„Appelsínugula hjartað mitt brotnaði“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júlí 2024 15:00 Wiegman sat fyrir svörum í morgun. Getty Karina Wiegman, hollenskur þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta, var á báðum áttum eftir sigur Englands á Hollandi í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í gær. Wiegman sat fyrir svörum á blaðamannafundi í morgun en lið hennar, England, á fyrir höndum leik við Írland í undankeppni EM 2025 annað kvöld. Hún hafði látið hafa eftir sér í aðdraganda leiks gærkvöldsins að hún myndi gleðjast sama hvernig færi milli Englands og heimaþjóðarinnar Hollands. Það var aðeins annað hljóð í Wiegman á fundinum í dag. „Viltu pólitíska svarið?“ spurði Wiegman létt þegar hún var spurð út í tilfinningar sínar þegar Ollie Watkins skoraði sigurmark Englands á 90. mínútu í gær. Sarina Wiegman’s “orange heart hurt” 🧡#BBCEuros #Euro2024 pic.twitter.com/kkCWhORgaU— BBC Sport (@BBCSport) July 11, 2024 „Ef ég er alveg hreinskilin, þá óska ég Gareth (Southgate) og liðinu alls hins besta. Ég þekki svo margt fólk í kringum liðið, sem eru auðvitað samstarfsfólk mitt,“ „En þetta var dálítið sárt. Appelsínugula hjartað mitt brotnaði,“ sagði Wiegman á fundi í dag og vísaði þar í appelsínugulan einkennislit hollenska liðsins. Karlalandslið Englands mætir Spáni í úrslitum Evrópumótsins í Berlín á sunnudagskvöldið. Kvennalandsliðið mætir Írlandi í fimmta leik undankeppninnar fyrir EM á næsta ári annað kvöld. Leikurinn er afar mikilvægur fyrir England en liðið er með sjö stig í þriðja sæti riðilsins, jafnt Svíþjóð að stigum, sem er sæti ofar og tveimur á eftir Frökkum sem leiða með níu stig. Aðeins tvö þessara þriggja liða fara á EM. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi EM í Sviss 2025 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Wiegman sat fyrir svörum á blaðamannafundi í morgun en lið hennar, England, á fyrir höndum leik við Írland í undankeppni EM 2025 annað kvöld. Hún hafði látið hafa eftir sér í aðdraganda leiks gærkvöldsins að hún myndi gleðjast sama hvernig færi milli Englands og heimaþjóðarinnar Hollands. Það var aðeins annað hljóð í Wiegman á fundinum í dag. „Viltu pólitíska svarið?“ spurði Wiegman létt þegar hún var spurð út í tilfinningar sínar þegar Ollie Watkins skoraði sigurmark Englands á 90. mínútu í gær. Sarina Wiegman’s “orange heart hurt” 🧡#BBCEuros #Euro2024 pic.twitter.com/kkCWhORgaU— BBC Sport (@BBCSport) July 11, 2024 „Ef ég er alveg hreinskilin, þá óska ég Gareth (Southgate) og liðinu alls hins besta. Ég þekki svo margt fólk í kringum liðið, sem eru auðvitað samstarfsfólk mitt,“ „En þetta var dálítið sárt. Appelsínugula hjartað mitt brotnaði,“ sagði Wiegman á fundi í dag og vísaði þar í appelsínugulan einkennislit hollenska liðsins. Karlalandslið Englands mætir Spáni í úrslitum Evrópumótsins í Berlín á sunnudagskvöldið. Kvennalandsliðið mætir Írlandi í fimmta leik undankeppninnar fyrir EM á næsta ári annað kvöld. Leikurinn er afar mikilvægur fyrir England en liðið er með sjö stig í þriðja sæti riðilsins, jafnt Svíþjóð að stigum, sem er sæti ofar og tveimur á eftir Frökkum sem leiða með níu stig. Aðeins tvö þessara þriggja liða fara á EM.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi EM í Sviss 2025 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira