„Eru örugglega að leita sér að einhverju fersku“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2024 13:31 Sigdís Eva Bárðardóttir hefur skorað þrjú mörk fyrir Víking í Bestu deildinni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum ræddu framtíð Sigdísar Evu Bárðardóttur, átján ára framherja Víkings, en hún gæti verið á förum úr Víkinni á næstu vikum. Sigdís Eva hefur verið orðuð við sænska úrvalsdeildarliðið Norrköping og gæti því bæst í hóp fjölda íslenskra leikmanna í þeirri flottu deild. Sigdís er samt mjög ung ennþá og sérfræðingarnir veltu fyrir sér, hvort hún væri búinn að klára stúdentsprófið eða hvernig stæði hjá henni utan vallar, ef hún ætlaði að taka þetta skref svona snemma á sinum ferli. Helena vitnaði í orð Þóru fyrir þáttinn um að samkvæmt móðureðlinu þá myndi Þóra ekki senda hana út á þessum tímapunkti. Horfa á hvað Katla er að gera „Það eru komnir miklu meiri peningar í þetta,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir sem sjálf spilaði lengi erlendis. Þóra velti því fyrir sér hvort Sigdís væri búin að klára stúdentinn sem Þóra telur að væri klókt hjá henni að gera. Helena benti síðan á það það væri hægt að klára stúdentinn í fjarnámi. „Norrköping er lið um miðja deild og þetta er örugglega frábær aðstaða og góður staður. Það er búið að vera eitthvað aðeins bras á þeim og þeir eru örugglega að leita sér að einhverju fersku eftir pásuna,“ sagði Þóra Björg en sænska deildin fer í sumarfrí á næstunni. „Ef ég væri að leita að leikmönnum fyrir Norrköping og væri að horfa á það hvernig Katla Tryggvadóttir er að koma inn hjá Kristianstad, þá væru augun mín klárlega á þessum stelpum sem hafa verið í kringum þessa sterku árganga í yngri landsliðunum okkar,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. „Sigdís var að spila upp fyrir sig á U19 móti í fyrra og það vekur strax athygli. Hún var frábær í Lengjudeildinni í fyrra og er búin að vera frábær í Bestu deildinni í sumar. Auðvitað er þetta leikmaður sem mun fá þessa athygli ef hún heldur áfram að spila svona,“ sagði Mist. Ef ekki þá er hún á frábærum stað „Spurningin er bara er það Norrköping núna eða eitthvað annað eftir ár,“ sagði Mist. „Mér finnst stelpur af þessu kaliberi eigi ekki að sætta sig við að spila ekki. Mér finnst sumir markverðirnir vera að sitja of lengi á bekknum. Ef þú ætlar þér alla leið þá þarftu að spila. Ef hún er viss að hún sé að fara fá að spila af viti, frábært. Ef ekki þá er hún á frábærum stað,“ sagði Þóra. Það má horfa á alla umfjöllunina um Sigdísi hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Umræða um framtíðina hjá Sigdísi Evu Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Bestu mörkin Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Sjá meira
Sigdís Eva hefur verið orðuð við sænska úrvalsdeildarliðið Norrköping og gæti því bæst í hóp fjölda íslenskra leikmanna í þeirri flottu deild. Sigdís er samt mjög ung ennþá og sérfræðingarnir veltu fyrir sér, hvort hún væri búinn að klára stúdentsprófið eða hvernig stæði hjá henni utan vallar, ef hún ætlaði að taka þetta skref svona snemma á sinum ferli. Helena vitnaði í orð Þóru fyrir þáttinn um að samkvæmt móðureðlinu þá myndi Þóra ekki senda hana út á þessum tímapunkti. Horfa á hvað Katla er að gera „Það eru komnir miklu meiri peningar í þetta,“ sagði Þóra Björg Helgadóttir sem sjálf spilaði lengi erlendis. Þóra velti því fyrir sér hvort Sigdís væri búin að klára stúdentinn sem Þóra telur að væri klókt hjá henni að gera. Helena benti síðan á það það væri hægt að klára stúdentinn í fjarnámi. „Norrköping er lið um miðja deild og þetta er örugglega frábær aðstaða og góður staður. Það er búið að vera eitthvað aðeins bras á þeim og þeir eru örugglega að leita sér að einhverju fersku eftir pásuna,“ sagði Þóra Björg en sænska deildin fer í sumarfrí á næstunni. „Ef ég væri að leita að leikmönnum fyrir Norrköping og væri að horfa á það hvernig Katla Tryggvadóttir er að koma inn hjá Kristianstad, þá væru augun mín klárlega á þessum stelpum sem hafa verið í kringum þessa sterku árganga í yngri landsliðunum okkar,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. „Sigdís var að spila upp fyrir sig á U19 móti í fyrra og það vekur strax athygli. Hún var frábær í Lengjudeildinni í fyrra og er búin að vera frábær í Bestu deildinni í sumar. Auðvitað er þetta leikmaður sem mun fá þessa athygli ef hún heldur áfram að spila svona,“ sagði Mist. Ef ekki þá er hún á frábærum stað „Spurningin er bara er það Norrköping núna eða eitthvað annað eftir ár,“ sagði Mist. „Mér finnst stelpur af þessu kaliberi eigi ekki að sætta sig við að spila ekki. Mér finnst sumir markverðirnir vera að sitja of lengi á bekknum. Ef þú ætlar þér alla leið þá þarftu að spila. Ef hún er viss að hún sé að fara fá að spila af viti, frábært. Ef ekki þá er hún á frábærum stað,“ sagði Þóra. Það má horfa á alla umfjöllunina um Sigdísi hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Umræða um framtíðina hjá Sigdísi Evu
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Bestu mörkin Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Sjá meira