Úrhellið var það mesta í júní frá upphafi mælinga Árni Sæberg skrifar 18. júlí 2024 14:49 Vatnið rann yfir veginn vestan Grundarfjarðar á laugardag. JÓK Úrhellisrigning í Grundarfirði um helgina er sú mesta sem mælst hefur í júlímánuði á landsvísu. Á laugardegi og aðfaranótt sunnudags mældist úrkoman 227 millimetrar. Það er jafnframt mesta úrkoma sem mælst hefur í Grundarfirði. Greint var frá því um helgina að fádæma úrkoma hefði verið um vestanvert landið dagana á undan. Bóndi í Dölum sagði „fína og snyrtilega lindará“ við bæ hans nú líta út eins og heljarinnar jökulsá. Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar hafði áhyggjur af ástandi vega og álagi á fráveitukerfinu. Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands segir að gul viðvörun hafi verið í gildi liðna helgi vegna úrkomu og vinds á Faxaflóa og í Breiðafirði, og að sama skapi hafi verið varað við vatnavöxtum og skriðuhættu. Spár hafi ræst og það orðið svo að mikil úrkoma var á Snæfellsnesi og Barðaströnd um liðna helgi. Mesta ákefðin hafi verið á laugardeginum og aðfaranótt sunnudags. Í Grundarfirði mesta úrkoman mælst, 227 mm af regni, sem sé mesta úrkoma sem mæld hefur verið á einum sólarhring í Grundarfirði og jafnframt mesta sólarhringsúrkoma sem mæld hefur verið í júlímánuði á landsvísu. Svæðið móttækilegt fyrir úrkomu Þá segir að áhugavert sé að þó að úrkomumet hafi verið slegið hafi ekki verið mikið um skriðuföll á svæðinu umhverfis Grundarfjörð. „Svo virðist sem að þetta svæði sé móttækilegra fyrir aftakaúrkomu en önnur, en samverkandi áhrif jarðfræðilegra- og landslagsaðstæðna gera það að verkum að skriðuhætta ógnar ekki byggð. Áður hefur verið aftakaúrkoma á Grundarfirði, til dæmis í miklu vatnsveðri í september 2011, þá féllu engar skriður nærri bænum. Ein skriða þó Í veðrinu um liðna helgi hafi þó verið miklir vatnavextir og ein skriða fallið sunnan við Grundarfjörð. Vatn hafi flætt yfir vegi beggja vegna bæjarins, úr farvegi Ytri-Búðarár sem er vestan við bæinn og Grundarár austan hans. Miklir vatnavextir hafi verið víðar á Vesturlandi. Á Skarðsströnd hafi Staðarhólsá í Staðarhólsdal vaxið mikið. Í Gufudal hafi vatnavextir verið eins og þeir gerast mestir að sögn heimamanna og Gufudalsvatn hafi vaxið um einn og hálfan metra og vatn flætt yfir tún. Aðrar ár sem uxu mikið séuVatnsdalsá í Vatnsfirði á Barðaströnd og Haffjarðará á Snæfellsnesi. Veður Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Bjart og milt peysuveður Glittir í endurkomu sumarsins Að mestu léttskýjað fyrir sunnan og vestan Áframhaldandi norðan strekkingur Óveðrinu slotar en áfram hætta á skriðuföllum Sjá meira
Greint var frá því um helgina að fádæma úrkoma hefði verið um vestanvert landið dagana á undan. Bóndi í Dölum sagði „fína og snyrtilega lindará“ við bæ hans nú líta út eins og heljarinnar jökulsá. Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar hafði áhyggjur af ástandi vega og álagi á fráveitukerfinu. Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands segir að gul viðvörun hafi verið í gildi liðna helgi vegna úrkomu og vinds á Faxaflóa og í Breiðafirði, og að sama skapi hafi verið varað við vatnavöxtum og skriðuhættu. Spár hafi ræst og það orðið svo að mikil úrkoma var á Snæfellsnesi og Barðaströnd um liðna helgi. Mesta ákefðin hafi verið á laugardeginum og aðfaranótt sunnudags. Í Grundarfirði mesta úrkoman mælst, 227 mm af regni, sem sé mesta úrkoma sem mæld hefur verið á einum sólarhring í Grundarfirði og jafnframt mesta sólarhringsúrkoma sem mæld hefur verið í júlímánuði á landsvísu. Svæðið móttækilegt fyrir úrkomu Þá segir að áhugavert sé að þó að úrkomumet hafi verið slegið hafi ekki verið mikið um skriðuföll á svæðinu umhverfis Grundarfjörð. „Svo virðist sem að þetta svæði sé móttækilegra fyrir aftakaúrkomu en önnur, en samverkandi áhrif jarðfræðilegra- og landslagsaðstæðna gera það að verkum að skriðuhætta ógnar ekki byggð. Áður hefur verið aftakaúrkoma á Grundarfirði, til dæmis í miklu vatnsveðri í september 2011, þá féllu engar skriður nærri bænum. Ein skriða þó Í veðrinu um liðna helgi hafi þó verið miklir vatnavextir og ein skriða fallið sunnan við Grundarfjörð. Vatn hafi flætt yfir vegi beggja vegna bæjarins, úr farvegi Ytri-Búðarár sem er vestan við bæinn og Grundarár austan hans. Miklir vatnavextir hafi verið víðar á Vesturlandi. Á Skarðsströnd hafi Staðarhólsá í Staðarhólsdal vaxið mikið. Í Gufudal hafi vatnavextir verið eins og þeir gerast mestir að sögn heimamanna og Gufudalsvatn hafi vaxið um einn og hálfan metra og vatn flætt yfir tún. Aðrar ár sem uxu mikið séuVatnsdalsá í Vatnsfirði á Barðaströnd og Haffjarðará á Snæfellsnesi.
Veður Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Bjart og milt peysuveður Glittir í endurkomu sumarsins Að mestu léttskýjað fyrir sunnan og vestan Áframhaldandi norðan strekkingur Óveðrinu slotar en áfram hætta á skriðuföllum Sjá meira