„Verður að dæmast af því hvernig við högum okkur í Evrópu í ár“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júlí 2024 23:30 Fyrirliðinn Höskuldur hefur leikið 32 Evrópuleiki og skorað í þeim 9 mörk. Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir Blika klára í bátana fyrir leik kvöldsins í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar komust 2-0 yfir ytra gegn Tikvesh frá Makedóníu en misstu leikinn niður í 3-2 tap. Breiðablik mætir Tikvesh í síðari leik liðanna annað kvöld, fimmtudag. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og er jafnframt sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Það var algjör óþarfi að missa þetta forskot, vorum búnir að spila flottan leik framan af. Bregðumst ekki vel við þegar við fáum þetta fyrsta högg, sem var þetta mark. Missum tökin og frumkvæðið í þeim leik,“ sagði Höskuldur um fyrri leik liðanna. „Það er lærdómur fyrir þennan leik, meðvitaðir um að þetta er fínt lið sem getur refsað, góðir í skyndisóknum og með ákveðin einstaklingsgæði,“ bætti hann við áður en hann ræddi leik liðanna sem fram fer annað kvöld. „Fyrst og fremst þá erum við á Kópavogsvelli, ætlum að taka frumkvæðið og hafa tök á leiknum frá fyrstu mínútu. Viljum spila af þessari ákefð sem við getum skrúfað upp hér á Kópavogsvelli og lið ráða illa við.“ Breiðablik er mjög reynt lið þegar kemur að Evrópukeppnum og komst alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Hvernig nýtist það liðinu og leikmönnum þess? „Það verður að dæmast af því hvernig við högum okkur í Evrópu í ár. Væri svekkjandi að tala um reynslu og ætla að nýta hana en detta út í fyrstu umferð.“ „Staðan er sú að við erum undir í þessu einvígi en erum með sjálftraust og fullvissir um það að við getum klárað einvígið í 90 mínútum hér á Kópavogsvelli. Auðvitað skiptir reynslan máli ef þú beitir henni rétt, það verður ekkert auðveldara þó sért reynslumeiri. Veist bara að allir leikir eru drulluerfiðir í þessum Evrópuverkefnum og það er öðruvísi spennustig.“ „Það er líka þannig hinum megin, þurfum fyrst og fremst að beisla spennustigið og ásetja okkur að keyra yfir þá.“ Klippa: „Verður að dæmast af því hvernig við högum okkur í Evrópu í ár“ Hvernig getur Breiðablik unnið leik morgundagsins? „Bæði með því að reyna halda heilum 90 mínútum – eins mikið og maður getur – af þeim tökum og yfirburðum sem við höfðum í raun og veru, og hafa stjórn. Í öllum leikjum þá koma slæm augnablik og „mómentum“ breytist, þurfum að vera betri í að láta það ekki hafa slæm áhrif á okkur.“ „Þetta voru níu mínútur í síðasta leik, það var nóg fyrir þá til að komast í 3-2. Höfum verið flottir í því, sérstaklega í Evrópu, að komast í gegnum kafla þegar það blæs á móti. Blanda af því að sýna heilsteyptari frammistöðu í 90 mínútur og stöðva slæma kaflann,“ sagði Höskuldur að endingu. Leikur morgundagsins hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira
Breiðablik mætir Tikvesh í síðari leik liðanna annað kvöld, fimmtudag. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og er jafnframt sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Það var algjör óþarfi að missa þetta forskot, vorum búnir að spila flottan leik framan af. Bregðumst ekki vel við þegar við fáum þetta fyrsta högg, sem var þetta mark. Missum tökin og frumkvæðið í þeim leik,“ sagði Höskuldur um fyrri leik liðanna. „Það er lærdómur fyrir þennan leik, meðvitaðir um að þetta er fínt lið sem getur refsað, góðir í skyndisóknum og með ákveðin einstaklingsgæði,“ bætti hann við áður en hann ræddi leik liðanna sem fram fer annað kvöld. „Fyrst og fremst þá erum við á Kópavogsvelli, ætlum að taka frumkvæðið og hafa tök á leiknum frá fyrstu mínútu. Viljum spila af þessari ákefð sem við getum skrúfað upp hér á Kópavogsvelli og lið ráða illa við.“ Breiðablik er mjög reynt lið þegar kemur að Evrópukeppnum og komst alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Hvernig nýtist það liðinu og leikmönnum þess? „Það verður að dæmast af því hvernig við högum okkur í Evrópu í ár. Væri svekkjandi að tala um reynslu og ætla að nýta hana en detta út í fyrstu umferð.“ „Staðan er sú að við erum undir í þessu einvígi en erum með sjálftraust og fullvissir um það að við getum klárað einvígið í 90 mínútum hér á Kópavogsvelli. Auðvitað skiptir reynslan máli ef þú beitir henni rétt, það verður ekkert auðveldara þó sért reynslumeiri. Veist bara að allir leikir eru drulluerfiðir í þessum Evrópuverkefnum og það er öðruvísi spennustig.“ „Það er líka þannig hinum megin, þurfum fyrst og fremst að beisla spennustigið og ásetja okkur að keyra yfir þá.“ Klippa: „Verður að dæmast af því hvernig við högum okkur í Evrópu í ár“ Hvernig getur Breiðablik unnið leik morgundagsins? „Bæði með því að reyna halda heilum 90 mínútum – eins mikið og maður getur – af þeim tökum og yfirburðum sem við höfðum í raun og veru, og hafa stjórn. Í öllum leikjum þá koma slæm augnablik og „mómentum“ breytist, þurfum að vera betri í að láta það ekki hafa slæm áhrif á okkur.“ „Þetta voru níu mínútur í síðasta leik, það var nóg fyrir þá til að komast í 3-2. Höfum verið flottir í því, sérstaklega í Evrópu, að komast í gegnum kafla þegar það blæs á móti. Blanda af því að sýna heilsteyptari frammistöðu í 90 mínútur og stöðva slæma kaflann,“ sagði Höskuldur að endingu. Leikur morgundagsins hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Sjá meira