„Biden á langa sögu af mismælum“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 23:48 Vísir/Vilhelm Joe Biden forseti Bandaríkjanna sýndi að hann hefur góða þekkingu og innsýn í utanríkis- og varnarmál á blaðamannafundinum sem hann hélt í gær. Þetta er mat Friðjóns Friðjónssonar, borgarfulltrúa og áhugamanns um bandarísk stjórnmál, sem var álitsgjafi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ætli Biden sér að vinna kosningarnar þurfi hann hins vegar að standa sig vel í öðrum málum. Hann segir Biden eiga langa sögu af mismælum, en nú sé auðvelt fyrir andstæðinga að nota mismælin gegn honum. Friðjón segir að Biden hafi svarað spurningum blaðamanna í gær vel, hvað málefni eins og utanríkis- og varnarmál varðar. Vandinn sé hins vegar að þau mál vinni ekki kosningar. „Kjósendur hugsa miklu meira um mál sem standa þeim nærri. Veskið og hvernig farnast foreldrum og börnum og svoleiðis,“ segir Friðjón. Ef Biden ætli sér að vinna kosningarnar þurfi hann að standa sig vel í öðrum málum. Friðjón segir Biden hafa svarað spurningum blaðamanna vel í gær. Hann hafi sýnt fram á góða þekkingu í utanríkis- og varnarmálum.EPA Kallaði Obama „Barack America“ Friðjón segir Biden eiga langa sögu af mismælum. „Fyrir sextán árum þegar hann og Barack Obama voru í framboði, þá kallaði hann Barack Obama „Barack America.“ Þannig þetta hefur svosem gerst áður,“ segir Friðjón. Vandinn sé hins vegar sá að eftir kappræðurnar í síðasta mánuði, séu komnar svo miklu dýpri og erfiðari spurningar um getu hans til að sinna starfinu. „Ekki bara núna, heldur hvernig verður það eftir fjögur og hálft ár, þegar hann lætur af embætti?“ segir Friðjón. Biden þurfi að láta kosningabaráttuna snúast um Trump Friðjón segir að Biden þurfi að vera ótrúlega heppinn og eiga fullkomna kosningabaráttu til að eiga möguleika á því að vinna kosningarnar. Þar að auki þyrfti Trump helst að lenda í meiriháttar vandræðum. „Líkurnar á því að Biden vinni eru afar litlar. Bandarískir kjósendur treysta honum ekki,“ segir Friðjón. „Trump ætlar að láta þessar kosningar snúast aldur og heilsufar Biden. Ef Demókratar ætla að vinna þurfa þeir að láta þessar kosningar snúast um Trump og hvernig hann var sem forseti, þá óreiðu og vandræði sem voru þá í gangi,“ segir Friðjón. Flestir ráðherrar úr ríkisstjórn Trumps styðji hann ekki núna og vari við honum. Hann telur að Biden ætli að láta tímann líða þannig að demókrataflokkurinn sitji uppi með hann sem frambjóðanda. „En ef þrýstingurinn vex og fleiri þungavigtarmenn koma fram í demókrataflokknum, þeim mun erfiðara verður fyrir hann að halda áfram. Þá mun Harris að öllum líkindum taka við,“ segir Friðjón. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Sjá meira
Friðjón segir að Biden hafi svarað spurningum blaðamanna í gær vel, hvað málefni eins og utanríkis- og varnarmál varðar. Vandinn sé hins vegar að þau mál vinni ekki kosningar. „Kjósendur hugsa miklu meira um mál sem standa þeim nærri. Veskið og hvernig farnast foreldrum og börnum og svoleiðis,“ segir Friðjón. Ef Biden ætli sér að vinna kosningarnar þurfi hann að standa sig vel í öðrum málum. Friðjón segir Biden hafa svarað spurningum blaðamanna vel í gær. Hann hafi sýnt fram á góða þekkingu í utanríkis- og varnarmálum.EPA Kallaði Obama „Barack America“ Friðjón segir Biden eiga langa sögu af mismælum. „Fyrir sextán árum þegar hann og Barack Obama voru í framboði, þá kallaði hann Barack Obama „Barack America.“ Þannig þetta hefur svosem gerst áður,“ segir Friðjón. Vandinn sé hins vegar sá að eftir kappræðurnar í síðasta mánuði, séu komnar svo miklu dýpri og erfiðari spurningar um getu hans til að sinna starfinu. „Ekki bara núna, heldur hvernig verður það eftir fjögur og hálft ár, þegar hann lætur af embætti?“ segir Friðjón. Biden þurfi að láta kosningabaráttuna snúast um Trump Friðjón segir að Biden þurfi að vera ótrúlega heppinn og eiga fullkomna kosningabaráttu til að eiga möguleika á því að vinna kosningarnar. Þar að auki þyrfti Trump helst að lenda í meiriháttar vandræðum. „Líkurnar á því að Biden vinni eru afar litlar. Bandarískir kjósendur treysta honum ekki,“ segir Friðjón. „Trump ætlar að láta þessar kosningar snúast aldur og heilsufar Biden. Ef Demókratar ætla að vinna þurfa þeir að láta þessar kosningar snúast um Trump og hvernig hann var sem forseti, þá óreiðu og vandræði sem voru þá í gangi,“ segir Friðjón. Flestir ráðherrar úr ríkisstjórn Trumps styðji hann ekki núna og vari við honum. Hann telur að Biden ætli að láta tímann líða þannig að demókrataflokkurinn sitji uppi með hann sem frambjóðanda. „En ef þrýstingurinn vex og fleiri þungavigtarmenn koma fram í demókrataflokknum, þeim mun erfiðara verður fyrir hann að halda áfram. Þá mun Harris að öllum líkindum taka við,“ segir Friðjón.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Fleiri fréttir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Sjá meira