Egill syrgir brottvísun vina sinna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. júlí 2024 15:25 Egill segir það óréttlátt að hann fái að ferðast um heiminn að vild fyrir þá tilviljun að hafa fæðst á Íslandi. Vísir/Vilhelm Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason segist hryggja það að vinum hans, þau Tomasso og Analis, verði vísað brott og þau send aftur til Venesúela. Það sé sárt og óréttlátt að svo góðu fólki sé hrakið af landinu en hann fái, með sitt íslenska vegabréf, að ferðast um heiminn án vandræða. Egill skrifar í færslu á síðu sinni á Facebook að Tomasso og Analis hafi þráð að fá atvinnuleyfi en að þeim séu allar bjargir bannaðar. Á morgun verði þau send aftur til heimalandsins þar sem allt er „í rjúkandi rúst.“ Hafi orðið eins og fjölskylda „Glæpahópar, her og lögregla vaða uppi með ofbeldi og kúgun en stjórnarherrar hafa engan áhuga á öðru en að skara eld að eigin köku. Mér hrýs hugur við tilhugsuninni um hvað svona góðu og mildu fólki reiðir af á slíkum stað,“ skrifar hann. Egill segir Tomasso og Analis vera hjálpsöm, óeigingjörn og harðdugleg og að þau hafi hjálpað þeim hjónum mikið án þess að vilja fá neitt í staðinn. „Þau hafa eiginlega orðið fjölskylda okkar, hafa búið í íbúðinni okkar þegar við förum burt - og alltaf komum við að henni fallegri og betri en áður. Við vorum í vandræðum með ljós í stofunni - við brugðum okkur af bæ og þegar við komum aftur voru þau búin að hanna sérlega glæsileg stofuljós. Vildu koma okkur á óvart,“ skrifar Egill. Þyngra en tárum tekur „Ég skrifa þetta á grískri eyju. Ég er lukkunnar pamfíll, get ferðast um allan heim á mínu íslenska vegabréfi. Ég hef ekki unnið neitt sérstakt til þess. Þetta er bara tilviljun. Tomasso og Analis eru ekki eins gæfusöm. Við fjölskyldan vonum þó að þau eigi afturkvæmt til Íslands með einhverjum hætti,“ skrifar hann. Egill segir Tomasso og analis hafa fest ást á Íslandi og ferðast um landið. „Nei, þetta er þyngra en tárum tekur. En við vonum að þetta bjargist hjá þeim - og þau komi aftur. Við eigum eftir að sakna góðmennsku þeirra og glaðværðar,“ skrifar Egill. Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Egill skrifar í færslu á síðu sinni á Facebook að Tomasso og Analis hafi þráð að fá atvinnuleyfi en að þeim séu allar bjargir bannaðar. Á morgun verði þau send aftur til heimalandsins þar sem allt er „í rjúkandi rúst.“ Hafi orðið eins og fjölskylda „Glæpahópar, her og lögregla vaða uppi með ofbeldi og kúgun en stjórnarherrar hafa engan áhuga á öðru en að skara eld að eigin köku. Mér hrýs hugur við tilhugsuninni um hvað svona góðu og mildu fólki reiðir af á slíkum stað,“ skrifar hann. Egill segir Tomasso og Analis vera hjálpsöm, óeigingjörn og harðdugleg og að þau hafi hjálpað þeim hjónum mikið án þess að vilja fá neitt í staðinn. „Þau hafa eiginlega orðið fjölskylda okkar, hafa búið í íbúðinni okkar þegar við förum burt - og alltaf komum við að henni fallegri og betri en áður. Við vorum í vandræðum með ljós í stofunni - við brugðum okkur af bæ og þegar við komum aftur voru þau búin að hanna sérlega glæsileg stofuljós. Vildu koma okkur á óvart,“ skrifar Egill. Þyngra en tárum tekur „Ég skrifa þetta á grískri eyju. Ég er lukkunnar pamfíll, get ferðast um allan heim á mínu íslenska vegabréfi. Ég hef ekki unnið neitt sérstakt til þess. Þetta er bara tilviljun. Tomasso og Analis eru ekki eins gæfusöm. Við fjölskyldan vonum þó að þau eigi afturkvæmt til Íslands með einhverjum hætti,“ skrifar hann. Egill segir Tomasso og analis hafa fest ást á Íslandi og ferðast um landið. „Nei, þetta er þyngra en tárum tekur. En við vonum að þetta bjargist hjá þeim - og þau komi aftur. Við eigum eftir að sakna góðmennsku þeirra og glaðværðar,“ skrifar Egill.
Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira