„Alvarlega vanfjármögnuð“ í viðhaldinu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júlí 2024 15:07 Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar. vísir/sigurjón Forstjóri Vegagerðarinnar segir stofnunina alvarlega vanfjármagnaða þegar það kemur að viðhaldi vega. Ósamþykkt samgönguáætlun setur sömuleiðis strik í reikninginn. Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hvorki samgönguáætlun né samgöngusáttmáli náði í gegnum þingið fyrir sumarfrí. Ljóst er að tafir verða á ýmsum vegaframkvæmdum, enda varðar áætlunin fjárfestingu fyrir rúma 900 milljarða til næstu 15 ára. Í samgönguáætlun eiga veggjöld að dekka um 40 prósent af kostnaði við uppbyggingu jarðgangnaframkvæmdir. Gjöldin eru hins vegar ósamþykkt og óútfærð. Bergþóra segir ekki farið af stað með þær framkvæmdir áður en fjármögnun liggur fyrir. „Við erum á þeim stað að við erum í ákveðinni lægð varðandi framkvæmdamagn, þó það séu mikil áform. Það er verið að undirbúa framkvæmdir fyrir mikla peninga, bæði á höfuðborgarsvæðinu og eins á landsbyggðinni,“ segir Bergþóra. Mikilvægt sé að fjármunir af veggjöldum fari í samgönguuppbyggingu, nokkuð sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi telur að ekki hafi verið reyndin með bensíngjaldið. „Við erum með samgöngukerfi sem er gríðarlega stórt og mjög stórt sem hlutfall skattgreiðenda, per kílómeter. Mun stærra en við sjáum í nokkru okkar nágrannalandi og það er engin launung á því að það vantar aukið fé inn í samgöngukerfið.“ Stöðug og jöfn fjárfesting sé því nauðsynleg. Fjallað hefur verið um að viðhaldsskuld í vegakerfinu sé orðin mikil og aukist með hverju ári, hún standi í 130 milljörðum í dag. „Þar erum við alvarlega vanfjármögnuð. Við sjáum það. Við getum horft á það þannig að þetta Grettistak, sem 21. öldin var í uppbyggingu samgönguinnviða er að koma svolítið á tíma.“ Vegagerð Samgöngur Sprengisandur Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hvorki samgönguáætlun né samgöngusáttmáli náði í gegnum þingið fyrir sumarfrí. Ljóst er að tafir verða á ýmsum vegaframkvæmdum, enda varðar áætlunin fjárfestingu fyrir rúma 900 milljarða til næstu 15 ára. Í samgönguáætlun eiga veggjöld að dekka um 40 prósent af kostnaði við uppbyggingu jarðgangnaframkvæmdir. Gjöldin eru hins vegar ósamþykkt og óútfærð. Bergþóra segir ekki farið af stað með þær framkvæmdir áður en fjármögnun liggur fyrir. „Við erum á þeim stað að við erum í ákveðinni lægð varðandi framkvæmdamagn, þó það séu mikil áform. Það er verið að undirbúa framkvæmdir fyrir mikla peninga, bæði á höfuðborgarsvæðinu og eins á landsbyggðinni,“ segir Bergþóra. Mikilvægt sé að fjármunir af veggjöldum fari í samgönguuppbyggingu, nokkuð sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi telur að ekki hafi verið reyndin með bensíngjaldið. „Við erum með samgöngukerfi sem er gríðarlega stórt og mjög stórt sem hlutfall skattgreiðenda, per kílómeter. Mun stærra en við sjáum í nokkru okkar nágrannalandi og það er engin launung á því að það vantar aukið fé inn í samgöngukerfið.“ Stöðug og jöfn fjárfesting sé því nauðsynleg. Fjallað hefur verið um að viðhaldsskuld í vegakerfinu sé orðin mikil og aukist með hverju ári, hún standi í 130 milljörðum í dag. „Þar erum við alvarlega vanfjármögnuð. Við sjáum það. Við getum horft á það þannig að þetta Grettistak, sem 21. öldin var í uppbyggingu samgönguinnviða er að koma svolítið á tíma.“
Vegagerð Samgöngur Sprengisandur Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira