Ráðherra beitir sér ekki og eftirlitið í öngum sínum Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. júlí 2024 13:57 Páll Gunnar er ekki ánægður með aðgerðaleysi Bjarkeyjar. Vísir Matvælaráðherra ætlar ekki að beita sér fyrir breytingum á undanþáguheimildum í búvörulögum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins gagnrýnir ráðherra og atvinnuveganefnd og segir vinnubrögðin óforsvaranleg. Um helgina var greint frá kaupum Kaupfélags Skagfirðinga á kjötvinnslufyrirtækinu Kjarnafæði Norðlenska. Kaupin fara í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins vegna nýs ákvæðis í umdeildum búvörulögum sem voru samþykkt í mars á þessu ári. Samkeppniseftirlitið telur að við breytingar atvinnuveganefndar á lögunum hafi málið ekki verið skoðað í þaula og hver möguleg áhrif þeirra væru. Eftirlitið skoraði á matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, að beita sér hið fyrsta fyrir breytingum á undanþáguheimildunum. Það ætlar Bjarkey hins vegar ekki að gera. Óttast ekki hærra verð „Markmið laganna er að skila þessu, betra afurðaverði til bænda og verði til neytenda. Það er núna þá okkar, hins opinbera, að fylgja því eftir að þau markmið nái fram að ganga,“ segir Bjarkey í samtali við fréttastofu. Hún óttast ekki að kaupin leiði til hærra verðs til neytenda. „Ég trúi því líka að bæði neytendur og bændur láti í sér heyra ef þau koma illa út úr þessu.“ Vonbrigði að ráðherra beiti sér ekki Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir það vonbrigði að ráðherra vilji ekki beita sér fyrir breytingum. „Það er allt sem mælir með því að taka þetta upp til skoðunar á haustþingi og í raun og veru óhjákvæmilegt.“ Alvarlegt sé að samrunaákvæði samkeppnislaga sé tekið úr sambandi. „Það er augljóslega mjög alvarlegt. Að við séum komin á þennan stað, án þess að það hafi verið reistar neinar varnir í staðinn. Hvorki fyrir bændur né neytendur. Eftir því sem við best vitum þá fengu engir að koma að mótun á þessu breytta frumvarpi á vettvangi atvinnuveganefndar, aðrir en lögmaður KS og Samtaka kjötafurðastöðva.“ Matvælaframleiðsla Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landbúnaður Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Um helgina var greint frá kaupum Kaupfélags Skagfirðinga á kjötvinnslufyrirtækinu Kjarnafæði Norðlenska. Kaupin fara í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins vegna nýs ákvæðis í umdeildum búvörulögum sem voru samþykkt í mars á þessu ári. Samkeppniseftirlitið telur að við breytingar atvinnuveganefndar á lögunum hafi málið ekki verið skoðað í þaula og hver möguleg áhrif þeirra væru. Eftirlitið skoraði á matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, að beita sér hið fyrsta fyrir breytingum á undanþáguheimildunum. Það ætlar Bjarkey hins vegar ekki að gera. Óttast ekki hærra verð „Markmið laganna er að skila þessu, betra afurðaverði til bænda og verði til neytenda. Það er núna þá okkar, hins opinbera, að fylgja því eftir að þau markmið nái fram að ganga,“ segir Bjarkey í samtali við fréttastofu. Hún óttast ekki að kaupin leiði til hærra verðs til neytenda. „Ég trúi því líka að bæði neytendur og bændur láti í sér heyra ef þau koma illa út úr þessu.“ Vonbrigði að ráðherra beiti sér ekki Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir það vonbrigði að ráðherra vilji ekki beita sér fyrir breytingum. „Það er allt sem mælir með því að taka þetta upp til skoðunar á haustþingi og í raun og veru óhjákvæmilegt.“ Alvarlegt sé að samrunaákvæði samkeppnislaga sé tekið úr sambandi. „Það er augljóslega mjög alvarlegt. Að við séum komin á þennan stað, án þess að það hafi verið reistar neinar varnir í staðinn. Hvorki fyrir bændur né neytendur. Eftir því sem við best vitum þá fengu engir að koma að mótun á þessu breytta frumvarpi á vettvangi atvinnuveganefndar, aðrir en lögmaður KS og Samtaka kjötafurðastöðva.“
Matvælaframleiðsla Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landbúnaður Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira