Elísabet aðeins einu sæti frá Ólympíuleikunum: „Virkilega svekkjandi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2024 07:31 Elísabet Rut Rúnarsdóttir varð í fimmtánda sæti á Evrópumótinu í Róm en hún keppti þar stuttu eftir langt ferðalag frá Bandaríkjunum. @elisabet0 Sleggjukastarinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir átti frábært tímabil en því miður hennar vegna þá endaði tímabilið í byrjun júlí en ekki á Ólympíuleikunum í París í ágúst. Í vikunni varð það nefnilega endanlega ljóst að Elísabet væri ekki ein af þeim Íslendingum sem fá að keppa á Ólympíuleikunum í París. „Frábært tímabil heilt yfir en það er virkilega svekkjandi að vera aðeins einu sæti frá Ólympíuleikunum,“ skrifaði Elísabet Rut. Það er hægt að taka undir það að þetta var frábært tímabil en hún bætti Íslandsmetið þrisvar sinnum og varð fyrsta íslenska konan til að kasta sleggjunni yfir sjötíu metra. Lengsta kastið og núverandi Íslandsmet er 70,47 metra kast í byrjun júnímánaðar. „Það er súrsætt að vera svona ofboðslega nálægt því að upplifa drauminn um að keppa á Ólympíuleikunum,“ skrifaði Elísabet. Hún er bara 22 ára gömul og fær vonandi tækifæri til að keppa á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. „Ég er svo stolt af þeirri miklu vinnu sem ég lagði á mig á öllu þessu tímabili. Ég er um leið sorgmædd yfir því að það dugði ekki,“ skrifaði Elísabet. Hún gerði frábæra hluti í keppni bandarísku háskólanna þar sem hún varð háskólameistari NCAA í byrjun júní. Elísabet setti Íslandsmetið þegar hún tryggði sér sigurinn. „Núna er kominn tími á að hvíla sig og byrja síðan aftur á fullu,“ skrifaði Elísabet eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Rut Rúnarsdóttir (@elisabet0) Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir George Russell á ráspól í Singapúr FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Sjá meira
Í vikunni varð það nefnilega endanlega ljóst að Elísabet væri ekki ein af þeim Íslendingum sem fá að keppa á Ólympíuleikunum í París. „Frábært tímabil heilt yfir en það er virkilega svekkjandi að vera aðeins einu sæti frá Ólympíuleikunum,“ skrifaði Elísabet Rut. Það er hægt að taka undir það að þetta var frábært tímabil en hún bætti Íslandsmetið þrisvar sinnum og varð fyrsta íslenska konan til að kasta sleggjunni yfir sjötíu metra. Lengsta kastið og núverandi Íslandsmet er 70,47 metra kast í byrjun júnímánaðar. „Það er súrsætt að vera svona ofboðslega nálægt því að upplifa drauminn um að keppa á Ólympíuleikunum,“ skrifaði Elísabet. Hún er bara 22 ára gömul og fær vonandi tækifæri til að keppa á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. „Ég er svo stolt af þeirri miklu vinnu sem ég lagði á mig á öllu þessu tímabili. Ég er um leið sorgmædd yfir því að það dugði ekki,“ skrifaði Elísabet. Hún gerði frábæra hluti í keppni bandarísku háskólanna þar sem hún varð háskólameistari NCAA í byrjun júní. Elísabet setti Íslandsmetið þegar hún tryggði sér sigurinn. „Núna er kominn tími á að hvíla sig og byrja síðan aftur á fullu,“ skrifaði Elísabet eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Rut Rúnarsdóttir (@elisabet0)
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir George Russell á ráspól í Singapúr FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Sjá meira