Úrhellið var það mesta í júní frá upphafi mælinga Árni Sæberg skrifar 18. júlí 2024 14:49 Vatnið rann yfir veginn vestan Grundarfjarðar á laugardag. JÓK Úrhellisrigning í Grundarfirði um helgina er sú mesta sem mælst hefur í júlímánuði á landsvísu. Á laugardegi og aðfaranótt sunnudags mældist úrkoman 227 millimetrar. Það er jafnframt mesta úrkoma sem mælst hefur í Grundarfirði. Greint var frá því um helgina að fádæma úrkoma hefði verið um vestanvert landið dagana á undan. Bóndi í Dölum sagði „fína og snyrtilega lindará“ við bæ hans nú líta út eins og heljarinnar jökulsá. Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar hafði áhyggjur af ástandi vega og álagi á fráveitukerfinu. Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands segir að gul viðvörun hafi verið í gildi liðna helgi vegna úrkomu og vinds á Faxaflóa og í Breiðafirði, og að sama skapi hafi verið varað við vatnavöxtum og skriðuhættu. Spár hafi ræst og það orðið svo að mikil úrkoma var á Snæfellsnesi og Barðaströnd um liðna helgi. Mesta ákefðin hafi verið á laugardeginum og aðfaranótt sunnudags. Í Grundarfirði mesta úrkoman mælst, 227 mm af regni, sem sé mesta úrkoma sem mæld hefur verið á einum sólarhring í Grundarfirði og jafnframt mesta sólarhringsúrkoma sem mæld hefur verið í júlímánuði á landsvísu. Svæðið móttækilegt fyrir úrkomu Þá segir að áhugavert sé að þó að úrkomumet hafi verið slegið hafi ekki verið mikið um skriðuföll á svæðinu umhverfis Grundarfjörð. „Svo virðist sem að þetta svæði sé móttækilegra fyrir aftakaúrkomu en önnur, en samverkandi áhrif jarðfræðilegra- og landslagsaðstæðna gera það að verkum að skriðuhætta ógnar ekki byggð. Áður hefur verið aftakaúrkoma á Grundarfirði, til dæmis í miklu vatnsveðri í september 2011, þá féllu engar skriður nærri bænum. Ein skriða þó Í veðrinu um liðna helgi hafi þó verið miklir vatnavextir og ein skriða fallið sunnan við Grundarfjörð. Vatn hafi flætt yfir vegi beggja vegna bæjarins, úr farvegi Ytri-Búðarár sem er vestan við bæinn og Grundarár austan hans. Miklir vatnavextir hafi verið víðar á Vesturlandi. Á Skarðsströnd hafi Staðarhólsá í Staðarhólsdal vaxið mikið. Í Gufudal hafi vatnavextir verið eins og þeir gerast mestir að sögn heimamanna og Gufudalsvatn hafi vaxið um einn og hálfan metra og vatn flætt yfir tún. Aðrar ár sem uxu mikið séuVatnsdalsá í Vatnsfirði á Barðaströnd og Haffjarðará á Snæfellsnesi. Veður Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Sjá meira
Greint var frá því um helgina að fádæma úrkoma hefði verið um vestanvert landið dagana á undan. Bóndi í Dölum sagði „fína og snyrtilega lindará“ við bæ hans nú líta út eins og heljarinnar jökulsá. Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar hafði áhyggjur af ástandi vega og álagi á fráveitukerfinu. Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands segir að gul viðvörun hafi verið í gildi liðna helgi vegna úrkomu og vinds á Faxaflóa og í Breiðafirði, og að sama skapi hafi verið varað við vatnavöxtum og skriðuhættu. Spár hafi ræst og það orðið svo að mikil úrkoma var á Snæfellsnesi og Barðaströnd um liðna helgi. Mesta ákefðin hafi verið á laugardeginum og aðfaranótt sunnudags. Í Grundarfirði mesta úrkoman mælst, 227 mm af regni, sem sé mesta úrkoma sem mæld hefur verið á einum sólarhring í Grundarfirði og jafnframt mesta sólarhringsúrkoma sem mæld hefur verið í júlímánuði á landsvísu. Svæðið móttækilegt fyrir úrkomu Þá segir að áhugavert sé að þó að úrkomumet hafi verið slegið hafi ekki verið mikið um skriðuföll á svæðinu umhverfis Grundarfjörð. „Svo virðist sem að þetta svæði sé móttækilegra fyrir aftakaúrkomu en önnur, en samverkandi áhrif jarðfræðilegra- og landslagsaðstæðna gera það að verkum að skriðuhætta ógnar ekki byggð. Áður hefur verið aftakaúrkoma á Grundarfirði, til dæmis í miklu vatnsveðri í september 2011, þá féllu engar skriður nærri bænum. Ein skriða þó Í veðrinu um liðna helgi hafi þó verið miklir vatnavextir og ein skriða fallið sunnan við Grundarfjörð. Vatn hafi flætt yfir vegi beggja vegna bæjarins, úr farvegi Ytri-Búðarár sem er vestan við bæinn og Grundarár austan hans. Miklir vatnavextir hafi verið víðar á Vesturlandi. Á Skarðsströnd hafi Staðarhólsá í Staðarhólsdal vaxið mikið. Í Gufudal hafi vatnavextir verið eins og þeir gerast mestir að sögn heimamanna og Gufudalsvatn hafi vaxið um einn og hálfan metra og vatn flætt yfir tún. Aðrar ár sem uxu mikið séuVatnsdalsá í Vatnsfirði á Barðaströnd og Haffjarðará á Snæfellsnesi.
Veður Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Sjá meira