Býður sig fram til Íþróttamannanefndar IOC fyrstur Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2024 14:29 Anton Sveinn McKee er á leiðinni á sína fjórðu Ólympíuleika því hann var einnig með í London 2012, Ríó 2016 og í Tókýó 2021. @isiiceland) Sundamaðurinn Anton Sveinn McKee verður fyrsti íslenski afreksíþróttamaðurinn sem býður sig fram til Íþróttamannanefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar. Anton Sveinn er á leið á sína fjórðu Ólympíuleika og er einn af 29 frambjóðendum. Hann býður sig fram með fullum stuðningi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Frambjóðendur koma úr fimmtán íþróttagreinum og frá 29 Ólympíunefndum. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍSÍ. Á Ólympíuleikunum í París munu fjórir frambjóðendur úr fjórum íþróttagreinum, hljóta kosningu í íþróttamannanefndina. Þeir sem hafa kosningarétt eru allir keppendur á Ólympíuleikunum í París 2024. Anton Sveinn hefur verið ötull við að taka þátt í vinnu og umræðum um ýmis málefni er snúa að íþróttafólki á Íslandi og þá sér í lagi baráttu afreksíþróttafólks fyrir bættum lýðréttindum. Hann hefur setið mörg málþing og ráðstefnur er tengjast afreksíþróttum á Íslandi og hefur átt sæti í Íþróttamannanefnd ÍSÍ síðan 2021. Anton Sveinn McKee hefur líka verið einn fremsti afreksíþróttamaður Íslands um árabil. Hann var meðal keppenda á fyrstu Ólympíuleikum ungmenna sem fóru fram í Singapore árið 2010 og fór á sína fyrstu Ólympíuleika í London árið 2012, þá 19 ára gamall. Hann er nú á leið á sína fjórðu leika í París í sumar en hann tryggði sér þátttökurétt á leikana í júlí á síðasta ári. Hann hefur sett sextán Íslandsmet á sínum ferli auk þess sem hans stærstu afrek eru að ná 2. sæti á EM í 25 m laug í desember 2023 og 6. sæti á HM í 50 m laug árið 2022. Hér má finna lista yfir alla frambjóðendurna og æviágrip þeirra. Atkvæðagreiðslan verður undir eftirliti og staðfest af kjörnefnd, sem skipuð er af forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar, Thomas Bach, en meðlimir nefndarinnar eru: Nicole Hoevertsz (formaður), fulltrúi laganefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar; Pâquerette Girard Zappelli, yfirmaður siðareglna og regluvörður; og Emma Terho, fulltrúi íþróttamannanefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Fótbolti Eddie Jordan látinn Formúla 1 Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Körfubolti Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Fótbolti Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Fótbolti Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Fótbolti „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ Fótbolti Fleiri fréttir Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Japan fyrsta þjóðin til að vinna sig inn á HM Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Púllarinn dregur sig úr hópnum Rak þjálfarann eftir tvær vikur Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Breyta ekki því sem virkar Eddie Jordan látinn „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga „Búnar að vera dálítið skrýtnar vikur“ „Myndi ekki einu sinni segja að þetta hafi verið draumur" Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Dagskráin í dag: Fyrsti leikur Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri Þjálfaralaust Man City lagði óvænt Chelsea Sara Björk fyrirliði í súru tapi í bikarúrslitum Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið „Það er bara einn titill eftir“ Sjá meira
Anton Sveinn er á leið á sína fjórðu Ólympíuleika og er einn af 29 frambjóðendum. Hann býður sig fram með fullum stuðningi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Frambjóðendur koma úr fimmtán íþróttagreinum og frá 29 Ólympíunefndum. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍSÍ. Á Ólympíuleikunum í París munu fjórir frambjóðendur úr fjórum íþróttagreinum, hljóta kosningu í íþróttamannanefndina. Þeir sem hafa kosningarétt eru allir keppendur á Ólympíuleikunum í París 2024. Anton Sveinn hefur verið ötull við að taka þátt í vinnu og umræðum um ýmis málefni er snúa að íþróttafólki á Íslandi og þá sér í lagi baráttu afreksíþróttafólks fyrir bættum lýðréttindum. Hann hefur setið mörg málþing og ráðstefnur er tengjast afreksíþróttum á Íslandi og hefur átt sæti í Íþróttamannanefnd ÍSÍ síðan 2021. Anton Sveinn McKee hefur líka verið einn fremsti afreksíþróttamaður Íslands um árabil. Hann var meðal keppenda á fyrstu Ólympíuleikum ungmenna sem fóru fram í Singapore árið 2010 og fór á sína fyrstu Ólympíuleika í London árið 2012, þá 19 ára gamall. Hann er nú á leið á sína fjórðu leika í París í sumar en hann tryggði sér þátttökurétt á leikana í júlí á síðasta ári. Hann hefur sett sextán Íslandsmet á sínum ferli auk þess sem hans stærstu afrek eru að ná 2. sæti á EM í 25 m laug í desember 2023 og 6. sæti á HM í 50 m laug árið 2022. Hér má finna lista yfir alla frambjóðendurna og æviágrip þeirra. Atkvæðagreiðslan verður undir eftirliti og staðfest af kjörnefnd, sem skipuð er af forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar, Thomas Bach, en meðlimir nefndarinnar eru: Nicole Hoevertsz (formaður), fulltrúi laganefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar; Pâquerette Girard Zappelli, yfirmaður siðareglna og regluvörður; og Emma Terho, fulltrúi íþróttamannanefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Fótbolti Eddie Jordan látinn Formúla 1 Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Körfubolti Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Fótbolti Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Fótbolti Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Fótbolti „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ Fótbolti Fleiri fréttir Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Japan fyrsta þjóðin til að vinna sig inn á HM Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Púllarinn dregur sig úr hópnum Rak þjálfarann eftir tvær vikur Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Breyta ekki því sem virkar Eddie Jordan látinn „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga „Búnar að vera dálítið skrýtnar vikur“ „Myndi ekki einu sinni segja að þetta hafi verið draumur" Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Dagskráin í dag: Fyrsti leikur Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri Þjálfaralaust Man City lagði óvænt Chelsea Sara Björk fyrirliði í súru tapi í bikarúrslitum Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið „Það er bara einn titill eftir“ Sjá meira