„Sannfærð um að þessi samningur lyfti körfuboltanum enn meira upp“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2024 09:37 Valur er Íslandsmeistari karla í körfubolta. Tekst Valsmönnum að vinna Bónus-deildina á næsta tímabili? vísir/anton Mikil ánægja ríkir hjá Körfuknattleikssambandi Íslands með nýja samninginn við Bónus. Efstu deildir karla og kvenna munu bera nafn Bónus næstu þrjú árin hið minnsta. „Þetta er samningur á svipuðum grunni og hefur verið við nafnarétthafa undanfarin ár. Það er mikið ánægjuefni að fá Bónus í lið með okkur. Að sama skapi þökkum við Subway fyrir gott og skemmtilegt samstarf undanfarin ár. Það er mikil eftirvænting eftir þessum nýja samningi,“ sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi í morgun. „Þeir koma líka inn í afreks- og landsliðsstarfið eins og þeir sem hafa verið með nafnaréttinn. Það er bara mikil eftirvænting hjá okkur fyrir þessu nýja samstarfi. Þetta hefur verið í vinnslu í nokkra mánuði og það er virkilega gaman að segja frá þessu og opinbera þetta; að við fáum að spila í Bónus-deildunum næstu árin.“ Eins og Hannes segir mun Bónus styðja við landsliðs- og afreksstarf KKÍ og koma inn af enn meiri krafti þar en áður hefur verið gert. „Já, þeir koma meira inn almennt í landsliðs- og afreksstarfið en þeir sem hafa verið með nafnaréttinn hafa áður gert,“ sagði Hannes. Að hans sögn er samningur KKÍ við Bónus til þriggja ára en vonast er til að samstarfið verði enn lengra. „Það hefur verið mjög gaman að taka þátt í þeirri vinnu sem hefur verið hjá okkur undanfarnar vikur. Svona samningar taka langan tíma og ýmsar pælingar sem eru í gangi. Ég held að það verði ýmislegt nýtt og skemmtilegt sem körfuboltafólk og landsmenn allir eiga eftir að sjá á næstu árum. Bónusdeildirnar verða stór og skemmtilegur þáttur í starfi KKÍ. Við erum mjög ánægð og sannfærð um að þessi samningur lyfti körfuboltanum enn meira upp,“ sagði Hannes. En er þetta stærsti samningur sem KKÍ hefur gert? „Já, við getum alveg sagt það, að þetta sé stærsti samningur sem KKÍ hefur gert; þar sem hann er víðtækur og tekur á heildarstarfi sambandsins,“ svaraði framkvæmdastjórinn. Subway-deild karla Subway-deild kvenna KKÍ Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
„Þetta er samningur á svipuðum grunni og hefur verið við nafnarétthafa undanfarin ár. Það er mikið ánægjuefni að fá Bónus í lið með okkur. Að sama skapi þökkum við Subway fyrir gott og skemmtilegt samstarf undanfarin ár. Það er mikil eftirvænting eftir þessum nýja samningi,“ sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi í morgun. „Þeir koma líka inn í afreks- og landsliðsstarfið eins og þeir sem hafa verið með nafnaréttinn. Það er bara mikil eftirvænting hjá okkur fyrir þessu nýja samstarfi. Þetta hefur verið í vinnslu í nokkra mánuði og það er virkilega gaman að segja frá þessu og opinbera þetta; að við fáum að spila í Bónus-deildunum næstu árin.“ Eins og Hannes segir mun Bónus styðja við landsliðs- og afreksstarf KKÍ og koma inn af enn meiri krafti þar en áður hefur verið gert. „Já, þeir koma meira inn almennt í landsliðs- og afreksstarfið en þeir sem hafa verið með nafnaréttinn hafa áður gert,“ sagði Hannes. Að hans sögn er samningur KKÍ við Bónus til þriggja ára en vonast er til að samstarfið verði enn lengra. „Það hefur verið mjög gaman að taka þátt í þeirri vinnu sem hefur verið hjá okkur undanfarnar vikur. Svona samningar taka langan tíma og ýmsar pælingar sem eru í gangi. Ég held að það verði ýmislegt nýtt og skemmtilegt sem körfuboltafólk og landsmenn allir eiga eftir að sjá á næstu árum. Bónusdeildirnar verða stór og skemmtilegur þáttur í starfi KKÍ. Við erum mjög ánægð og sannfærð um að þessi samningur lyfti körfuboltanum enn meira upp,“ sagði Hannes. En er þetta stærsti samningur sem KKÍ hefur gert? „Já, við getum alveg sagt það, að þetta sé stærsti samningur sem KKÍ hefur gert; þar sem hann er víðtækur og tekur á heildarstarfi sambandsins,“ svaraði framkvæmdastjórinn.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna KKÍ Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti