Von á átján stiga hita á Hallormsstað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2024 06:42 Við Atlavík á Hallormsstað þar sem reikna má með fínu veðri í dag Vísir/Vilhelm Reikna má með því að landsmenn hristi höfuðið í sumum landshlutum í dag og haldi áfram að bíða eftir sumrinu. Þeir sem eru á Austurlandi gætu þó viljað hafa stuttbuxur og sólarvörn innan seilingar. Það blæs víðast hvar á landinu í dag að suðvestan, allt frá 3 til 10 m/s. Tveggja stafa tala í hitastigi víðast hvar um landið og gæti farið upp í átján stig á Hallormsstað. Ekki í fyrsta skipti sem sólin velur sér viðkomustað við þéttasta skóglendi landsins. Von er á suðlægri eða breytilegri átt á morgun, 3 til 8 m/s. Bjart með köflum, en skýjað sunnan- og vestanlands og dálítil væta þar. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Á miðvikudag heldur áfram að blása, þá að norðaustan 5 til 13 m/s og dálítil rigning eða súld með köflum. Þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast á Suðurlandi. Þegar líður á vikuna má reikna með norðlægri eða breytilegri átt, skýjað með köflum og allvíða líkur á síðdegisskúrum. Hitastig svipað og fyrr í vikunni. Fram undan er fyrsta helgin í júlí sem hefur löngum verið mikil útileguhelgi hér á landi. Bíða verður eitthvað inn í vikuna eftir traustari spá áður en fólk getur verið nokkuð öruggt með hvar megi finna besta veðrið. Fram kemur á vef Veðurstofu Íslands að skil frá lægð á Grænlandssundi gangi nú yfir landið. Áttin er suðaustlæg, víða strekkingur og rigning, en allhvasst eða hvasst á norðanverðu Snæfellsnesi. Á Norður- og Austurlandi er vindur yfirleitt hægari og bjartviðri. Þar er hlýtt í veðri og hefur hiti víða farið yfir 20 stig, en þegar þetta er ritað hefur mesti hiti mælst 24 stig á Brúsastöðum. Skilin fara nokkuð hratt yfir. Í kvöld snýst í hægari suðvestlæga átt og dregur úr rigningunni á suður- og vesturlandi, en í nótt og fyrramálið lítur út fyrir rigningu norðaustantil. Lítilsháttar væta á morgun, en styttir upp og léttir víða til síðdegis. Hitatölur víða á bilinu 10 til 16 stig. Veður Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Það blæs víðast hvar á landinu í dag að suðvestan, allt frá 3 til 10 m/s. Tveggja stafa tala í hitastigi víðast hvar um landið og gæti farið upp í átján stig á Hallormsstað. Ekki í fyrsta skipti sem sólin velur sér viðkomustað við þéttasta skóglendi landsins. Von er á suðlægri eða breytilegri átt á morgun, 3 til 8 m/s. Bjart með köflum, en skýjað sunnan- og vestanlands og dálítil væta þar. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Á miðvikudag heldur áfram að blása, þá að norðaustan 5 til 13 m/s og dálítil rigning eða súld með köflum. Þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast á Suðurlandi. Þegar líður á vikuna má reikna með norðlægri eða breytilegri átt, skýjað með köflum og allvíða líkur á síðdegisskúrum. Hitastig svipað og fyrr í vikunni. Fram undan er fyrsta helgin í júlí sem hefur löngum verið mikil útileguhelgi hér á landi. Bíða verður eitthvað inn í vikuna eftir traustari spá áður en fólk getur verið nokkuð öruggt með hvar megi finna besta veðrið. Fram kemur á vef Veðurstofu Íslands að skil frá lægð á Grænlandssundi gangi nú yfir landið. Áttin er suðaustlæg, víða strekkingur og rigning, en allhvasst eða hvasst á norðanverðu Snæfellsnesi. Á Norður- og Austurlandi er vindur yfirleitt hægari og bjartviðri. Þar er hlýtt í veðri og hefur hiti víða farið yfir 20 stig, en þegar þetta er ritað hefur mesti hiti mælst 24 stig á Brúsastöðum. Skilin fara nokkuð hratt yfir. Í kvöld snýst í hægari suðvestlæga átt og dregur úr rigningunni á suður- og vesturlandi, en í nótt og fyrramálið lítur út fyrir rigningu norðaustantil. Lítilsháttar væta á morgun, en styttir upp og léttir víða til síðdegis. Hitatölur víða á bilinu 10 til 16 stig.
Veður Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira