„Hann var of klár fyrir lífið“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. júlí 2024 08:00 Heiður tók þá ákvörðun í upphafi að ræða opinskátt og hreinskilið um andlát Hjalta Þórs. Vísir/RAX Þann 15. desember síðastliðinn fannst Hjalti Þór Ísleifsson látinn á heimili sínu í Zürich í Sviss. Þrátt fyrir að vera einungis 27 ára gamall hafði Hjalti afrekað ótrúlegustu hluti og þá ekki síst innan stærðfræðiheimsins þar sem hann vann til verðlauna í alþjóðlegum keppnum og vakti mikla eftirtekt. Hann var við það að ljúka doktorsnámi í stærðfræði og stefndi hátt í lífinu. Andlát hans kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Mér finnst mikilvægt að vera opin með hvernig fór og tala um hlutina eins og þeir eru,“ segir Heiður Hjaltadóttir, móðir Hjalta en hún féllst á að ræða sögu sonar síns við Vísi. Hún tók þá ákvörðun í upphafi að ræða opinskátt og hreinskilið um andlát hans. Fjölskylda Hjalta hefur stofnað minningarsjóð í hans nafni sem hefur þann tilgang hvetja efnilega stærðfræðinema til dáða og gefa þeim tækifæri til framhaldsnáms í stærðfræði. Þau eru staðráðin að halda minningu Hjalta á lofti um ókomin ár. Tíðarandinn á Íslandi á árum áður olli því að umræðan um sjálfsvíg og geðræn veikindi voru umlukin þagnarhjúp. Heiður segir ennþá vera langt í land þegar kemur að því að kveða niður fordóma gagnvart geðrænum veikindum. 12 ára gamall í HR „Ég hef alltaf sagt að Hjalti hafi fæðst níræður,“ segir Heiður og brosir út í annað. „Hann var gömul sál. Það sást til dæmis bara á málfarinu, og líka tónlistarsmekknum þegar hann var yngri.“ Þegar Hjalti Þór svipti sig lífi í desember síðastliðnum má í raun segja að sagan hafa endurtekið sig. Leiðir Heiðar og Ísleifs Heiðars Karlssonar, föður Hjalta Þórs, lágu saman haustið 1993. Þann 12. júlí 1996 kom Hjalti Þór í heiminn. Níu dögum síðar féll Ísleifur fyrir eigin hendi. Bróðir Ísleifs, Stefán Karlsson, svipti sig lífi í janúar 2021, tæpum þremur árum fyrir andlát Hjalta. „Við höfum því þurft að sjá á eftir þremur fjölskyldumeðlimum fara þessa sömu leið,“ segir Heiður. Það kom snemma í ljós að Hjalti var bráðþroska og afburðagreindur.Aðsend Hjalti var sjö ára þegar Heiður kynntist núverandi manni sínum og stjúpföður Hjalta, Arnari Má Sigurðssyni. Fjórum árum síðar flutti fjölskyldan frá Akureyri suður í Kópavoginn og þá hafði yngri systir Hjalta Þórs, Sólveig, bæst í hópinn. Það kom snemma í ljós að Hjalti var það sem kallað er „bráðgert“barn. Hann var afburða námsmaður á öllum sviðum en eitt svið átti þó hug hans allan. Það var stærðfræðin. 12 ára gamall hafði hann þegar sótt námskeið í greininni í Háskólanum í Reykjavík, undir handleiðslu Péturs H. Blöndal. Þeir félagar voru í samskiptum í mörg ár á eftir; deildu reikningsdæmum með hvor öðrum og ræddu stærðfræðikenningar í þaula. Hjalti eignaðist stjúpföður og litla systur með tveggja ára millibili.Aðsend Í einni af minningargreinunum sem ritaðar voru um Hjalta sögðu ástvinir hans að frá blautu barnsbeini hefði hugur Hjalta „hneigst til að reikna sig fram til niðurstöðu.“ „Það var engin tilviljun að stærðfræðin varð hans annað líf og fangaði hug hans og hjarta. Við hin skildum fátt, raunar varla bofs í hvað hann var að gera. Hann sagði einhvern tíma þegar hann hafði markað sína braut í námi að hann vildi fást við hreina stærðfræði. Og hvað er það? Það vitum við stærðfræði-fákunnandi auðvitað lítið um en aldrei nokkurn tíma lét hann á því bera að honum fyndist það eða við værum minna virði fyrir vikið.“ Heiður rifjar einnig upp sögu þar sem stærðfræðihæfileikar Hjalta komu bersýnilega í ljós. „Einu sinni vorum við stödd í Smáralind, í Cintamani verslun og það var 25 prósent afsláttur. Ég var að reyna að reikna út í huganum hvað ein flík þarna myndi kosta með afslættinum. Ég spurði Hjalta og fékk upphæðina- með fjórum aukastöfum!“ Spáði fyrir um bankahrunið Þrátt fyrir að Hjalti væri fyrir löngu búinn að taka fram úr öllum í náminu var hann ekki færður upp um bekk í Hörðuvallaskóla. Hann skar sig úr hópnum en var þó einstaklega félagslega sterkur. „Hann gat bara ekki hugsað sér að vera ekki í bekk með jafnöldrum sínum. En það var jú alveg „pikkað“ í hann fyrir að vera svona klár, sem hann þoldi ekki,“ segir Heiður og nefnir sem dæmi að í eitt skipti hafi Hjalti viljandi sleppt blaðsíðu á prófi, í þeim tilgangi að fá lægri einkunn. Hún rifjar upp að allt frá unga aldri hafði Hjalti brennandi áhuga á mikilvægum þjóðfélagsmálefnum; hann las blöðin og fylgdist með fréttum. Hann átti seinna meir eftir að taka þátt í starfi Vinstri grænna, Framsóknar og Viðreisnar og skeytti engu um það þó vinir hans deildu ekki þessum sama brennandi áhuga á pólitík. Um það leyti sem efnahagshrunið skall á árið 2008 var Hjalti 12 ára gamall og hélt úti bloggsíðu þar sem hann birti greinar um þjóð-og stjórnmál og tjáði sig með hispurslausum hætti um ástandið í þjóðfélaginu. Skrif hans vöktu slíka athygli að blaðamaður Morgunblaðsins tók viðtal við hann í október þetta sama ár. Í grein Morgunblaðsins var vitnað í færslu sem Hjalti hafði birt á bloggsíðu sinni nokkrum mánuðum fyrir hrunið, þar sem hann spáði bankakreppunni. „Það er náttúrlega fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkurinn sem ber ábyrgð, ásamt Framsóknarflokknum. Þetta var allt einkavætt þegar þeir voru í ríkisstjórn. Bankarnir hefðu áfram átt að vera í ríkiseigu,“ sagði Hjalti meðal annars við blaðamann Morgunblaðsins á sínum tíma. Hjalti var ekki einungis stærðfræðisnillingur heldur líka afreksmaður á skíðum.Aðsend 9,98 í aðaleinkunn Stærðfræðin var ekki eina ástríða Hjalta. Hann stundaði skíðamennsku af krafti á unglingsárum, náði þar eftirtektarverðum árangri og varð vel þekktur. Verðlaunagripirnir hrönnuðust upp. Ein af fjölmörgum minningargreinum sem birtar voru um Hjalta í desember síðastliðnum var rituð af vinahópi hans þar sem þau rifjuðu upp kynni sín af Hjalta og skíðaíþróttinni. „Hjá honum komst ekkert að nema skíði, og algjörlega gegn okkar vilja urðum við hluti af þessari vegferð Hjalta og hlustuðum á ófáar einræðurnar um helstu hetjur skíðaíþróttarinnar, eða hvernig ætti að bera sig að á skíðum. Eftir krossbandsslit tók við erfitt tímabil, og í framhaldi lagði Hjalti skíðin á hilluna. En Hjalti var hæfileikaríkur og gáfaður, og af mikilli hörku fann hann keppnisskapi sínu farveg í stærðfræði. Skyndilega átti stærðfræði og eðlisfræði hug hans allan, og Hjalti tók snögglega fram úr samnemendum sínum. Þannig beitti Hjalti sama aga og hann hafði sem afreksmaður á skíðum til þess að skara fram úr og verða afreksmaður í stærðfræði. “ Stefndi snemma á doktorsnám Þegar Hjalti byrjaði í Menntaskólanum í Reykjavík var hann þegar byrjaður að leggja drög að framtíðinni að sögn Heiðar. „Hann ætlaði að fara í doktorsnám í stærðfræði. Hann var byrjaður að safna fyrir náminu þegar hann var í áttunda bekk.“ Hjalti bjó að hennar sögn yfir slíkum drifkrafti og áræðni að það var með hreinum ólíkindum. „Það eru svo mörg dæmi sem ég get nefnt. Þegar hann var enn á fullu í skíðunum, bjó hann til aðstöðu í geymslunni heima þar sem hann var gera við og preppa skíðin fyrir hina krakkanna sem voru að æfa með honum. Þetta vatt upp á sig og hann var farinn að græja og preppa skíði fyrir hina og þessa þjóðþekkta menn. Hann hafði upp á erlendum umboðsaðila fyrir skíðavörur og var farinn að selja hanska og lúffur og allskyns skíðadót, 15 ára gamall. Þegar hann var í MR, og var að keppa í Norðurlandakeppninni í stærðfræði komst hann að því íslenska liðið fengi ekki fjármagn til að sækja undirbúningsnámskeið í Danmörku, eins og keppendur frá hinum Norðurlandaþjóðunum. Hann sætti sig ekki við það. Tók einfaldlega upp símann og hringdi í menn og útvegaði styrki, meðal annars frá Kára Stefánssyni, sem hann hafði meira að segja áður haft samband við og fengið til að koma og halda ræðu í MR. Hjalti var einfaldlega bara svona, hann var „doer“ og gekk bara í hlutina.“ Hjalti var snemma farinn að leggja drög að framtíðinni.Aðsend Á næstu árum átti Hjalti eftir að taka þátt í Ólympíukeppnum bæði í stærðfræði og eðlisfræði. Hann fékk heiðursviðurkenningu í stærðfræði og bronsverðlaun í eðlisfræði. Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar komst í kynni við Hjalta 17 ára gamlan. Benedikt rifjar upp í færslu á heimasíðu sinni að þegar Hjalti var kominn í stærðfræðideild HÍ hafi „borist fréttir af ofurnemanda sem tók tíu í hverju faginu á fætur öðru.“ „Eina sönnun þess að hann væri ekki vélmenni var að hann fékk bara 9,98 í aðaleinkunn og tók þó miklu fleiri námskeið en hann þurfti!“ Seinasta Íslandsferðin Eftir grunnnám við Háskóla Íslands lá leið Hjalta í framhaldsnám í stærðfræði við hinn virta háskóla ETH í Sviss. Þar lauk hann mastersnámi í stærðfræði og síðan tók við doktorsnám. „Hann átti risastóran íslenskan vinahóp í Sviss, og það var ekki annað en að sjá en að honum liði vel, hann var mikið í útivist og skaraði fram úr í náminu.“ Mæðgin á góðri stundu í Sviss.Aðsend Í lok nóvember á seinasta ári kom Hjalti til landsins í tilefni af fimmtugsafmæli mömmu sinnar. Heiður minnist þess hvernig Hjalti lék á alls oddi þetta kvöld. Á símamyndbandi má sjá hann taka lagið við undirspil trúbadors sem mætti í partíið þar sem hann sló algjörlega í gegn eins og Heiður orðar það. „Það voru allir svo glaðir að sjá hann. Hann var svo hress og glaður og hamingjusamur.“ Engan grunaði að þetta ætti eftir að vera seinasta skiptið sem þau myndu sjá Hjalta á lífi. Um þetta leiti var hann kominn vel áleiðis í doktorsnáminu sem hann stefndi á að ljúka nú í júní. Hann var líka búinn að finna ástina í Iðunni Jónsdóttur, og þau stefndu á að koma sér upp heimili á Íslandi þegar Hjalti myndi flytja aftur heim. 15. desember 2023 En hvað veldur því að ungur og efnilegur maður með bjarta framtíð missir skyndilega öll tengsl við raunveruleikann? Þegar Hjalti var á fyrsta ári í doktorsnáminu var birt grein eftir hann í virtu fræðiriti ytra. „Prófessorinn hans benti honum í kjölfarið á grein eftir þýskan fræðimann sem fjallaði um sambærilegt viðfangsefni. Hjalti las greinina og komst að þeirri niðurstöðu að hann væri augljóslega ekki komin jafnlangt og þessi þýski fræðimaður; hann skildi ekki hvað hann var segja með greininni. Síðan lagði hann greinina frá sér og spáði ekki meira í þessu. Síðan gerist það í byrjun desember á seinasta ári að hann mætti ásamt Iðunni á doktorsvörn hjá vini sínum sem haldin var þarna úti í Sviss. Prófessorinn í þessari doktorsvörn minntist þá á þessa grein Þjóðverjans og Hjalti var þá um leið minntur á hana, “ segir Heiður. Í kjölfarið fór af stað atburðarás sem olli einhverskonar straumrofi í höfði Hjalta- með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hugur hans fylltist af ranghugmyndum sem enginn fótur var fyrir. „Iðunn fór heim til Íslands 9. desember. Fimm dögum síðar, að morgni 14. desember, gróf Hjalti upp greinina eftir Þjóðverjann og las yfir hana aftur . Hann komst að þeirri niðurstöðu að greinin hans og grein Þjóðverjans væru alltof líkar, sem var þó alls ekki raunin. Hann varð sannfærður um nú myndu allir innan stærðfræðisamfélagsins líta á hann sem þjóf. Ég ræddi við hann um kvöldið og Iðunn ræddi líka við hann , í marga klukkutíma. Það var ekki hægt að tala um fyrir honum. Hann var búinn að ákveða þetta.“ Morguninn eftir hringdi ég í hann, til að athuga hvernig honum liði. Hann svaraði ekki. Það fannst mér skrítið, vegna þess að hann svaraði venjulega alltaf þegar ég hringdi, eða hringdi mjög fljótt til baka, segir Heiður og bætir síðan við: „Þarna eiginlega bara vissi ég þetta. Ég vissi hvað hefði gerst.“ Næstu klukkustundirnar einkenndust af stanslausum tilraunum Iðunnar og annarra fjölskyldumeðlima við að ná sambandi við hina og þessa einstaklinga í Zürich sem þekktu Hjalta. „Ég sagði framkvæmdastjóranum í vinnunni að ég ætlaði að fara heim, vegna þess að ég ætti von á slæmum fréttum og ég ætlaði að vera heima þegar þær bærust. Ég sótti manninn minn, við sóttum dóttur okkar. Við vissum öll hvað væri að fara að gerast. Svo hringdi Iðunn, hún hafði þá ná loks náð í Martin, leigusalans hans Hjalta. Þá var hann búinn að fara inn í íbúðina hans Hjalta.“ Leigusalinn treysti sér þó ekki til að veita þeim neinar nánari upplýsingar. „Það sem eina sem hann gat sagt okkur var: „He’s in heaven now.“ Ætlaði að finna upp hjólið Þegar útför Hjalta fór fram í Lindakirkju þann 4.janúar síðastliðinn var kirkjan pakkfull. Athöfnin var einnig send út í beinu streymi fyrir vini Hjalta í Sviss. „Þetta var að mér skilst fjölmennasta útför sem haldin hefur verið í Lindakirkju.“ Undanfarnir sjö mánuðir hafa verið fjölskyldu og vinum Hjalta þungbærir. Þau sitja eftir með ótal spurningar. Guðni Már Harðarson prestur í Lindakirkju sagði meðal annars í minningarræðu sinni að Hjalti Þór hafi verið „of klár fyrir lífið.“ Heiður á auðvelt með að taka undir það. „Hjalti var búinn að setja svo gífurlega mikla pressu á sjálfan sig, alveg frá því hann var barn. Þetta voru væntingar sem enginn gæti nokkurn tímann staðið undir. Hann talaði alltaf um að hann vildi finna eitthvað upp. Hann ætlaði sér hreinlega að finna upp hjólið í stærðfræðinni; hann var búinn að einsetja sér að koma fram með uppgötvun sem enginn hafði komið með áður.“ Leiði Hjalta í Gufuneskirkjugarði.Aðsend Minningarsjóður Hjalta Þórs Ísleifssonar Síðastliðinn miðvikudag setti fjölskyldan niður kerið með ösku Hjalta í Gufuneskirkjugarði. Jarðneskar leifar hans voru þá búnar að vera geymdar í kassa í meira en hálft ár. Eins og Heiður segir voru þetta ákveðin kaflaskipti í sögunni. „Það er eins og við séum komin aðeins nær einhverjum lokum. Það er ákveðin léttir.“ Í dánartilkynningu Hjalta sem birt var í Morgunblaðinu í desember síðastliðnum kom fram að stofnaður yrði minningarsjóður í hans nafni. Tilgangur minningarsjóðsins er að hvetja efnilega stærðfræðinema til dáða og gefa þeim tækifæri til framhaldsnáms í stærðfræði. Nemendur sem lokið hafa kröfum fyrstu tveggja námsára í stærðfræði við Háskóla Íslands eiga kost á að sækja um styrki í sjóðinn í upphafi haustmisseris hvers skólaárs. Sjóðurinn veitir að öllu jöfnu einn til tvo styrki ár hvert, í samræmi við tilgang sjóðsins. Fjölskylda Hjalta er staðráðin í að halda minningu hans á lofti um ókomin ár.Aðsend „Þessi hugmynd um að stofna minningarsjóð fæddist eiginlega bara strax,“ segir Heiður. „Hjalta fannst grátlegt að efnahagur fjölskyldna skipti máli á þann hátt að sumir gátu menntað sig en aðrir ekki. Honum fannst að allir ættu að hafa sömu tækifæri þegar kom að menntun og eins að iðkun íþrótta, óháð efnahag. Sumir þurfa að vinna með námi til að framfleyta sér, eru jafnvel komnir með börn og geta þar af leiðandi ekki sinnt náminu eins og þeir hefðu viljað. Hjalti fór í viðtal hjá prófessor í ETH áður en hann hóf nám, þar sem hann hafði sótt um styrk til námsins. Prófessorinn heitir Alessio Figalli og er ítalskur stærðfræðingur sem hafði hlotið Fields verðlaunin árið 2018. En Fields verðlaunin eru veitt á alþjóðastærðfræðiþingi á fjögurra ára fresti, stærðfræðingum undir fertugu til viðurkenningar á framúrskarandi árangri þeirra í stærðfræði og fyrir fyrirheit um árangur í framtíðinni. Þessi verðlaun eru gríðarlegur heiður í stærðfræðiheiminum og var Hjalti allur uppveðraður þegar hann vissi að Figalli myndi hringja í hann. Hann varð svo „starstruck“ að hann kom varla upp orði og stamaði bara í viðtalinu, að eigin sögn. Það varð eflaust til þess að hann fékk ekki styrkinn, og hann var í fyrstu frekar svekktur með það. En svo þegar hann hóf námið þá kynntist hann strák frá Króatíu sem hafði hlotið styrkinn. Sá strákur hefði aldrei getað flutt frá fjölskyldunni til Sviss til að mennta sig nema vegna þess að hann hlaut styrkinn. Þegar þessi vinur kláraði mastersnámið sitt þurfti hann að flytja aftur heim til að vinna fyrir fjölskyldu sinni. Hjalti var mjög glaður þegar hann vissi að þessi strákur fékk styrkinn en ekki hann sjálfur, þar sem þessi strákur þurfti svo sannarlega á styrknum að halda. Þessi umræddi Króati flutti svo aftur til Zürich síðastliðið haust til að hefja doktorsnámið sitt, eftir að hafa verið búinn að vinna og aðstoða fjölskylduna sína í tvö ár. Þetta er svona smá dæmi um hvað Hjalta Þór þótti mikilvægt að fólk hefði sömu tækifæri óháð efnahag og uppruna. Okkur langar að aðstoða efnilega nemendur í stærðfræðinámi til að létta fjárhagslega undir með þeim. Við erum ekki að gera kröfu um að umsækjendur séu með framúrskarandi árangur í náminu, heldur sýni áhuga og framfarir. Þann 24.ágúst næstkomandi fer fram á Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og Heiður er ein af þeim sem munu taka þátt og safna áheitum til styrktar Minningarsjóði Hjalta Þórs Ísleifssonar. Hér má heita á Heiði og styðja við starf sjóðsins. Þeim sem vilja leggja sjóðnum lið er sömuleiðis bent á reikningsnúmer sjóðsins:0133-15-007489og kt.440624-0650 Hvert er hægt að leita? Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Ef sjálfsvígshugsanir gera vart við sig er hægt að hringja allan sólarhringinn í hjálparsíma Rauða krossins 1717, Píeta-samtökin í síma 552 2218 og Neyðarlínuna í síma 112. Rauði krossinn býður upp á netspjallið 1717.is og netspjall Heilsuveru er á heilsuvera.is. BERGIÐ headspace býður upp á ráðgjöf fyrir ungt fólk. Einnig má leita stuðnings eftir sjálfsvíg hjá heilsugæslustöðvum um allt land og hjá Sorgarmiðstöð í síma 551 4141.” Reykjavíkurmaraþon Geðheilbrigði Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
„Mér finnst mikilvægt að vera opin með hvernig fór og tala um hlutina eins og þeir eru,“ segir Heiður Hjaltadóttir, móðir Hjalta en hún féllst á að ræða sögu sonar síns við Vísi. Hún tók þá ákvörðun í upphafi að ræða opinskátt og hreinskilið um andlát hans. Fjölskylda Hjalta hefur stofnað minningarsjóð í hans nafni sem hefur þann tilgang hvetja efnilega stærðfræðinema til dáða og gefa þeim tækifæri til framhaldsnáms í stærðfræði. Þau eru staðráðin að halda minningu Hjalta á lofti um ókomin ár. Tíðarandinn á Íslandi á árum áður olli því að umræðan um sjálfsvíg og geðræn veikindi voru umlukin þagnarhjúp. Heiður segir ennþá vera langt í land þegar kemur að því að kveða niður fordóma gagnvart geðrænum veikindum. 12 ára gamall í HR „Ég hef alltaf sagt að Hjalti hafi fæðst níræður,“ segir Heiður og brosir út í annað. „Hann var gömul sál. Það sást til dæmis bara á málfarinu, og líka tónlistarsmekknum þegar hann var yngri.“ Þegar Hjalti Þór svipti sig lífi í desember síðastliðnum má í raun segja að sagan hafa endurtekið sig. Leiðir Heiðar og Ísleifs Heiðars Karlssonar, föður Hjalta Þórs, lágu saman haustið 1993. Þann 12. júlí 1996 kom Hjalti Þór í heiminn. Níu dögum síðar féll Ísleifur fyrir eigin hendi. Bróðir Ísleifs, Stefán Karlsson, svipti sig lífi í janúar 2021, tæpum þremur árum fyrir andlát Hjalta. „Við höfum því þurft að sjá á eftir þremur fjölskyldumeðlimum fara þessa sömu leið,“ segir Heiður. Það kom snemma í ljós að Hjalti var bráðþroska og afburðagreindur.Aðsend Hjalti var sjö ára þegar Heiður kynntist núverandi manni sínum og stjúpföður Hjalta, Arnari Má Sigurðssyni. Fjórum árum síðar flutti fjölskyldan frá Akureyri suður í Kópavoginn og þá hafði yngri systir Hjalta Þórs, Sólveig, bæst í hópinn. Það kom snemma í ljós að Hjalti var það sem kallað er „bráðgert“barn. Hann var afburða námsmaður á öllum sviðum en eitt svið átti þó hug hans allan. Það var stærðfræðin. 12 ára gamall hafði hann þegar sótt námskeið í greininni í Háskólanum í Reykjavík, undir handleiðslu Péturs H. Blöndal. Þeir félagar voru í samskiptum í mörg ár á eftir; deildu reikningsdæmum með hvor öðrum og ræddu stærðfræðikenningar í þaula. Hjalti eignaðist stjúpföður og litla systur með tveggja ára millibili.Aðsend Í einni af minningargreinunum sem ritaðar voru um Hjalta sögðu ástvinir hans að frá blautu barnsbeini hefði hugur Hjalta „hneigst til að reikna sig fram til niðurstöðu.“ „Það var engin tilviljun að stærðfræðin varð hans annað líf og fangaði hug hans og hjarta. Við hin skildum fátt, raunar varla bofs í hvað hann var að gera. Hann sagði einhvern tíma þegar hann hafði markað sína braut í námi að hann vildi fást við hreina stærðfræði. Og hvað er það? Það vitum við stærðfræði-fákunnandi auðvitað lítið um en aldrei nokkurn tíma lét hann á því bera að honum fyndist það eða við værum minna virði fyrir vikið.“ Heiður rifjar einnig upp sögu þar sem stærðfræðihæfileikar Hjalta komu bersýnilega í ljós. „Einu sinni vorum við stödd í Smáralind, í Cintamani verslun og það var 25 prósent afsláttur. Ég var að reyna að reikna út í huganum hvað ein flík þarna myndi kosta með afslættinum. Ég spurði Hjalta og fékk upphæðina- með fjórum aukastöfum!“ Spáði fyrir um bankahrunið Þrátt fyrir að Hjalti væri fyrir löngu búinn að taka fram úr öllum í náminu var hann ekki færður upp um bekk í Hörðuvallaskóla. Hann skar sig úr hópnum en var þó einstaklega félagslega sterkur. „Hann gat bara ekki hugsað sér að vera ekki í bekk með jafnöldrum sínum. En það var jú alveg „pikkað“ í hann fyrir að vera svona klár, sem hann þoldi ekki,“ segir Heiður og nefnir sem dæmi að í eitt skipti hafi Hjalti viljandi sleppt blaðsíðu á prófi, í þeim tilgangi að fá lægri einkunn. Hún rifjar upp að allt frá unga aldri hafði Hjalti brennandi áhuga á mikilvægum þjóðfélagsmálefnum; hann las blöðin og fylgdist með fréttum. Hann átti seinna meir eftir að taka þátt í starfi Vinstri grænna, Framsóknar og Viðreisnar og skeytti engu um það