Býður sig fram til Íþróttamannanefndar IOC fyrstur Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2024 14:29 Anton Sveinn McKee er á leiðinni á sína fjórðu Ólympíuleika því hann var einnig með í London 2012, Ríó 2016 og í Tókýó 2021. @isiiceland) Sundamaðurinn Anton Sveinn McKee verður fyrsti íslenski afreksíþróttamaðurinn sem býður sig fram til Íþróttamannanefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar. Anton Sveinn er á leið á sína fjórðu Ólympíuleika og er einn af 29 frambjóðendum. Hann býður sig fram með fullum stuðningi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Frambjóðendur koma úr fimmtán íþróttagreinum og frá 29 Ólympíunefndum. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍSÍ. Á Ólympíuleikunum í París munu fjórir frambjóðendur úr fjórum íþróttagreinum, hljóta kosningu í íþróttamannanefndina. Þeir sem hafa kosningarétt eru allir keppendur á Ólympíuleikunum í París 2024. Anton Sveinn hefur verið ötull við að taka þátt í vinnu og umræðum um ýmis málefni er snúa að íþróttafólki á Íslandi og þá sér í lagi baráttu afreksíþróttafólks fyrir bættum lýðréttindum. Hann hefur setið mörg málþing og ráðstefnur er tengjast afreksíþróttum á Íslandi og hefur átt sæti í Íþróttamannanefnd ÍSÍ síðan 2021. Anton Sveinn McKee hefur líka verið einn fremsti afreksíþróttamaður Íslands um árabil. Hann var meðal keppenda á fyrstu Ólympíuleikum ungmenna sem fóru fram í Singapore árið 2010 og fór á sína fyrstu Ólympíuleika í London árið 2012, þá 19 ára gamall. Hann er nú á leið á sína fjórðu leika í París í sumar en hann tryggði sér þátttökurétt á leikana í júlí á síðasta ári. Hann hefur sett sextán Íslandsmet á sínum ferli auk þess sem hans stærstu afrek eru að ná 2. sæti á EM í 25 m laug í desember 2023 og 6. sæti á HM í 50 m laug árið 2022. Hér má finna lista yfir alla frambjóðendurna og æviágrip þeirra. Atkvæðagreiðslan verður undir eftirliti og staðfest af kjörnefnd, sem skipuð er af forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar, Thomas Bach, en meðlimir nefndarinnar eru: Nicole Hoevertsz (formaður), fulltrúi laganefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar; Pâquerette Girard Zappelli, yfirmaður siðareglna og regluvörður; og Emma Terho, fulltrúi íþróttamannanefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Sjá meira
Anton Sveinn er á leið á sína fjórðu Ólympíuleika og er einn af 29 frambjóðendum. Hann býður sig fram með fullum stuðningi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Frambjóðendur koma úr fimmtán íþróttagreinum og frá 29 Ólympíunefndum. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍSÍ. Á Ólympíuleikunum í París munu fjórir frambjóðendur úr fjórum íþróttagreinum, hljóta kosningu í íþróttamannanefndina. Þeir sem hafa kosningarétt eru allir keppendur á Ólympíuleikunum í París 2024. Anton Sveinn hefur verið ötull við að taka þátt í vinnu og umræðum um ýmis málefni er snúa að íþróttafólki á Íslandi og þá sér í lagi baráttu afreksíþróttafólks fyrir bættum lýðréttindum. Hann hefur setið mörg málþing og ráðstefnur er tengjast afreksíþróttum á Íslandi og hefur átt sæti í Íþróttamannanefnd ÍSÍ síðan 2021. Anton Sveinn McKee hefur líka verið einn fremsti afreksíþróttamaður Íslands um árabil. Hann var meðal keppenda á fyrstu Ólympíuleikum ungmenna sem fóru fram í Singapore árið 2010 og fór á sína fyrstu Ólympíuleika í London árið 2012, þá 19 ára gamall. Hann er nú á leið á sína fjórðu leika í París í sumar en hann tryggði sér þátttökurétt á leikana í júlí á síðasta ári. Hann hefur sett sextán Íslandsmet á sínum ferli auk þess sem hans stærstu afrek eru að ná 2. sæti á EM í 25 m laug í desember 2023 og 6. sæti á HM í 50 m laug árið 2022. Hér má finna lista yfir alla frambjóðendurna og æviágrip þeirra. Atkvæðagreiðslan verður undir eftirliti og staðfest af kjörnefnd, sem skipuð er af forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar, Thomas Bach, en meðlimir nefndarinnar eru: Nicole Hoevertsz (formaður), fulltrúi laganefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar; Pâquerette Girard Zappelli, yfirmaður siðareglna og regluvörður; og Emma Terho, fulltrúi íþróttamannanefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Körfubolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Í beinni: Ísland - Slóvenía | Glíma við stórstjörnu Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Sjá meira