Von á átján stiga hita á Hallormsstað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2024 06:42 Við Atlavík á Hallormsstað þar sem reikna má með fínu veðri í dag Vísir/Vilhelm Reikna má með því að landsmenn hristi höfuðið í sumum landshlutum í dag og haldi áfram að bíða eftir sumrinu. Þeir sem eru á Austurlandi gætu þó viljað hafa stuttbuxur og sólarvörn innan seilingar. Það blæs víðast hvar á landinu í dag að suðvestan, allt frá 3 til 10 m/s. Tveggja stafa tala í hitastigi víðast hvar um landið og gæti farið upp í átján stig á Hallormsstað. Ekki í fyrsta skipti sem sólin velur sér viðkomustað við þéttasta skóglendi landsins. Von er á suðlægri eða breytilegri átt á morgun, 3 til 8 m/s. Bjart með köflum, en skýjað sunnan- og vestanlands og dálítil væta þar. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Á miðvikudag heldur áfram að blása, þá að norðaustan 5 til 13 m/s og dálítil rigning eða súld með köflum. Þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast á Suðurlandi. Þegar líður á vikuna má reikna með norðlægri eða breytilegri átt, skýjað með köflum og allvíða líkur á síðdegisskúrum. Hitastig svipað og fyrr í vikunni. Fram undan er fyrsta helgin í júlí sem hefur löngum verið mikil útileguhelgi hér á landi. Bíða verður eitthvað inn í vikuna eftir traustari spá áður en fólk getur verið nokkuð öruggt með hvar megi finna besta veðrið. Fram kemur á vef Veðurstofu Íslands að skil frá lægð á Grænlandssundi gangi nú yfir landið. Áttin er suðaustlæg, víða strekkingur og rigning, en allhvasst eða hvasst á norðanverðu Snæfellsnesi. Á Norður- og Austurlandi er vindur yfirleitt hægari og bjartviðri. Þar er hlýtt í veðri og hefur hiti víða farið yfir 20 stig, en þegar þetta er ritað hefur mesti hiti mælst 24 stig á Brúsastöðum. Skilin fara nokkuð hratt yfir. Í kvöld snýst í hægari suðvestlæga átt og dregur úr rigningunni á suður- og vesturlandi, en í nótt og fyrramálið lítur út fyrir rigningu norðaustantil. Lítilsháttar væta á morgun, en styttir upp og léttir víða til síðdegis. Hitatölur víða á bilinu 10 til 16 stig. Veður Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira
Það blæs víðast hvar á landinu í dag að suðvestan, allt frá 3 til 10 m/s. Tveggja stafa tala í hitastigi víðast hvar um landið og gæti farið upp í átján stig á Hallormsstað. Ekki í fyrsta skipti sem sólin velur sér viðkomustað við þéttasta skóglendi landsins. Von er á suðlægri eða breytilegri átt á morgun, 3 til 8 m/s. Bjart með köflum, en skýjað sunnan- og vestanlands og dálítil væta þar. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Á miðvikudag heldur áfram að blása, þá að norðaustan 5 til 13 m/s og dálítil rigning eða súld með köflum. Þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast á Suðurlandi. Þegar líður á vikuna má reikna með norðlægri eða breytilegri átt, skýjað með köflum og allvíða líkur á síðdegisskúrum. Hitastig svipað og fyrr í vikunni. Fram undan er fyrsta helgin í júlí sem hefur löngum verið mikil útileguhelgi hér á landi. Bíða verður eitthvað inn í vikuna eftir traustari spá áður en fólk getur verið nokkuð öruggt með hvar megi finna besta veðrið. Fram kemur á vef Veðurstofu Íslands að skil frá lægð á Grænlandssundi gangi nú yfir landið. Áttin er suðaustlæg, víða strekkingur og rigning, en allhvasst eða hvasst á norðanverðu Snæfellsnesi. Á Norður- og Austurlandi er vindur yfirleitt hægari og bjartviðri. Þar er hlýtt í veðri og hefur hiti víða farið yfir 20 stig, en þegar þetta er ritað hefur mesti hiti mælst 24 stig á Brúsastöðum. Skilin fara nokkuð hratt yfir. Í kvöld snýst í hægari suðvestlæga átt og dregur úr rigningunni á suður- og vesturlandi, en í nótt og fyrramálið lítur út fyrir rigningu norðaustantil. Lítilsháttar væta á morgun, en styttir upp og léttir víða til síðdegis. Hitatölur víða á bilinu 10 til 16 stig.
Veður Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira