Fjöldi smitaðra af Covid kallar á aðgerðir Árni Sæberg skrifar 16. júlí 2024 12:51 Fjöldi hefur greinst smitaður á Landspítala undanfarið. Vísir/Vilhelm Talsverð fölgun smitaðra af Covid í samfélaginu og á Landspítala kallar á aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu þeirra. Þetta segir í tilkynningu frá farsóttanefnd og sýkingavarnadeild Landspítala. Þar segir að að undanförnu hafi Covid skotið upp kollinum á átta deildum Landspítala og breiðist hratt út á nokkrum þeirra. 32 í einangrun Sjúklingar hafi smitast og verið einangraðir samkvæmt verklagsreglum þar um, en einnig sé talsvert um að starfsfólk smitist og sé frá vinnu, jafnvel í marga daga. Nú að morgni 16. júlí séu 32 sjúklingar í einangrun vegna Covid á Landspítala í þremur húsum, Landakoti, Hringbraut og Fossvogi. Þetta sé þriðja sumarið sem bylgja Covid-sýkinga herji á landsmenn. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir í samtali við fréttastofu að sjúklingarnir 32 séu ekki alvarlega veikir vegna veirunnar. Vert sé að árétta að sjúklingar með veirusýkingar í öndunarfærum og einkenni af þeim séu alltaf einangraðir frá öðrum hvort sem um sé að ræða inflúensu, RS veiru eða Covid. Ávallt sé viðhöfð grundvallarsmitgát í öllum sjúklingasamskiptum en nú sé nauðsynlegt að grípa til frekari aðgerða, sem hafi reynst vel í fyrri Covid-bylgjum. Á Landspítala muni eftirfarandi aðgerðir taka gildi að morgni 17. júlí kl. 8: Grímuskylda í öllum sjúklingasamskiptum. Þá gildir að starfsfólk ber grímu í samskiptum við inniliggjandi sjúklinga. Þeir sem koma á göngudeildir skulu bera grímu og einnig er öllum heimsóknargestum og öðrum utanaðkomandi aðilum skylt að bera grímu. Starfsfólk þarf ekki að bera grímu í starfsmannarýmum nema það sé með einkenni sem gætu bent til öndunarfærasýkingar. Handhreinsun: Öllum er skylt að hreinsa hendur enda er það einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að rjúfa smitleiðir. Heimsóknatakmarkanir: Heimsóknartími verður styttur og verður nú frá 17-19 virka daga og frá 15-18 um helgar. Mælst er til að börn undir 12 ára aldri komi ekki í heimsókn og að ekki komi fleiri en tveir í einu til hvers sjúklings. Eins og áður er alltaf tekið tillit til aðstæðna og undanþágur gefnar (vaktstjóri á deild) en þetta er meginlínan. Þegar faraldur er á deild sé heimilt að loka alveg fyrir heimsóknir tímabundið en deildir hafi þó áfram þann möguleika að gefa undanþágur. Þessar reglur taki gildi miðvikudaginn 17. júlí kl. 8 og verði endurskoðaðar mánudaginn 21. júlí á fundi farsóttanefndar og sýkingavarnadeildar. „Við væntum góðrar samvinnu við alla hlutaðeigandi. Það er mikið í húfi og aðeins með samstilltu átaki náum við árangri.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá farsóttanefnd og sýkingavarnadeild Landspítala. Þar segir að að undanförnu hafi Covid skotið upp kollinum á átta deildum Landspítala og breiðist hratt út á nokkrum þeirra. 32 í einangrun Sjúklingar hafi smitast og verið einangraðir samkvæmt verklagsreglum þar um, en einnig sé talsvert um að starfsfólk smitist og sé frá vinnu, jafnvel í marga daga. Nú að morgni 16. júlí séu 32 sjúklingar í einangrun vegna Covid á Landspítala í þremur húsum, Landakoti, Hringbraut og Fossvogi. Þetta sé þriðja sumarið sem bylgja Covid-sýkinga herji á landsmenn. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segir í samtali við fréttastofu að sjúklingarnir 32 séu ekki alvarlega veikir vegna veirunnar. Vert sé að árétta að sjúklingar með veirusýkingar í öndunarfærum og einkenni af þeim séu alltaf einangraðir frá öðrum hvort sem um sé að ræða inflúensu, RS veiru eða Covid. Ávallt sé viðhöfð grundvallarsmitgát í öllum sjúklingasamskiptum en nú sé nauðsynlegt að grípa til frekari aðgerða, sem hafi reynst vel í fyrri Covid-bylgjum. Á Landspítala muni eftirfarandi aðgerðir taka gildi að morgni 17. júlí kl. 8: Grímuskylda í öllum sjúklingasamskiptum. Þá gildir að starfsfólk ber grímu í samskiptum við inniliggjandi sjúklinga. Þeir sem koma á göngudeildir skulu bera grímu og einnig er öllum heimsóknargestum og öðrum utanaðkomandi aðilum skylt að bera grímu. Starfsfólk þarf ekki að bera grímu í starfsmannarýmum nema það sé með einkenni sem gætu bent til öndunarfærasýkingar. Handhreinsun: Öllum er skylt að hreinsa hendur enda er það einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að rjúfa smitleiðir. Heimsóknatakmarkanir: Heimsóknartími verður styttur og verður nú frá 17-19 virka daga og frá 15-18 um helgar. Mælst er til að börn undir 12 ára aldri komi ekki í heimsókn og að ekki komi fleiri en tveir í einu til hvers sjúklings. Eins og áður er alltaf tekið tillit til aðstæðna og undanþágur gefnar (vaktstjóri á deild) en þetta er meginlínan. Þegar faraldur er á deild sé heimilt að loka alveg fyrir heimsóknir tímabundið en deildir hafi þó áfram þann möguleika að gefa undanþágur. Þessar reglur taki gildi miðvikudaginn 17. júlí kl. 8 og verði endurskoðaðar mánudaginn 21. júlí á fundi farsóttanefndar og sýkingavarnadeildar. „Við væntum góðrar samvinnu við alla hlutaðeigandi. Það er mikið í húfi og aðeins með samstilltu átaki náum við árangri.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira