Dregið var í 1. og 2. umferð keppninnar rétt í þessu, en Haukar voru eina íslenska liðið í pottinum. Valur og FH verða í pottinum þegar dregið verður í Evrópudeildina síðar í dag.
Haukar, sem höfnuðu í fimmta sæti Olís-deildar karla á síðasta tímabili og féllu úr leik í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar, sluppu við 1. umferð Evrópubikarsins og fara beint í 64-liða úrslit.
Haukar munu því halda uppi heiðri íslenskra liða í keppninni, sem Valsmenn unnu á síðasta tímabili. Haukar mæta finnska liðinu HC Cocks í 64-liða úrslitum, en fyrri leikur liðanna ætti að fara fram á heimavelli Hauka.
Fyrri leikur Hauka og HC Cocks verður spilaður annað hvort 19. eða 20. október og sá síðari fer fram annað hvort 26. eða 27. október.