María skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Linköping sem er í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.
Linköping FC värvar isländsk U23-spelare med svenskt medborgarskap
— Linköping FC (@LinkopingFC) July 20, 2024
Välkommen till LFC Maria Ólafsdóttir Grós!
Läs mer på hemsidan 👇 https://t.co/4YTQOeEUkY pic.twitter.com/dgdZAu97iM
María lék með Þór/KA áður en hún fór til skoska stórliðsins Celtic 2021. Þaðan lá leiðin svo til Fortuna Sittard í Hollandi.
Hin 21 árs María á að baki 33 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hún á sænska móður og getur því einnig spilað fyrir Svíþjóð.
„Ég er mjög spennt og glöð að hafa samið við Linköping. Það hefur verið draumur síðan ég var lítil að spila í sænsku deildinni og ég er stolt og þakklát að fyrsti sænski samningurinn minn skuli vera við svona sögufrægt og flott félag,“ sagði María við undirskriftina.
Hjá Fortuna Sittard lék María með Hildi Antonsdóttur og Láru Kristínu Pedersen. Hildur er einnig farin frá félaginu en ekki liggur enn fyrir hvert næsta skref hennar á ferlinum verður.