Dinkins er öllum hnútum kunnug hér á landi eftir að spila með Keflavík tímabilið 2017-18 og svo Fjölni síðari hluta tímabils 2022-23. Einnig hefur hún spilað í Þýskalandi, Spáni, Sviss, Síle, Jórdaníu og Egyptalandi.
Dinkins varð bikarmeistari með Keflavík árið 2018.
„Það er mikið fagnaðarefni að fá þessa öflugu stelpu til liðs við okkur,“ segir í tilkynningu Njarðvíkur.