Féll á lyfjaprófi og lið hennar fær ekki að keppa á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2024 08:30 Lið CrossFit Complex Wodex fagnar þriðja sætinu á undanúrslitamótinu en nú er komið í ljós að þau keppa ekki á heimsleikunum. @crossfitcmplx Carla Cornejo, fyrirliði CrossFit Complex Wodex liðsins, gerði liðsfélögum sínum mikinn óleik og sá til þess að hún og liðsfélagarnir fá ekki að upplifa drauminn sinn að keppa á heimsleikunum í CrossFit í ár. Lið CrossFit Complex Wodex náði þriðja sæti í undanúrslitamóti vesturhluta Norður Ameríku en sá árangur skilaði liðinu sæti á heimsleikunum. Þetta var besti árangur CrossFit liðs frá Mexíkó. The Barbell Spin vefurinn hefur verið að vakta lyfjahneyksli undanúrslitamótanna en þrír af fjórum efstu í karlaflokki Asíumótsins féllu á lyfjaprófi. Þar kemur fram að Cornejo hafi fallið á lyfjaprófi sem var tekið 25. maí síðastliðinn. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin) Sýni Cörlu innihélt anabólíska sterann metenolone sem er einnig á bannlista hjá Alþjóðlega lyfjaeftirlitinu, WADA. Fyrir þá sem vilja fá upplýsingar um fullt heiti þá var það á ensku: 16a-hydroxy-1-methyl-5a-androst-1-en-3,17-dione and 3a-hydroxy-1-methylene-5a-androstan-17-one, metabolites of metenolone. Efnið, sem er líka notað í læknisfræðilegum tilgangi, hjálpar viðkomandi að brenna fitu hraðar um leið og að auka vöðvamassa sinn. Það þekkist líka undir nafninu Primobolan. Cornejo hefur verið í Complex Wodex liðinu undanfarin tvö tímabil. Á síðasta ári endaði liðið í fjórtánda sæti í undanúrslitamótinu en að þessu sinni hækkaði liðið sig um ellefu sæti. Sjö efstu liðin unnu sér sæti á heimsleikunum og CrossFit Complex Wodex fór því sannfærandi inn á leikana. Þessar fréttir af fyrirliða þess þýða hins vegar að liðið missir nú farseðil sinn. Aðrir í liðinu voru þau Sasha Nievas, Esteban Ospina og Ricardo García. Samuel Zaleme og Ana Sofía Armenta Cano voru varamenn. Lið Rhino CrossFit Dawgs fengið boð um að keppa í staðinn fyrir Complex Wodex á heimsleikunum. Complex Wodex liðið hefur samt áfrýjað þessum dómi en dugar væntanlega skammt. CrossFit Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Lið CrossFit Complex Wodex náði þriðja sæti í undanúrslitamóti vesturhluta Norður Ameríku en sá árangur skilaði liðinu sæti á heimsleikunum. Þetta var besti árangur CrossFit liðs frá Mexíkó. The Barbell Spin vefurinn hefur verið að vakta lyfjahneyksli undanúrslitamótanna en þrír af fjórum efstu í karlaflokki Asíumótsins féllu á lyfjaprófi. Þar kemur fram að Cornejo hafi fallið á lyfjaprófi sem var tekið 25. maí síðastliðinn. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin) Sýni Cörlu innihélt anabólíska sterann metenolone sem er einnig á bannlista hjá Alþjóðlega lyfjaeftirlitinu, WADA. Fyrir þá sem vilja fá upplýsingar um fullt heiti þá var það á ensku: 16a-hydroxy-1-methyl-5a-androst-1-en-3,17-dione and 3a-hydroxy-1-methylene-5a-androstan-17-one, metabolites of metenolone. Efnið, sem er líka notað í læknisfræðilegum tilgangi, hjálpar viðkomandi að brenna fitu hraðar um leið og að auka vöðvamassa sinn. Það þekkist líka undir nafninu Primobolan. Cornejo hefur verið í Complex Wodex liðinu undanfarin tvö tímabil. Á síðasta ári endaði liðið í fjórtánda sæti í undanúrslitamótinu en að þessu sinni hækkaði liðið sig um ellefu sæti. Sjö efstu liðin unnu sér sæti á heimsleikunum og CrossFit Complex Wodex fór því sannfærandi inn á leikana. Þessar fréttir af fyrirliða þess þýða hins vegar að liðið missir nú farseðil sinn. Aðrir í liðinu voru þau Sasha Nievas, Esteban Ospina og Ricardo García. Samuel Zaleme og Ana Sofía Armenta Cano voru varamenn. Lið Rhino CrossFit Dawgs fengið boð um að keppa í staðinn fyrir Complex Wodex á heimsleikunum. Complex Wodex liðið hefur samt áfrýjað þessum dómi en dugar væntanlega skammt.
CrossFit Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira