Sérdagar fyrir Íslendinga vegna hótana og yfirgangs Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. júlí 2024 08:39 Ásgerður segir hótanir hafa borist sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálpar. Vísir/Dúi Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir að Fjölskylduhjálp þurfi að vera með sérdaga þar sem matargjöfum er úthlutað til Íslendinga. Þeir veigri sér við að fara í röðina vegna hótana og yfirgangs útlendinga. Ásgerður var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun og þar sagði hún þá stöðu komna upp hjá Fjölskylduhjálp að grípa þurfti til þessara ráðstafana. Ekki sé hægt að bjóða skjólstæðingum þeirra upp á að þora ekki í röðina. „Við auglýstum að nú værum við bara með fyrir Íslendinga, og þá erum við ekkert að vanvirða útlendingana. En málið er að okkar skjólstæðingar í gegnum áratugina hafa verið Íslendingar en þetta fólk veigrar sér í dag við að fara í röðina,“ segir Ásgerður. Hótuðu ofbeldi og heimtuðu að vera fyrstir Hún segir tvo Palestínumenn hafa hótað sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálpar. „Við höfum lent í miklum vandræðum með Palestínumenn. Á þriðjudaginn þá hótuðu þeir okkur. Ég ætla að fara heim til þín og ég veit ekki hvað og hvað. Við hringdum á lögregluna og þeir voru farnir tveir, ofboðslega grimmir menn. Við erum búin að þola þetta í nokkur ár en við höfum aldrei talað um þetta. Þeir komu þegar öll röðin var og þeir heimtuðu að vera fyrstir,“ segir Ásgerður en tekur fram að það sé ekki kynþáttahatur sem búi þessu að baki. Ákveðnir dagar fyrir Íslendinga Aðspurð segist Ásgerður ekki sjálf vera hrædd við þessar hótanir en að bregðast þurfi þó við og tryggja öryggi þiggjenda. „Við erum ekki þannig þenkjandi Íslendingar. Við bara trúum þessu ekki. En auðvitað veit maður aldrei vegna þess að maður er að sjá hitt og þetta. En það sem við þurfum að gera á næstu vikum er að breyta og vera með ákveðna daga í mánuði fyrir Íslendinga. Og þá er það alveg óháð því hvort þeir séu Íslendingar með erlendan uppruna, búnir að samlagast þjóðfélaginu, og síðan bara fæddir Íslendingar hér,“ segir Ásgerður. „Við getum ekki boðið þeim það að þeir þori ekki í raðirnar,“ segir hún. Hjálparstarf Innflytjendamál Hælisleitendur Tengdar fréttir „Við getum talað um misskilning þegar þetta gerist bara einu sinni“ Stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi telur augljóst að Fjölskylduhjálp á Reykjanesi hafi mismunað fólki og segir framkomu þeirra bæði ólöglega og viðbjóðslega. Samtökin krefjast þess að stjórn Fjölskylduhjálpar segi af sér og aðrir með manneskjulegri nálgun taki við. 21. desember 2022 21:00 Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30 Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. 21. desember 2022 08:36 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Ásgerður var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun og þar sagði hún þá stöðu komna upp hjá Fjölskylduhjálp að grípa þurfti til þessara ráðstafana. Ekki sé hægt að bjóða skjólstæðingum þeirra upp á að þora ekki í röðina. „Við auglýstum að nú værum við bara með fyrir Íslendinga, og þá erum við ekkert að vanvirða útlendingana. En málið er að okkar skjólstæðingar í gegnum áratugina hafa verið Íslendingar en þetta fólk veigrar sér í dag við að fara í röðina,“ segir Ásgerður. Hótuðu ofbeldi og heimtuðu að vera fyrstir Hún segir tvo Palestínumenn hafa hótað sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálpar. „Við höfum lent í miklum vandræðum með Palestínumenn. Á þriðjudaginn þá hótuðu þeir okkur. Ég ætla að fara heim til þín og ég veit ekki hvað og hvað. Við hringdum á lögregluna og þeir voru farnir tveir, ofboðslega grimmir menn. Við erum búin að þola þetta í nokkur ár en við höfum aldrei talað um þetta. Þeir komu þegar öll röðin var og þeir heimtuðu að vera fyrstir,“ segir Ásgerður en tekur fram að það sé ekki kynþáttahatur sem búi þessu að baki. Ákveðnir dagar fyrir Íslendinga Aðspurð segist Ásgerður ekki sjálf vera hrædd við þessar hótanir en að bregðast þurfi þó við og tryggja öryggi þiggjenda. „Við erum ekki þannig þenkjandi Íslendingar. Við bara trúum þessu ekki. En auðvitað veit maður aldrei vegna þess að maður er að sjá hitt og þetta. En það sem við þurfum að gera á næstu vikum er að breyta og vera með ákveðna daga í mánuði fyrir Íslendinga. Og þá er það alveg óháð því hvort þeir séu Íslendingar með erlendan uppruna, búnir að samlagast þjóðfélaginu, og síðan bara fæddir Íslendingar hér,“ segir Ásgerður. „Við getum ekki boðið þeim það að þeir þori ekki í raðirnar,“ segir hún.
Hjálparstarf Innflytjendamál Hælisleitendur Tengdar fréttir „Við getum talað um misskilning þegar þetta gerist bara einu sinni“ Stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi telur augljóst að Fjölskylduhjálp á Reykjanesi hafi mismunað fólki og segir framkomu þeirra bæði ólöglega og viðbjóðslega. Samtökin krefjast þess að stjórn Fjölskylduhjálpar segi af sér og aðrir með manneskjulegri nálgun taki við. 21. desember 2022 21:00 Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30 Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. 21. desember 2022 08:36 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
„Við getum talað um misskilning þegar þetta gerist bara einu sinni“ Stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi telur augljóst að Fjölskylduhjálp á Reykjanesi hafi mismunað fólki og segir framkomu þeirra bæði ólöglega og viðbjóðslega. Samtökin krefjast þess að stjórn Fjölskylduhjálpar segi af sér og aðrir með manneskjulegri nálgun taki við. 21. desember 2022 21:00
Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30
Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. 21. desember 2022 08:36