Býður þingmönnum að „fá hrollkaldan veruleikan í andlitið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júlí 2024 15:52 Vísir/Arnar Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar vill bjóða þingmönnum og ráðherrum í útsýnisferð um Flóttamannaleiðina til að þeir fái að sjá hve slæmt ástandið á henni sé orðið. Hann segir jafnframt rangt að Garðabær komi til með að greiða stærri hluta kostnaðar við uppbyggingu á Flóttamannaleiðinni þegar hún tengist Urriðaholti, líkt og fulltrúi minnihlutans hélt fram í dag. Vegurinn sé í eigu ríkisins sem beri alla ábyrgð á viðhaldi og uppbyggingu. Baldur Svavarsson, fulltrúi í skipulagsnefnd fyrir minnihluta bæjarstjórnar í Garðabæ, sagði í viðtali við Vísi í morgun að bæjaryfirvöld biði eftir samkomulagi við Vegagerðina um viðgerð á leiðinni áður en hafnar yrðu framkvæmdir við að tengja hana Urriðaholti. Hann hélt því fram að meirihluti bæjarstjórnar hefði sofið á verðinum og að þennan vanda hefði mátt sjá fyrir hefði betur verið staðið að skipulagsmálum. Bæjarstjórn ekki sofið á vaktinni Almar segir Baldur fara með rangt mál og að framhaldið sé alfarið í höndum Vegagerðarinnar og íslenska ríkisins. „Það er allt á hreinu hvað Garðabæ snertir í þessu og berst þá fyrir umræddan skipulagsnefndarfulltrúa og aðra að fara þarna upp eftir og skoða hvernig göturnar liggja. Því að það er nánast búið að leggja þessar götur báðar tvær út úr hverfinu. Það vantar bara að ná samkomulagi við Vegagerðina um að tengja,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir meirihlutann ekki sofið á vaktinni. Gert hafi verið ráð fyrir þessum tengingum frá upphafi. „Garðabær hefur ekki sofið á sinni vakt. Við höfum gert ráð fyrir þessum tengingum. Mér þykir miður að þær séu ekki komnar en það er við eigenda vegarins, sem er Vegagerðin, að sakast í því og þau bera við fjárskorti,“ segir Almar. Hrollkaldur veruleikinn í andlitið Almar vill bjóða þingmönnum í útsýnisferð um Flóttamannaleiðina og segist ætla að hlutast til um það. „Þá fá þau hrollkaldan veruleikan í andlitið að ásigkomulag vegarins er ekki bjóðandi. Þá verða þau að stíga inn í,“ segir hann. Almar segir jafnframt að vegurinn sé orðinn fjölfarinn og mikilvæg tenging innan höfuðborgarsvæðisins. Það sé því brýnna að aðhafast eitthvað í ástandi vegarins áður en illa fer. „Þess þá heldur þarf að setja plön um uppbyggingu á honum í miklu meiri forgang en nú er,“ segir hann. Garðabær Vegagerð Samgöngur Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira
Hann segir jafnframt rangt að Garðabær komi til með að greiða stærri hluta kostnaðar við uppbyggingu á Flóttamannaleiðinni þegar hún tengist Urriðaholti, líkt og fulltrúi minnihlutans hélt fram í dag. Vegurinn sé í eigu ríkisins sem beri alla ábyrgð á viðhaldi og uppbyggingu. Baldur Svavarsson, fulltrúi í skipulagsnefnd fyrir minnihluta bæjarstjórnar í Garðabæ, sagði í viðtali við Vísi í morgun að bæjaryfirvöld biði eftir samkomulagi við Vegagerðina um viðgerð á leiðinni áður en hafnar yrðu framkvæmdir við að tengja hana Urriðaholti. Hann hélt því fram að meirihluti bæjarstjórnar hefði sofið á verðinum og að þennan vanda hefði mátt sjá fyrir hefði betur verið staðið að skipulagsmálum. Bæjarstjórn ekki sofið á vaktinni Almar segir Baldur fara með rangt mál og að framhaldið sé alfarið í höndum Vegagerðarinnar og íslenska ríkisins. „Það er allt á hreinu hvað Garðabæ snertir í þessu og berst þá fyrir umræddan skipulagsnefndarfulltrúa og aðra að fara þarna upp eftir og skoða hvernig göturnar liggja. Því að það er nánast búið að leggja þessar götur báðar tvær út úr hverfinu. Það vantar bara að ná samkomulagi við Vegagerðina um að tengja,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir meirihlutann ekki sofið á vaktinni. Gert hafi verið ráð fyrir þessum tengingum frá upphafi. „Garðabær hefur ekki sofið á sinni vakt. Við höfum gert ráð fyrir þessum tengingum. Mér þykir miður að þær séu ekki komnar en það er við eigenda vegarins, sem er Vegagerðin, að sakast í því og þau bera við fjárskorti,“ segir Almar. Hrollkaldur veruleikinn í andlitið Almar vill bjóða þingmönnum í útsýnisferð um Flóttamannaleiðina og segist ætla að hlutast til um það. „Þá fá þau hrollkaldan veruleikan í andlitið að ásigkomulag vegarins er ekki bjóðandi. Þá verða þau að stíga inn í,“ segir hann. Almar segir jafnframt að vegurinn sé orðinn fjölfarinn og mikilvæg tenging innan höfuðborgarsvæðisins. Það sé því brýnna að aðhafast eitthvað í ástandi vegarins áður en illa fer. „Þess þá heldur þarf að setja plön um uppbyggingu á honum í miklu meiri forgang en nú er,“ segir hann.
Garðabær Vegagerð Samgöngur Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira