Sérdagar fyrir Íslendinga vegna hótana og yfirgangs Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. júlí 2024 08:39 Ásgerður segir hótanir hafa borist sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálpar. Vísir/Dúi Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir að Fjölskylduhjálp þurfi að vera með sérdaga þar sem matargjöfum er úthlutað til Íslendinga. Þeir veigri sér við að fara í röðina vegna hótana og yfirgangs útlendinga. Ásgerður var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun og þar sagði hún þá stöðu komna upp hjá Fjölskylduhjálp að grípa þurfti til þessara ráðstafana. Ekki sé hægt að bjóða skjólstæðingum þeirra upp á að þora ekki í röðina. „Við auglýstum að nú værum við bara með fyrir Íslendinga, og þá erum við ekkert að vanvirða útlendingana. En málið er að okkar skjólstæðingar í gegnum áratugina hafa verið Íslendingar en þetta fólk veigrar sér í dag við að fara í röðina,“ segir Ásgerður. Hótuðu ofbeldi og heimtuðu að vera fyrstir Hún segir tvo Palestínumenn hafa hótað sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálpar. „Við höfum lent í miklum vandræðum með Palestínumenn. Á þriðjudaginn þá hótuðu þeir okkur. Ég ætla að fara heim til þín og ég veit ekki hvað og hvað. Við hringdum á lögregluna og þeir voru farnir tveir, ofboðslega grimmir menn. Við erum búin að þola þetta í nokkur ár en við höfum aldrei talað um þetta. Þeir komu þegar öll röðin var og þeir heimtuðu að vera fyrstir,“ segir Ásgerður en tekur fram að það sé ekki kynþáttahatur sem búi þessu að baki. Ákveðnir dagar fyrir Íslendinga Aðspurð segist Ásgerður ekki sjálf vera hrædd við þessar hótanir en að bregðast þurfi þó við og tryggja öryggi þiggjenda. „Við erum ekki þannig þenkjandi Íslendingar. Við bara trúum þessu ekki. En auðvitað veit maður aldrei vegna þess að maður er að sjá hitt og þetta. En það sem við þurfum að gera á næstu vikum er að breyta og vera með ákveðna daga í mánuði fyrir Íslendinga. Og þá er það alveg óháð því hvort þeir séu Íslendingar með erlendan uppruna, búnir að samlagast þjóðfélaginu, og síðan bara fæddir Íslendingar hér,“ segir Ásgerður. „Við getum ekki boðið þeim það að þeir þori ekki í raðirnar,“ segir hún. Hjálparstarf Innflytjendamál Hælisleitendur Tengdar fréttir „Við getum talað um misskilning þegar þetta gerist bara einu sinni“ Stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi telur augljóst að Fjölskylduhjálp á Reykjanesi hafi mismunað fólki og segir framkomu þeirra bæði ólöglega og viðbjóðslega. Samtökin krefjast þess að stjórn Fjölskylduhjálpar segi af sér og aðrir með manneskjulegri nálgun taki við. 21. desember 2022 21:00 Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30 Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. 21. desember 2022 08:36 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Ásgerður var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun og þar sagði hún þá stöðu komna upp hjá Fjölskylduhjálp að grípa þurfti til þessara ráðstafana. Ekki sé hægt að bjóða skjólstæðingum þeirra upp á að þora ekki í röðina. „Við auglýstum að nú værum við bara með fyrir Íslendinga, og þá erum við ekkert að vanvirða útlendingana. En málið er að okkar skjólstæðingar í gegnum áratugina hafa verið Íslendingar en þetta fólk veigrar sér í dag við að fara í röðina,“ segir Ásgerður. Hótuðu ofbeldi og heimtuðu að vera fyrstir Hún segir tvo Palestínumenn hafa hótað sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálpar. „Við höfum lent í miklum vandræðum með Palestínumenn. Á þriðjudaginn þá hótuðu þeir okkur. Ég ætla að fara heim til þín og ég veit ekki hvað og hvað. Við hringdum á lögregluna og þeir voru farnir tveir, ofboðslega grimmir menn. Við erum búin að þola þetta í nokkur ár en við höfum aldrei talað um þetta. Þeir komu þegar öll röðin var og þeir heimtuðu að vera fyrstir,“ segir Ásgerður en tekur fram að það sé ekki kynþáttahatur sem búi þessu að baki. Ákveðnir dagar fyrir Íslendinga Aðspurð segist Ásgerður ekki sjálf vera hrædd við þessar hótanir en að bregðast þurfi þó við og tryggja öryggi þiggjenda. „Við erum ekki þannig þenkjandi Íslendingar. Við bara trúum þessu ekki. En auðvitað veit maður aldrei vegna þess að maður er að sjá hitt og þetta. En það sem við þurfum að gera á næstu vikum er að breyta og vera með ákveðna daga í mánuði fyrir Íslendinga. Og þá er það alveg óháð því hvort þeir séu Íslendingar með erlendan uppruna, búnir að samlagast þjóðfélaginu, og síðan bara fæddir Íslendingar hér,“ segir Ásgerður. „Við getum ekki boðið þeim það að þeir þori ekki í raðirnar,“ segir hún.
Hjálparstarf Innflytjendamál Hælisleitendur Tengdar fréttir „Við getum talað um misskilning þegar þetta gerist bara einu sinni“ Stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi telur augljóst að Fjölskylduhjálp á Reykjanesi hafi mismunað fólki og segir framkomu þeirra bæði ólöglega og viðbjóðslega. Samtökin krefjast þess að stjórn Fjölskylduhjálpar segi af sér og aðrir með manneskjulegri nálgun taki við. 21. desember 2022 21:00 Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30 Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. 21. desember 2022 08:36 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Við getum talað um misskilning þegar þetta gerist bara einu sinni“ Stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi telur augljóst að Fjölskylduhjálp á Reykjanesi hafi mismunað fólki og segir framkomu þeirra bæði ólöglega og viðbjóðslega. Samtökin krefjast þess að stjórn Fjölskylduhjálpar segi af sér og aðrir með manneskjulegri nálgun taki við. 21. desember 2022 21:00
Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30
Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. 21. desember 2022 08:36