KKÍ gefst upp á GameDay kerfinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2024 15:00 Það var hart tekist á í körfuboltanum síðasta vetur en það var líka oft erfitt að finna tölfræði um frammistöðu leikmanna. Vísir/Anton Körfuknattleikssamband Íslands hefur tekið þá ákvörðun að hætta með tölfræðiforritið GameDay sem gerði körfuboltáhugafólki lífið leitt síðasta vetur. GameDay kerfið stóð ekki undir væntingum og slæmt aðgengi að upplýsingum um tölfræði deildarinnar var mikið gagnrýnt. Það var bæði erfiðara að finna upplýsingar sem og þær upplýsingar sem voru í boði voru líka takmarkaðar miðað við það sem íslenskt körfuboltaáhugafólk átti að venjast. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem hann útskýrir ákvörðunina að hætta með kerfið. KKÍ skipti yfir í GameDay mótakerfið fyrir síðastliðið keppnistímabil. Sambandið mun taka aftur upp FIBA Organizer tímabundið á meðan farið er í greiningu á mikilvægum þörfum sambandsins í mótakerfismálum. Fréttatilkynninguna má sjá hér fyrir neðan. Notkun GameDay hætt og FIBA Organizer tekið upp aftur tímabundið KKÍ hefur tekið þá ákvörðun að hætta notkun GameDay mótakerfisins sem sambandið tók upp fyrir síðastliðið keppnistímabil og taka aftur upp FIBAOrganizer tímabundið á meðan farið er í greiningu á mikilvægum þörfum sambandsins í mótakerfismálum. Eins og flestum er kunnugt sem fylgjast með íslenskum körfubolta tók KKÍ upp nýtt mótakerfi frá GameDay síðastliðið haust og má í stuttu máli segja að sú innleiðing hafi gengið illa og er það svo að sambandið metur að best sé að hverfa frá innleiðingunni og endurmeta stöðuna. Ætlunin með nýju kerfi var að einfalda vinnu fyrir alla sem koma að skipulagi mótamála KKÍ og félaganna en því miður hefur það ekki gengið eftir. Það er mat KKÍ og ráðgjafa þess að FIBAOrganizer geti uppfyllt grunnþarfirnar í ákveðinn tíma og verður hafist handa strax við að greina betur þarfir og væntingar til nýs kerfis til að auðvelda vinnu og upplýsingagjöf til allra sem koma að körfuboltanum í landinu. KKÍ mun skipa hóp einstaklinga sem er með reynslu úr tæknibransanum og eins með þekkingu á körfubolta til að vinna þessa vinnu . Eins að skoða hvað önnur sambönd í Evrópu eru að gera í mótakerfismálum og hvort það leynist eitthvað kerfi sem getur uppfyllt það sem FIBA Organizer gerir og auðvelt er að þróa áfram og hvaða lausnir sem uppfylla þarfir KKÍ eru til á markaðnum. Á meðan þessi vinna fer fram þá mun KKÍ halda áfram að miðla tölfræðiupplýsingum og stöðu deilda/flokka á einfaldan máta eins og sambandið hefur verið þekkt fyrir síðustu áratugi ef frá er talið síðasta keppnistímabil. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
GameDay kerfið stóð ekki undir væntingum og slæmt aðgengi að upplýsingum um tölfræði deildarinnar var mikið gagnrýnt. Það var bæði erfiðara að finna upplýsingar sem og þær upplýsingar sem voru í boði voru líka takmarkaðar miðað við það sem íslenskt körfuboltaáhugafólk átti að venjast. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem hann útskýrir ákvörðunina að hætta með kerfið. KKÍ skipti yfir í GameDay mótakerfið fyrir síðastliðið keppnistímabil. Sambandið mun taka aftur upp FIBA Organizer tímabundið á meðan farið er í greiningu á mikilvægum þörfum sambandsins í mótakerfismálum. Fréttatilkynninguna má sjá hér fyrir neðan. Notkun GameDay hætt og FIBA Organizer tekið upp aftur tímabundið KKÍ hefur tekið þá ákvörðun að hætta notkun GameDay mótakerfisins sem sambandið tók upp fyrir síðastliðið keppnistímabil og taka aftur upp FIBAOrganizer tímabundið á meðan farið er í greiningu á mikilvægum þörfum sambandsins í mótakerfismálum. Eins og flestum er kunnugt sem fylgjast með íslenskum körfubolta tók KKÍ upp nýtt mótakerfi frá GameDay síðastliðið haust og má í stuttu máli segja að sú innleiðing hafi gengið illa og er það svo að sambandið metur að best sé að hverfa frá innleiðingunni og endurmeta stöðuna. Ætlunin með nýju kerfi var að einfalda vinnu fyrir alla sem koma að skipulagi mótamála KKÍ og félaganna en því miður hefur það ekki gengið eftir. Það er mat KKÍ og ráðgjafa þess að FIBAOrganizer geti uppfyllt grunnþarfirnar í ákveðinn tíma og verður hafist handa strax við að greina betur þarfir og væntingar til nýs kerfis til að auðvelda vinnu og upplýsingagjöf til allra sem koma að körfuboltanum í landinu. KKÍ mun skipa hóp einstaklinga sem er með reynslu úr tæknibransanum og eins með þekkingu á körfubolta til að vinna þessa vinnu . Eins að skoða hvað önnur sambönd í Evrópu eru að gera í mótakerfismálum og hvort það leynist eitthvað kerfi sem getur uppfyllt það sem FIBA Organizer gerir og auðvelt er að þróa áfram og hvaða lausnir sem uppfylla þarfir KKÍ eru til á markaðnum. Á meðan þessi vinna fer fram þá mun KKÍ halda áfram að miðla tölfræðiupplýsingum og stöðu deilda/flokka á einfaldan máta eins og sambandið hefur verið þekkt fyrir síðustu áratugi ef frá er talið síðasta keppnistímabil.
Notkun GameDay hætt og FIBA Organizer tekið upp aftur tímabundið KKÍ hefur tekið þá ákvörðun að hætta notkun GameDay mótakerfisins sem sambandið tók upp fyrir síðastliðið keppnistímabil og taka aftur upp FIBAOrganizer tímabundið á meðan farið er í greiningu á mikilvægum þörfum sambandsins í mótakerfismálum. Eins og flestum er kunnugt sem fylgjast með íslenskum körfubolta tók KKÍ upp nýtt mótakerfi frá GameDay síðastliðið haust og má í stuttu máli segja að sú innleiðing hafi gengið illa og er það svo að sambandið metur að best sé að hverfa frá innleiðingunni og endurmeta stöðuna. Ætlunin með nýju kerfi var að einfalda vinnu fyrir alla sem koma að skipulagi mótamála KKÍ og félaganna en því miður hefur það ekki gengið eftir. Það er mat KKÍ og ráðgjafa þess að FIBAOrganizer geti uppfyllt grunnþarfirnar í ákveðinn tíma og verður hafist handa strax við að greina betur þarfir og væntingar til nýs kerfis til að auðvelda vinnu og upplýsingagjöf til allra sem koma að körfuboltanum í landinu. KKÍ mun skipa hóp einstaklinga sem er með reynslu úr tæknibransanum og eins með þekkingu á körfubolta til að vinna þessa vinnu . Eins að skoða hvað önnur sambönd í Evrópu eru að gera í mótakerfismálum og hvort það leynist eitthvað kerfi sem getur uppfyllt það sem FIBA Organizer gerir og auðvelt er að þróa áfram og hvaða lausnir sem uppfylla þarfir KKÍ eru til á markaðnum. Á meðan þessi vinna fer fram þá mun KKÍ halda áfram að miðla tölfræðiupplýsingum og stöðu deilda/flokka á einfaldan máta eins og sambandið hefur verið þekkt fyrir síðustu áratugi ef frá er talið síðasta keppnistímabil.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira