Helena hefur áhyggjur af FH sem gæti misst öfluga leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2024 10:30 Það gæti reynt mikið á breiddina í FH-liðinu missi þær öfluga leikmenn á nætunni. Vísir/Diego Bestu mörkin ræddu FH liðið og framtíð þess eftir skell á heimavelli á móti Breiðabliki í tólftu umferð Bestu deildar kvenna. FH er eitt af liðunum sem gæti verið að missa sterka leikmenn á næstunni. Fullt af leikmönnum í Bestu deildinni eru á leiðinni út í nám í Bandaríkjunum og missa því af síðustu mánuðum mótsins. Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, hóf umræðuna með því að lýsa yfir áhyggjum sínum af FH-liðinu. „Ég velti því fyrir mér með FH-liðið. Ég hef pínu áhyggjur af þeim því þær eiga eftir að missa leikmenn. Hvað haldið þið til dæmis að Guðni (Eiríksson, þjálfari FH) geri í glugganum? Hann er ekki að fara að klára þetta móti með Ídu (Marín Hermannsdóttur), er Andrea Rán (Snæfeld Hauksdóttir) að fara að klára þetta mót,“ spurði Helena Ólafsdóttir en hún segist hafa heyrt af því að Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir sé að fara út. Ekki gott að missa þær „Meira veit ég ekki, það er svo margt sem maður heyrir núna. Það hefur verið svo gott ról á þeim. Það er ekki gott að missa þessa pósta út,“ sagði Helena. „Ég reikna með því að Guðni og þeir séu með þetta á bak við eyrað. Þeir eru örugglega að skoða leikmenn og reyna að styrkja sig. Mótið er ekki búið í september, það klárast í byrjun október. Það vildu allir lengja mótið en að sama skapi þarftu líka að stækka hópinn þinn sem kostar peninga,“ sagði Sif Atladóttir, sérfræðingur Bestu markanna. Skólastelpurnar fara út í lok júlí „Skólastelpurnar eru að fara út í lok júlí þannig að það eru tveir mánuðir sem þú þarft að fylla inn í. Þá er bara spurning um það hvort að FH-ingar ætli að nýta sér ungu og efnilegu leikmennina sem bíða þarna hungraðar á bekknum,“ sagði Sif. „Þau eru á svo sem ágætis róli í deildinni. Ída er búin að vera koma mjög fínt inn í þetta og átti mjög fína leik í dag. Andrea er búin að vera mjög sterk fyrir þær inn á miðjunni. Þetta eru tveir póstar sem hafa borið uppi liðið,“ sagði Sif. Örugglega meiri hræringar „Ég held að það verði örugglega meiri hræringar en eru komnar í ljós í dag,“ sagði Sif. Það má horfa á umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin hafa áhyggjur af FH Besta deild kvenna FH Bestu mörkin Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira
FH er eitt af liðunum sem gæti verið að missa sterka leikmenn á næstunni. Fullt af leikmönnum í Bestu deildinni eru á leiðinni út í nám í Bandaríkjunum og missa því af síðustu mánuðum mótsins. Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, hóf umræðuna með því að lýsa yfir áhyggjum sínum af FH-liðinu. „Ég velti því fyrir mér með FH-liðið. Ég hef pínu áhyggjur af þeim því þær eiga eftir að missa leikmenn. Hvað haldið þið til dæmis að Guðni (Eiríksson, þjálfari FH) geri í glugganum? Hann er ekki að fara að klára þetta móti með Ídu (Marín Hermannsdóttur), er Andrea Rán (Snæfeld Hauksdóttir) að fara að klára þetta mót,“ spurði Helena Ólafsdóttir en hún segist hafa heyrt af því að Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir sé að fara út. Ekki gott að missa þær „Meira veit ég ekki, það er svo margt sem maður heyrir núna. Það hefur verið svo gott ról á þeim. Það er ekki gott að missa þessa pósta út,“ sagði Helena. „Ég reikna með því að Guðni og þeir séu með þetta á bak við eyrað. Þeir eru örugglega að skoða leikmenn og reyna að styrkja sig. Mótið er ekki búið í september, það klárast í byrjun október. Það vildu allir lengja mótið en að sama skapi þarftu líka að stækka hópinn þinn sem kostar peninga,“ sagði Sif Atladóttir, sérfræðingur Bestu markanna. Skólastelpurnar fara út í lok júlí „Skólastelpurnar eru að fara út í lok júlí þannig að það eru tveir mánuðir sem þú þarft að fylla inn í. Þá er bara spurning um það hvort að FH-ingar ætli að nýta sér ungu og efnilegu leikmennina sem bíða þarna hungraðar á bekknum,“ sagði Sif. „Þau eru á svo sem ágætis róli í deildinni. Ída er búin að vera koma mjög fínt inn í þetta og átti mjög fína leik í dag. Andrea er búin að vera mjög sterk fyrir þær inn á miðjunni. Þetta eru tveir póstar sem hafa borið uppi liðið,“ sagði Sif. Örugglega meiri hræringar „Ég held að það verði örugglega meiri hræringar en eru komnar í ljós í dag,“ sagði Sif. Það má horfa á umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin hafa áhyggjur af FH
Besta deild kvenna FH Bestu mörkin Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira