„Mér fannst þetta bara ósanngjörn úrslit“ Arnar Skúli Atlason skrifar 2. júlí 2024 21:56 Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls,var ánægður með spilamennsku sinna stelpna en ósáttur með úrslitin. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls var svekktur í leikslok eftir 1-0 tap á móti toppliði Breiðabliks. Breiðabliskonur skoruðu í upphafi leiks og lifðu á því marki út leikinn. Tindastólsliðið skapaði sér ekki mörg færi í kvöld en fékk mjög gott færi undir lokin til að fá eitthvað út úr leiknum. „Þetta var bara ógeðslega svekkjandi. Við vorum betra liðið í dag og stjórnuðum báðum hálfleikjum mjög vel, með og án bolta. Pressan okkar var góð í dag, langstærstan hluta leiksins og mér fannst þetta bara ósanngjörn úrslit og mjög svekktur með það. Einn besti leikur Tindastólsliðsins í langan tíma,“ sagði Halldór. „Við byrjuðum ekkert á hælunum. Þær bara skora gott mark og það gerist bara. Mér fannst við byrja þennan leik heilt yfir vel bara, eins og þú sagðir réttilega. Við tókum svo yfir þennan leik hægt og bítandi eins og við ætluðum að gera og stjórnuðum honum og sköpuðum góð færi,“ sagði Halldór. „Við fengum einn á móti markmanni í lokin, sem var færið sem við vorum að bíða eftir. Eðlilega fáum við ekki mörg færi því Breiðablik fær ekki mörg færi á sig. Við fengum þó færi til að skora og jafna og hefðum að mínu mati geta unnið leikinn ef við hefðum skorað,“ sagði Halldór. „Heilt yfir ótrúlega stoltur af stelpunum, frábær leikur en hundfúll með úrslitin og þetta er eitthvað sem við tökum með okkur áfram í næsta leik sem er aftur heimaleikur á móti Stjörnunni,“ sagði Halldór. Besta deild kvenna Tindastóll Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Andrea Rut hetja Blika á Króknum Blikakonur náði þriggja stiga forskoti á toppi Bestu deildar kvenna eftir 1-0 sigur á Tindastól á Sauðárkróki í kvöld. 2. júlí 2024 19:55 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Fleiri fréttir „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjá meira
Breiðabliskonur skoruðu í upphafi leiks og lifðu á því marki út leikinn. Tindastólsliðið skapaði sér ekki mörg færi í kvöld en fékk mjög gott færi undir lokin til að fá eitthvað út úr leiknum. „Þetta var bara ógeðslega svekkjandi. Við vorum betra liðið í dag og stjórnuðum báðum hálfleikjum mjög vel, með og án bolta. Pressan okkar var góð í dag, langstærstan hluta leiksins og mér fannst þetta bara ósanngjörn úrslit og mjög svekktur með það. Einn besti leikur Tindastólsliðsins í langan tíma,“ sagði Halldór. „Við byrjuðum ekkert á hælunum. Þær bara skora gott mark og það gerist bara. Mér fannst við byrja þennan leik heilt yfir vel bara, eins og þú sagðir réttilega. Við tókum svo yfir þennan leik hægt og bítandi eins og við ætluðum að gera og stjórnuðum honum og sköpuðum góð færi,“ sagði Halldór. „Við fengum einn á móti markmanni í lokin, sem var færið sem við vorum að bíða eftir. Eðlilega fáum við ekki mörg færi því Breiðablik fær ekki mörg færi á sig. Við fengum þó færi til að skora og jafna og hefðum að mínu mati geta unnið leikinn ef við hefðum skorað,“ sagði Halldór. „Heilt yfir ótrúlega stoltur af stelpunum, frábær leikur en hundfúll með úrslitin og þetta er eitthvað sem við tökum með okkur áfram í næsta leik sem er aftur heimaleikur á móti Stjörnunni,“ sagði Halldór.
Besta deild kvenna Tindastóll Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Andrea Rut hetja Blika á Króknum Blikakonur náði þriggja stiga forskoti á toppi Bestu deildar kvenna eftir 1-0 sigur á Tindastól á Sauðárkróki í kvöld. 2. júlí 2024 19:55 Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Fleiri fréttir „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Andrea Rut hetja Blika á Króknum Blikakonur náði þriggja stiga forskoti á toppi Bestu deildar kvenna eftir 1-0 sigur á Tindastól á Sauðárkróki í kvöld. 2. júlí 2024 19:55