þó vinir hans deildu ekki þessum sama brennandi áhuga á pólitík. Um það leyti sem efnahagshrunið skall á árið 2008 var Hjalti 12 ára gamall og hélt úti bloggsíðu þar sem hann birti greinar um þjóð-og stjórnmál og tjáði sig með hispurslausum hætti um ástandið í þjóðfélaginu. Skrif hans vöktu slíka athygli að blaðamaður Morgunblaðsins tók viðtal við hann í október þetta sama ár. Í grein Morgunblaðsins var vitnað í færslu sem Hjalti hafði birt á bloggsíðu sinni nokkrum mánuðum fyrir hrunið, þar sem hann spáði bankakreppunni. „Það er náttúrlega fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkurinn sem ber ábyrgð, ásamt Framsóknarflokknum. Þetta var allt einkavætt þegar þeir voru í ríkisstjórn. Bankarnir hefðu áfram átt að vera í ríkiseigu,“ sagði Hjalti meðal annars við blaðamann Morgunblaðsins á sínum tíma. Hjalti var ekki einungis stærðfræðisnillingur heldur líka afreksmaður á skíðum.Aðsend 9,98 í aðaleinkunn Stærðfræðin var ekki eina ástríða Hjalta. Hann stundaði skíðamennsku af krafti á unglingsárum, náði þar eftirtektarverðum árangri og varð vel þekktur. Verðlaunagripirnir hrönnuðust upp. Ein af fjölmörgum minningargreinum sem birtar voru um Hjalta í desember síðastliðnum var rituð af vinahópi hans þar sem þau rifjuðu upp kynni sín af Hjalta og skíðaíþróttinni. „Hjá honum komst ekkert að nema skíði, og algjörlega gegn okkar vilja urðum við hluti af þessari vegferð Hjalta og hlustuðum á ófáar einræðurnar um helstu hetjur skíðaíþróttarinnar, eða hvernig ætti að bera sig að á skíðum. Eftir krossbandsslit tók við erfitt tímabil, og í framhaldi lagði Hjalti skíðin á hilluna. En Hjalti var hæfileikaríkur og gáfaður, og af mikilli hörku fann hann keppnisskapi sínu farveg í stærðfræði. Skyndilega átti stærðfræði og eðlisfræði hug hans allan, og Hjalti tók snögglega fram úr samnemendum sínum. Þannig beitti Hjalti sama aga og hann hafði sem afreksmaður á skíðum til þess að skara fram úr og verða afreksmaður í stærðfræði. “ Stefndi snemma á doktorsnám Þegar Hjalti byrjaði í Menntaskólanum í Reykjavík var hann þegar byrjaður að leggja drög að framtíðinni að sögn Heiðar. „Hann ætlaði að fara í doktorsnám í stærðfræði. Hann var byrjaður að safna fyrir náminu þegar hann var í áttunda bekk.“ Hjalti bjó að hennar sögn yfir slíkum drifkrafti og áræðni að það var með hreinum ólíkindum. „Það eru svo mörg dæmi sem ég get nefnt. Þegar hann var enn á fullu í skíðunum, bjó hann til aðstöðu í geymslunni heima þar sem hann var gera við og preppa skíðin fyrir hina krakkanna sem voru að æfa með honum. Þetta vatt upp á sig og hann var farinn að græja og preppa skíði fyrir hina og þessa þjóðþekkta menn. Hann hafði upp á erlendum umboðsaðila fyrir skíðavörur og var farinn að selja hanska og lúffur og allskyns skíðadót, 15 ára gamall. Þegar hann var í MR, og var að keppa í Norðurlandakeppninni í stærðfræði komst hann að því íslenska liðið fengi ekki fjármagn til að sækja undirbúningsnámskeið í Danmörku, eins og keppendur frá hinum Norðurlandaþjóðunum. Hann sætti sig ekki við það. Tók einfaldlega upp símann og hringdi í menn og útvegaði styrki, meðal annars frá Kára Stefánssyni, sem hann hafði meira að segja áður haft samband við og fengið til að koma og halda ræðu í MR. Hjalti var einfaldlega bara svona, hann var „doer“ og gekk bara í hlutina.“ Hjalti var snemma farinn að leggja drög að framtíðinni.Aðsend Á næstu árum átti Hjalti eftir að taka þátt í Ólympíukeppnum bæði í stærðfræði og eðlisfræði. Hann fékk heiðursviðurkenningu í stærðfræði og bronsverðlaun í eðlisfræði. Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar komst í kynni við Hjalta 17 ára gamlan. Benedikt rifjar upp í færslu á heimasíðu sinni að þegar Hjalti var kominn í stærðfræðideild HÍ hafi „borist fréttir af ofurnemanda sem tók tíu í hverju faginu á fætur öðru.“ „Eina sönnun þess að hann væri ekki vélmenni var að hann fékk bara 9,98 í aðaleinkunn og tók þó miklu fleiri námskeið en hann þurfti!“ Seinasta Íslandsferðin Eftir grunnnám við Háskóla Íslands lá leið Hjalta í framhaldsnám í stærðfræði við hinn virta háskóla ETH í Sviss. Þar lauk hann mastersnámi í stærðfræði og síðan tók við doktorsnám. „Hann átti risastóran íslenskan vinahóp í Sviss, og það var ekki annað en að sjá en að honum liði vel, hann var mikið í útivist og skaraði fram úr í náminu.