„Ekki segja þjálfaranum það“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júlí 2024 08:30 Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar. Vísir/Einar Hilmar Árni Halldórsson segir mikla spennu á meðal Stjörnumanna fyrir leik kvöldsins við Linfield í Sambandsdeildinni í fótbolta. Leikmenn hafa verið í yfirvinnu að fara yfir greiningarvinnu þjálfarans. „Það er gríðarleg tilhlökkun. Þetta er öðruvísi verkefni, það er ótrúlega gaman að takast á við lið sem eru með öðruvísi stíl, kúltúr, Evrópukvöldin verða öðruvísi inni á vellinum. Við erum ótrúlega spenntir,“ segir Hilmar um leik kvöldsins en hvernig er þá stíll og kúltúr þessa andstæðings? „Þetta er breskt lið. Þeir eru aggressívir, massívir og vilja fara í krossana. Við erum búnir að fara yfir það og eigum von á öflugu liði.“ Klippa: „Ég var ekkert að grínast með það“ Heimavinnan ekkert grín Á blaðamannafundi í gær nefndi Hilmar að Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, hefði farið í djúpa greiningarvinnu á norður-írska liðinu. Leikmenn hafi fengið mikla heimavinnu. „Ég var ekkert að grínast með það að ég held að þetta hafi verið 300 klippur. Við áttum bara að sigta í gegnum þær, hver og einn,“ segir Hilmar. Fór hann yfir allar 300? „Ég tók örugglega svona 150 eða eitthvað. Ekki segja þjálfaranum það,“ segir Hilmar og hlær. Heimaleikurinn kemur ekki aftur Búast má við því að Stjörnumenn verði töluvert meira með boltann í leiknum og að þeir bresku setjist aftar. Garðbæingar sækja því til sigurs. „Það á að vera aggressívir. Mín reynsla af þessum heimi er að þú færð heimaleikinn ekki aftur. Þeir munu mögulega koma til með að verða sáttir við jafntefli á morgun. Við ætlum að sækja sigur,“ segir Hilmar. Markalaust jafntefli Víkings við Shamrock Rovers í fyrrakvöld, þar sem þeir síðarnefndu pökkuðu í vörn, sé víti til varnaðar. „Klárlega. Víkingarnir reyndu hvað þeir gátu en það er erfitt þegar lið gera þetta. Mögulega mætum við svipuðu á morgun svo við verðum að vera aggressívir,“ segir Hilmar Árni. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Stjarnan og Linfield eigast við klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Tveir aðrir leikir íslenskra liða í Sambandsdeildinni eru á dagskrá. Breiðablik mætir Tikvesh frá Norður-Makedóníu klukkan 18:30 á Stöð 2 Besta deildin 2. Valur mætir Vllaznia frá Albaníu á Hlíðarenda. Sá leikur klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stjarnan Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
„Það er gríðarleg tilhlökkun. Þetta er öðruvísi verkefni, það er ótrúlega gaman að takast á við lið sem eru með öðruvísi stíl, kúltúr, Evrópukvöldin verða öðruvísi inni á vellinum. Við erum ótrúlega spenntir,“ segir Hilmar um leik kvöldsins en hvernig er þá stíll og kúltúr þessa andstæðings? „Þetta er breskt lið. Þeir eru aggressívir, massívir og vilja fara í krossana. Við erum búnir að fara yfir það og eigum von á öflugu liði.“ Klippa: „Ég var ekkert að grínast með það“ Heimavinnan ekkert grín Á blaðamannafundi í gær nefndi Hilmar að Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, hefði farið í djúpa greiningarvinnu á norður-írska liðinu. Leikmenn hafi fengið mikla heimavinnu. „Ég var ekkert að grínast með það að ég held að þetta hafi verið 300 klippur. Við áttum bara að sigta í gegnum þær, hver og einn,“ segir Hilmar. Fór hann yfir allar 300? „Ég tók örugglega svona 150 eða eitthvað. Ekki segja þjálfaranum það,“ segir Hilmar og hlær. Heimaleikurinn kemur ekki aftur Búast má við því að Stjörnumenn verði töluvert meira með boltann í leiknum og að þeir bresku setjist aftar. Garðbæingar sækja því til sigurs. „Það á að vera aggressívir. Mín reynsla af þessum heimi er að þú færð heimaleikinn ekki aftur. Þeir munu mögulega koma til með að verða sáttir við jafntefli á morgun. Við ætlum að sækja sigur,“ segir Hilmar. Markalaust jafntefli Víkings við Shamrock Rovers í fyrrakvöld, þar sem þeir síðarnefndu pökkuðu í vörn, sé víti til varnaðar. „Klárlega. Víkingarnir reyndu hvað þeir gátu en það er erfitt þegar lið gera þetta. Mögulega mætum við svipuðu á morgun svo við verðum að vera aggressívir,“ segir Hilmar Árni. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Stjarnan og Linfield eigast við klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Tveir aðrir leikir íslenskra liða í Sambandsdeildinni eru á dagskrá. Breiðablik mætir Tikvesh frá Norður-Makedóníu klukkan 18:30 á Stöð 2 Besta deildin 2. Valur mætir Vllaznia frá Albaníu á Hlíðarenda. Sá leikur klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport.
Stjarnan Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira