Jaminet kom inn á sem varamaður í sigri Frakklands á Argentínu á laugardaginn. Eftir leikinn birti hann myndband á Instagram þar sem hann lét rasísk ummæli falla.
Jaminet eyddi myndbandinu en skaðinn var skeður. Hann var sendur heim frá Argentínu þar sem franska landsliðið dvelur.
Franska ruðningssambandið hefur jafnframt fordæmt ummæli Jaminets. Félag hans, Toulon, gerði slíkt hið sama.
Jaminet birti svo færslu á Instagram þar sem hann baðst afsökunar á ummælum sínum, sagði rasisma óásættanlegan og gengi gegn öllu sem hann trúir á. Hann sagðist ennfremur skilja af hverju franska ruðningssambandið hafi sent hann heim úr landsliðsferðinni.