“ Mæðgin á góðri stundu í Sviss.Aðsend Í lok nóvember á seinasta ári kom Hjalti til landsins í tilefni af fimmtugsafmæli mömmu sinnar. Heiður minnist þess hvernig Hjalti lék á alls oddi þetta kvöld. Á símamyndbandi má sjá hann taka lagið við undirspil trúbadors sem mætti í partíið þar sem hann sló algjörlega í gegn eins og Heiður orðar það. „Það voru allir svo glaðir að sjá hann. Hann var svo hress og glaður og hamingjusamur.“ Engan grunaði að þetta ætti eftir að vera seinasta skiptið sem þau myndu sjá Hjalta á lífi. Um þetta leiti var hann kominn vel áleiðis í doktorsnáminu sem hann stefndi á að ljúka nú í júní. Hann var líka búinn að finna ástina í Iðunni Jónsdóttur, og þau stefndu á að koma sér upp heimili á Íslandi þegar Hjalti myndi flytja aftur heim. 15. desember 2023 En hvað veldur því að ungur og efnilegur maður með bjarta framtíð missir skyndilega öll tengsl við raunveruleikann? Þegar Hjalti var á fyrsta ári í doktorsnáminu var birt grein eftir hann í virtu fræðiriti ytra. „Prófessorinn hans benti honum í kjölfarið á grein eftir þýskan fræðimann sem fjallaði um sambærilegt viðfangsefni. Hjalti las greinina og komst að þeirri niðurstöðu að hann væri augljóslega ekki komin jafnlangt og þessi þýski fræðimaður; hann skildi ekki hvað hann var segja með greininni. Síðan lagði hann greinina frá sér og spáði ekki meira í þessu. Síðan gerist það í byrjun desember á seinasta ári að hann mætti ásamt Iðunni á doktorsvörn hjá vini sínum sem haldin var þarna úti í Sviss. Prófessorinn í þessari doktorsvörn minntist þá á þessa grein Þjóðverjans og Hjalti var þá um leið minntur á hana, “ segir Heiður. Í kjölfarið fór af stað atburðarás sem olli einhverskonar straumrofi í höfði Hjalta- með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hugur hans fylltist af ranghugmyndum sem enginn fótur var fyrir. „Iðunn fór heim til Íslands 9. desember. Fimm dögum síðar, að morgni 14. desember, gróf Hjalti upp greinina eftir Þjóðverjann og las yfir hana aftur . Hann komst að þeirri niðurstöðu að greinin hans og grein Þjóðverjans væru alltof líkar, sem var þó alls ekki raunin. Hann varð sannfærður um nú myndu allir innan stærðfræðisamfélagsins líta á hann sem þjóf. Ég ræddi við hann um kvöldið og Iðunn ræddi líka við hann , í marga klukkutíma. Það var ekki hægt að tala um fyrir honum. Hann var búinn að ákveða þetta.“ Morguninn eftir hringdi ég í hann, til að athuga hvernig honum liði. Hann svaraði ekki. Það fannst mér skrítið, vegna þess að hann svaraði venjulega alltaf þegar ég hringdi, eða hringdi mjög fljótt til baka, segir Heiður og bætir síðan við: „Þarna eiginlega bara vissi ég þetta. Ég vissi hvað hefði gerst.“ Næstu klukkustundirnar einkenndust af stanslausum tilraunum Iðunnar og annarra fjölskyldumeðlima við að ná sambandi við hina og þessa einstaklinga í Zürich sem þekktu Hjalta. „Ég sagði framkvæmdastjóranum í vinnunni að ég ætlaði að fara heim, vegna þess að ég ætti von á slæmum fréttum og ég ætlaði að vera heima þegar þær bærust. Ég sótti manninn minn, við sóttum dóttur okkar. Við vissum öll hvað væri að fara að gerast. Svo hringdi Iðunn, hún hafði þá ná loks náð í Martin, leigusalans hans Hjalta. Þá var hann búinn að fara inn í íbúðina hans Hjalta.“ Leigusalinn treysti sér þó ekki til að veita þeim neinar nánari upplýsingar. „Það sem eina sem hann gat sagt okkur var: „He’s in heaven now.“ Ætlaði að finna upp hjólið Þegar útför Hjalta fór fram í Lindakirkju þann 4.janúar síðastliðinn var kirkjan pakkfull. Athöfnin var einnig send út í beinu streymi fyrir vini Hjalta í Sviss. „Þetta var að mér skilst fjölmennasta útför sem haldin hefur verið í Lindakirkju.“ Undanfarnir sjö mánuðir hafa verið fjölskyldu og vinum Hjalta þungbærir. Þau sitja eftir með ótal spurningar. Guðni Már Harðarson prestur í Lindakirkju sagði meðal annars í minningarræðu sinni að Hjalti Þór hafi verið „of klár fyrir lífið.“ Heiður á auðvelt með að taka undir það. „Hjalti var búinn að setja svo gífurlega mikla pressu á sjálfan sig, alveg frá því hann var barn. Þetta voru væntingar sem enginn gæti nokkurn tímann staðið undir. Hann talaði alltaf um að hann vildi finna eitthvað upp. Hann ætlaði sér hreinlega að finna upp hjólið í stærðfræðinni; hann var búinn að einsetja sér að koma fram með uppgötvun sem enginn hafði komið með áður.“ Leiði Hjalta í Gufuneskirkjugarði.Aðsend Minningarsjóður Hjalta Þórs Ísleifssonar Síðastliðinn miðvikudag setti fjölskyldan niður kerið með ösku Hjalta í Gufuneskirkjugarði. Jarðneskar leifar hans voru þá búnar að vera geymdar í kassa í meira en hálft ár. Eins og Heiður segir voru þetta ákveðin kaflaskipti í sögunni. „Það er eins og við séum komin aðeins nær einhverjum lokum. Það er ákveðin léttir.“ Í dánartilkynningu Hjalta sem birt var í Morgunblaðinu í desember síðastliðnum kom fram að stofnaður yrði minningarsjóður í hans nafni. Tilgangur minningarsjóðsins er að hvetja efnilega stærðfræðinema til dáða og gefa þeim tækifæri til framhaldsnáms í stærðfræði. Nemendur sem lokið hafa kröfum fyrstu tveggja námsára í stærðfræði við Háskóla Íslands eiga kost á að sækja um styrki í sjóðinn í upphafi haustmisseris hvers skólaárs. Sjóðurinn veitir að öllu jöfnu einn til tvo styrki ár hvert, í samræmi við tilgang sjóðsins. Fjölskylda Hjalta er staðráðin í að halda minningu hans á lofti um ókomin ár.Aðsend „Þessi hugmynd um að stofna minningarsjóð fæddist eiginlega bara strax,“ segir Heiður. „Hjalta fannst grátlegt að efnahagur fjölskyldna skipti máli á þann hátt að sumir gátu menntað sig en aðrir ekki. Honum fannst að allir ættu að hafa sömu tækifæri þegar kom að menntun og eins að iðkun íþrótta, óháð efnahag. Sumir þurfa að vinna með námi til að framfleyta sér, eru jafnvel komnir með börn og geta þar af leiðandi ekki sinnt náminu eins og þeir hefðu viljað. Hjalti fór í viðtal hjá prófessor í ETH áður en hann hóf nám, þar sem hann hafði sótt um styrk til námsins. Prófessorinn heitir Alessio Figalli og er ítalskur stærðfræðingur sem hafði hlotið Fields verðlaunin árið 2018. En Fields verðlaunin eru veitt á alþjóðastærðfræðiþingi á fjögurra ára fresti, stærðfræðingum undir fertugu til viðurkenningar á framúrskarandi árangri þeirra í stærðfræði og fyrir fyrirheit um árangur í framtíðinni. Þessi verðlaun eru gríðarlegur heiður í stærðfræðiheiminum og var Hjalti allur uppveðraður þegar hann vissi að Figalli myndi hringja í hann. Hann varð svo „starstruck“ að hann kom varla upp orði og stamaði bara í viðtalinu, að eigin sögn. Það varð eflaust til þess að hann fékk ekki styrkinn, og hann var í fyrstu frekar svekktur með það. En svo þegar hann hóf námið þá kynntist hann strák frá Króatíu sem hafði hlotið styrkinn. Sá strákur hefði aldrei getað flutt frá fjölskyldunni til Sviss til að mennta sig nema vegna þess að hann hlaut styrkinn. Þegar þessi vinur kláraði mastersnámið sitt þurfti hann að flytja aftur heim til að vinna fyrir fjölskyldu sinni. Hjalti var mjög glaður þegar hann vissi að þessi strákur fékk styrkinn en ekki hann sjálfur, þar sem þessi strákur þurfti svo sannarlega á styrknum að halda. Þessi umræddi Króati flutti svo aftur til Zürich síðastliðið haust til að hefja doktorsnámið sitt, eftir að hafa verið búinn að vinna og aðstoða fjölskylduna sína í tvö ár. Þetta er svona smá dæmi um hvað Hjalta Þór þótti mikilvægt að fólk hefði sömu tækifæri óháð efnahag og uppruna. Okkur langar að aðstoða efnilega nemendur í stærðfræðinámi til að létta fjárhagslega undir með þeim. Við erum ekki að gera kröfu um að umsækjendur séu með framúrskarandi árangur í náminu, heldur sýni áhuga og framfarir. Þann 24.ágúst næstkomandi fer fram á Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og Heiður er ein af þeim sem munu taka þátt og safna áheitum til styrktar Minningarsjóði Hjalta Þórs Ísleifssonar. Hér má heita á Heiði og styðja við starf sjóðsins. Þeim sem vilja leggja sjóðnum lið er sömuleiðis bent á reikningsnúmer sjóðsins:0133-15-007489og kt.440624-0650 Hvert er hægt að leita? Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Ef sjálfsvígshugsanir gera vart við sig er hægt að hringja allan sólarhringinn í hjálparsíma Rauða krossins 1717, Píeta-samtökin í síma 552 2218 og Neyðarlínuna í síma 112. Rauði krossinn býður upp á netspjallið 1717.is og netspjall Heilsuveru er á heilsuvera.is. BERGIÐ headspace býður upp á ráðgjöf fyrir ungt fólk. Einnig má leita stuðnings eftir sjálfsvíg hjá heilsugæslustöðvum um allt land og hjá Sorgarmiðstöð í síma 551 4141.”
Reykjavíkurmaraþon Geðheilbrigði Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira