Engin gögn bendi til tengsla við Hamas Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júlí 2024 09:01 Ekkert bendir til tengsla við Hamas hjá þeim sem fengu dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar Palestínumanna. Vísir/Einar Útlendingastofnun býr ekki yfir neinum gögnum sem gefa til kynna að þeir sem fengu dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar Palestínumanna á þessu ári og síðasta hafi nokkur tengsl við Hamas-samtökin. Samanlagt hafa 184 dvalarleyfi hafa verið veitt í ár og í fyrra. Einar D. Hálfdánarson lögmaður óskaði fyrr á þessu ári eftir upplýsingum um hugsanleg tengsl þeirra sem hafa fengið leyfi til komu til Íslands vegna fjölskyldusameiningar við Hamas-samtökin. Útlendingastofnun synjaði Einari um upplýsingagjöfina, en þeirri ákvörðun var hnekkt með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kjölfarið sendi fréttastofa sams konar fyrirspurn á Útlendingastofnun. Í svari stofnunarinnar segir að eitt af skilyrðum veitingu dvalarleyfis sé að ekki liggi fyrir „atvik sem valdið geta því að umsækjanda verði meinuð landganga hér á landi eða dvöl.“ Þess vegna þurfi umsækjandi um dvalarleyfi að lýsa því yfir að hann hafi hreinan sakaferil. Jafnframt óskar Útlendingastofnun eftir sakavottorði frá búsetulandi þeim umsækjendum sem eru fimmtán ára og eldri. Þar að auki er öllum sem sækja um dvalarleyfi flett upp í upplýsingakerfi Schengen, eða SIS. Þar kemur fram hvort viðkomandi sé eftirlýstur á Schengen-svæðinu eða hvort hann hafi ekki heimild til að koma inn á svæðið. „Enginn þeirra sem fékk útgefið dvalarleyfi hafði skráningu í SIS auk þess sem allir umsækjendur yfir 15 ára staðfestu með yfirlýsingu og framlagningu sakavottorðs að viðkomandi hafði hreinan sakaferil. Stofnunin getur því staðfest að hún býr ekki yfir neinum gögnum sem gefa til kynna að þeir sem tilheyra framangreindum hópi hafi nokkur tengsl við Hamas samtökin,“ segir í svari Útlendingastofnunar. Enginn á sex manna bannlista reyndi við Ísland Einar óskaði einnig eftir gögnum sem sýndu að lagt hefði verið mat á að þeir sem komi til Íslands frá Gaza-svæðinu uppfylli skilyrði reglugerðar um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi og ákvæða um heimild til að koma inn á Schengen-svæðið. Í svari Útlendingastofnunnar er fjallað um þvingunaraðgerðir gegn þeim sem styðja ofbeldisverk Hamas-samtakanna eða Palestínskt íslamskt Jihad-samtakanna eða greiða fyrir þeim eða gera möguleg. Að sögn Útlendingastofnunnar ná þessar þvingunaraðgerðir aðeins til sex nafngreindra einstaklinga sem er ekki heimilt að koma inn á yfirráðasvæði Íslands. Fram kemur að enginn þessara sex hafi sótt um að koma til Íslands. „Þessar þvingunaraðgerðir ná aðeins til sex nafngreindra aðila sem tilgreindir eru í viðauka við reglugerðina og snúa að því að þessum nafngreindu aðilum er ekki heimilt að koma inn á yfirráðasvæði Íslands. Upplýsingar um komubann aðilanna eru skráðar í Schengen-upplýsingakerfið sem bæði lögregla og Útlendingastofnun hafa aðgang að. Enginn þeirra sex sem tilgreindir eru í viðauka við reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi hafa sótt um heimild til að koma til Íslands.“ Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Palestína Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Fleiri fréttir Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Sjá meira
Einar D. Hálfdánarson lögmaður óskaði fyrr á þessu ári eftir upplýsingum um hugsanleg tengsl þeirra sem hafa fengið leyfi til komu til Íslands vegna fjölskyldusameiningar við Hamas-samtökin. Útlendingastofnun synjaði Einari um upplýsingagjöfina, en þeirri ákvörðun var hnekkt með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kjölfarið sendi fréttastofa sams konar fyrirspurn á Útlendingastofnun. Í svari stofnunarinnar segir að eitt af skilyrðum veitingu dvalarleyfis sé að ekki liggi fyrir „atvik sem valdið geta því að umsækjanda verði meinuð landganga hér á landi eða dvöl.“ Þess vegna þurfi umsækjandi um dvalarleyfi að lýsa því yfir að hann hafi hreinan sakaferil. Jafnframt óskar Útlendingastofnun eftir sakavottorði frá búsetulandi þeim umsækjendum sem eru fimmtán ára og eldri. Þar að auki er öllum sem sækja um dvalarleyfi flett upp í upplýsingakerfi Schengen, eða SIS. Þar kemur fram hvort viðkomandi sé eftirlýstur á Schengen-svæðinu eða hvort hann hafi ekki heimild til að koma inn á svæðið. „Enginn þeirra sem fékk útgefið dvalarleyfi hafði skráningu í SIS auk þess sem allir umsækjendur yfir 15 ára staðfestu með yfirlýsingu og framlagningu sakavottorðs að viðkomandi hafði hreinan sakaferil. Stofnunin getur því staðfest að hún býr ekki yfir neinum gögnum sem gefa til kynna að þeir sem tilheyra framangreindum hópi hafi nokkur tengsl við Hamas samtökin,“ segir í svari Útlendingastofnunar. Enginn á sex manna bannlista reyndi við Ísland Einar óskaði einnig eftir gögnum sem sýndu að lagt hefði verið mat á að þeir sem komi til Íslands frá Gaza-svæðinu uppfylli skilyrði reglugerðar um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi og ákvæða um heimild til að koma inn á Schengen-svæðið. Í svari Útlendingastofnunnar er fjallað um þvingunaraðgerðir gegn þeim sem styðja ofbeldisverk Hamas-samtakanna eða Palestínskt íslamskt Jihad-samtakanna eða greiða fyrir þeim eða gera möguleg. Að sögn Útlendingastofnunnar ná þessar þvingunaraðgerðir aðeins til sex nafngreindra einstaklinga sem er ekki heimilt að koma inn á yfirráðasvæði Íslands. Fram kemur að enginn þessara sex hafi sótt um að koma til Íslands. „Þessar þvingunaraðgerðir ná aðeins til sex nafngreindra aðila sem tilgreindir eru í viðauka við reglugerðina og snúa að því að þessum nafngreindu aðilum er ekki heimilt að koma inn á yfirráðasvæði Íslands. Upplýsingar um komubann aðilanna eru skráðar í Schengen-upplýsingakerfið sem bæði lögregla og Útlendingastofnun hafa aðgang að. Enginn þeirra sex sem tilgreindir eru í viðauka við reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi hafa sótt um heimild til að koma til Íslands.“
Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Palestína Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Fleiri fréttir Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Sjá meira