrats, I have decided not to accept the nomination and to focus all my energies on my duties as President for the remainder of my term. My very first decision as the party nominee in 2020 was to pick Kamala Harris as my Vice President. And it’s been the best… pic.twitter.com/x8DnvuImJV— Joe Biden (@JoeBiden) July 21, 2024 Repúblikanar hrauna yfir Biden og kalla eftir afsögn Donald Trump og aðrir Repúblikanar voru hins vegar fljótir að ráðast á Biden eftir að hann gaf út að hann hefði ákveðið að draga sig í hlé. „Óheiðarlegi Joe Biden var ekki hæfur til að bjóða sig fram sem forseta og er sannarlega ekki hæfur til að sinna forsetaembættinu - og var það aldrei!“ sagði Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Trump sagði Biden hafa orðið forseta með því að ljúga, með aðstoð falsfrétta og án þess að „yfirgefa kjallarann sinn“. „Allir í kringum hann, þar á meðal læknirinn hans og fjölmiðlar, vissu að hann væri ekki hæfur til að sinna forsetaembættinu og hann var það ekki.“ Bandaríkjamenn hefðu þjáðst sökum Biden í Hvíta húsinu en Trump myndi kippa því í liðinn. J.D. Vance, varaforsetaefni Trump, kallaði Biden versta forsetann á ævi sinni og sakaði Harris um að ljúga í fjögur ár um getu hans til að sinna embættinu. „Trump forseti og ég erum reiðubúnir til að bjarga Bandaríkjunum, hver svo sem fer fram fyrir Demókrata.“ Mike Johnson, forseti neðri deildar þingsins, gaf út yfirlýsingu þar sem hann kallaði eftir afsögn Biden. „Ef Joe Biden er ekki hæfur til að bjóða sig fram til forseta er hann ekki hæfur til að sinna forsetaembættinu. Hann verður að segja af sér tafarlaust,“ sagði Johnson. Þá sökuðu Johnson og fleiri Repúblikanar Demókrata á sama tíma um „valdarán“, með því að hafa neytt þann til hliðar sem kjósendur hefðu ákveðið að tilnefna sem forsetaefni flokksins.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira