Forysta Demókrataflokksins farin að þrýsta á Biden Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2024 11:30 Það hefur lítið farið fyrir Biden í fjölmiðlum vestanhafs síðustu viku. Donald Trump hefur á sama tíma baðað sig í sviðsljósinu á vel heppnuðu landsþingi, í kjölfar misheppnaðs banatilræðis. Getty Forysta Demókrataflokksins virðist vera farin að setja þrýsting á Joe Biden Bandaríkjaforseta um að stíga til hliðar í forsetakosningunum og hleypa öðrum að. CNN hefur greint frá því að Nancy Pelosi, fyrrverandi forseti neðri deildar þingsins, hafi sagt við forsetann í símtali síðustu viku að skoðanakannanir sýndu að hann gæti ekki sigrað Trump. Þá hefur verið greint frá því að Chuck Schumer og Hakeem Jeffries, leiðtogar Demókrata á þinginu, hafi lýst áhyggjum sínum. Samkvæmt New York Times sögðu báðir í samtölum við Biden á síðustu viku að þeir hefðu áhyggjur af möguleikum hans á að sigra Trump og ekki síður af áhrifum þess á komandi þingkosningar, þar sem meirihlutinn í báðum þingdeildum gæti fallið Repúblikönum í skaut. „Forsetinn sagði báðum leiðtogum að hann væri forsetaefni flokksins, að hann hefði í hyggju að sigra og að hann hlakkaði til að vinna með báðum til að koma í gegn 100 daga áætlun sinni til að aðstoða vinnandi fjölskyldum,“ sagði Andrew Bates, talsmaður Hvíta hússins, um samtölin. Bates svaraði fyrirspurnum CNN um Pelosi á sama hátt. Pelosi er fyrir sitt leiti sögð hafa lagt á það áherslu að samkvæmt könnunum ætti Biden ekki möguleika á því að vinna Trump. Forsetinn, sem er nýgreindur með Covid-19, er sagður hafa sagst ósammála. Samkvæmt CNN gátu heimildarmenn ekki svarað því hvort Pelosi hefði bókstaflega kallað eftir því að Biden hætti við að sækjast eftir endurkjöri, sem forsetinn hefur hafnað að gera nema ef honum yrði tjáð að það væri óráðlegt af læknisfræðilegum ástæðum. Pelosi og fleiri Demókratar, hafa ítrekað sagt að það sé undir forsetanum komið að ákveða hvað hann gerir. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Sjá meira
CNN hefur greint frá því að Nancy Pelosi, fyrrverandi forseti neðri deildar þingsins, hafi sagt við forsetann í símtali síðustu viku að skoðanakannanir sýndu að hann gæti ekki sigrað Trump. Þá hefur verið greint frá því að Chuck Schumer og Hakeem Jeffries, leiðtogar Demókrata á þinginu, hafi lýst áhyggjum sínum. Samkvæmt New York Times sögðu báðir í samtölum við Biden á síðustu viku að þeir hefðu áhyggjur af möguleikum hans á að sigra Trump og ekki síður af áhrifum þess á komandi þingkosningar, þar sem meirihlutinn í báðum þingdeildum gæti fallið Repúblikönum í skaut. „Forsetinn sagði báðum leiðtogum að hann væri forsetaefni flokksins, að hann hefði í hyggju að sigra og að hann hlakkaði til að vinna með báðum til að koma í gegn 100 daga áætlun sinni til að aðstoða vinnandi fjölskyldum,“ sagði Andrew Bates, talsmaður Hvíta hússins, um samtölin. Bates svaraði fyrirspurnum CNN um Pelosi á sama hátt. Pelosi er fyrir sitt leiti sögð hafa lagt á það áherslu að samkvæmt könnunum ætti Biden ekki möguleika á því að vinna Trump. Forsetinn, sem er nýgreindur með Covid-19, er sagður hafa sagst ósammála. Samkvæmt CNN gátu heimildarmenn ekki svarað því hvort Pelosi hefði bókstaflega kallað eftir því að Biden hætti við að sækjast eftir endurkjöri, sem forsetinn hefur hafnað að gera nema ef honum yrði tjáð að það væri óráðlegt af læknisfræðilegum ástæðum. Pelosi og fleiri Demókratar, hafa ítrekað sagt að það sé undir forsetanum komið að ákveða hvað hann gerir.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Sjá meira