Það er ákvörðun að beita mannvonsku Gísli Rafn Ólafsson skrifar 1. júlí 2024 08:00 11 ára drengur með Duchenne-hrörnunarsjúkdóminn liggur á Barnaspítalanum og bíður brottvísunar sinnar af landinu. Sérfræðingar innan heilbrigðiskerfisins, hagsmunasamtök og almenningur hafa fordæmt brottvísun drengsins bæði vegna heilbrigðis- eða mannúðarsjónarmiða. Það fylgir því mikil mannvonska að brottvísa drengnum og fjölskyldu hans. Því fylgir enn meiri mannvonska að hunsa álit sérfræðinga sem ítrekað hafa bent á að brottvísunin muni hafa alvarleg og langvarandi áhrif á líf og heilsu drengsins. Brottvísunin verður framkvæmd um leið og hann losnar af Barnaspítalanum í Reykjavík. Drengurinn heitir Yazan Tamimi og er af palestínskum uppruna. Foreldrar Yazans lögðu af stað í þá miklu hættuför að flýja frá Gaza-svæðinu með fatlaðan dreng sinn meðferðis. Þau komust til Íslands heil á húfi og hafa fundið öryggi og stuðning hér. Yazan á heima á Íslandi. Hér fær hann vandaða heilbrigðisþjónustu sem er honum lífsnauðsynleg. Fólk með Duchenne-sjúkdóminn lifir almennt ekki löngu lífi, og hafa sérfræðingar bent á að verði hið minnsta rof á þjónustu Yazans muni það minnka lífslíkur hans og stytta líf hans. Aðstæður Yazans og fjölskyldu bjóða því ekki upp á brottflutning af landinu - það beinlínis stofnar lífi drengsins í hættu. Samt sem áður verður brottvísun drengsins sett í framkvæmd hjá stoðdeild Ríkislögreglustjóra um leið og hann losnar af spítalanum. Brottvísað til lands sem þau ekki þekkja Brottvísa á Yazan og fjölskyldu hans til Spánar, lands sem þau ekki þekkja nema í mýflugumynd. Vegna verkfalla á flugvellinum við komuna til Spánar neyddist fjölskyldan til að dvelja lengur á Spáni en þau gerðu ráð fyrir. Vegabréf þeirra var af þeim sökum stimplað á flugvellinum á Spáni sem í stuttu máli veldur því að Spánn beri ábyrgð á hælisumsókn fjölskyldunnar samkvæmt Dyflinnar-reglugerðinni. Það er þó fátt sem ekkert sem hamlar íslenskum stjórnvöldum að ákveða að Ísland haldi ábyrgðinni á umsóknum fjölskyldunnar. Íslandi er heimilt að afgreiða umsóknirnar hér og veita fjölskyldunni vernd. Þetta er því ákvörðun um að beita þeirri mannvonsku að brottvísa Yazan og fjölskyldu hans. Ákvörðun um að líta fram hjá mannúðarástæðum. Ákvörðun um að taka ekki tillit til sérstakra aðstæðna. Ákvörðun um að beita mannvonsku. Kerfi án mannúðar Með nýlegum breytingum á lögum um útlendinga nr. 80/2016 er búið að taka alla mannúð úr kerfinu. Búið er að þrengja að rétti flóttafólks til fjölskyldusameiningar, fella á brott ákvæði sem tekur til sérstakra tengsla við Ísland og sérstakra ástæðna, og torvelda aðgengi kvenna og barna að löglegum og öruggum leiðum úr lífshættu í skjól. Kerfið er án mannúðar. Píratar hafa markvisst barist fyrir því á þinginu að mannúð sé höfð að leiðarljósi við hvers kyns lagasetningu og að lögin innihaldi svigrúm fyrir stjórnvöld til að taka tillit til sérstakra aðstæðna mismunandi einstaklinga. Píratar hafa varað við afleiðingunum en þær eru að raungerast beint fyrir framan okkur og birtast í því að brottvísa eigi ungum dreng í hjólastól gegn læknisráði. Ætlum við í alvöru að láta bjóða okkur kerfi sem er án mannúðar? Kerfi sem brottvísar fólki sama hvað? Kerfi sem brýtur á mannréttindum fullorðinna og barna? Kerfi sem beitir flóttafólk mannvonsku? Yazan á heima á Íslandi. Við viljum hafa Yazan og fjölskyldu hans hér. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Palestína Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
11 ára drengur með Duchenne-hrörnunarsjúkdóminn liggur á Barnaspítalanum og bíður brottvísunar sinnar af landinu. Sérfræðingar innan heilbrigðiskerfisins, hagsmunasamtök og almenningur hafa fordæmt brottvísun drengsins bæði vegna heilbrigðis- eða mannúðarsjónarmiða. Það fylgir því mikil mannvonska að brottvísa drengnum og fjölskyldu hans. Því fylgir enn meiri mannvonska að hunsa álit sérfræðinga sem ítrekað hafa bent á að brottvísunin muni hafa alvarleg og langvarandi áhrif á líf og heilsu drengsins. Brottvísunin verður framkvæmd um leið og hann losnar af Barnaspítalanum í Reykjavík. Drengurinn heitir Yazan Tamimi og er af palestínskum uppruna. Foreldrar Yazans lögðu af stað í þá miklu hættuför að flýja frá Gaza-svæðinu með fatlaðan dreng sinn meðferðis. Þau komust til Íslands heil á húfi og hafa fundið öryggi og stuðning hér. Yazan á heima á Íslandi. Hér fær hann vandaða heilbrigðisþjónustu sem er honum lífsnauðsynleg. Fólk með Duchenne-sjúkdóminn lifir almennt ekki löngu lífi, og hafa sérfræðingar bent á að verði hið minnsta rof á þjónustu Yazans muni það minnka lífslíkur hans og stytta líf hans. Aðstæður Yazans og fjölskyldu bjóða því ekki upp á brottflutning af landinu - það beinlínis stofnar lífi drengsins í hættu. Samt sem áður verður brottvísun drengsins sett í framkvæmd hjá stoðdeild Ríkislögreglustjóra um leið og hann losnar af spítalanum. Brottvísað til lands sem þau ekki þekkja Brottvísa á Yazan og fjölskyldu hans til Spánar, lands sem þau ekki þekkja nema í mýflugumynd. Vegna verkfalla á flugvellinum við komuna til Spánar neyddist fjölskyldan til að dvelja lengur á Spáni en þau gerðu ráð fyrir. Vegabréf þeirra var af þeim sökum stimplað á flugvellinum á Spáni sem í stuttu máli veldur því að Spánn beri ábyrgð á hælisumsókn fjölskyldunnar samkvæmt Dyflinnar-reglugerðinni. Það er þó fátt sem ekkert sem hamlar íslenskum stjórnvöldum að ákveða að Ísland haldi ábyrgðinni á umsóknum fjölskyldunnar. Íslandi er heimilt að afgreiða umsóknirnar hér og veita fjölskyldunni vernd. Þetta er því ákvörðun um að beita þeirri mannvonsku að brottvísa Yazan og fjölskyldu hans. Ákvörðun um að líta fram hjá mannúðarástæðum. Ákvörðun um að taka ekki tillit til sérstakra aðstæðna. Ákvörðun um að beita mannvonsku. Kerfi án mannúðar Með nýlegum breytingum á lögum um útlendinga nr. 80/2016 er búið að taka alla mannúð úr kerfinu. Búið er að þrengja að rétti flóttafólks til fjölskyldusameiningar, fella á brott ákvæði sem tekur til sérstakra tengsla við Ísland og sérstakra ástæðna, og torvelda aðgengi kvenna og barna að löglegum og öruggum leiðum úr lífshættu í skjól. Kerfið er án mannúðar. Píratar hafa markvisst barist fyrir því á þinginu að mannúð sé höfð að leiðarljósi við hvers kyns lagasetningu og að lögin innihaldi svigrúm fyrir stjórnvöld til að taka tillit til sérstakra aðstæðna mismunandi einstaklinga. Píratar hafa varað við afleiðingunum en þær eru að raungerast beint fyrir framan okkur og birtast í því að brottvísa eigi ungum dreng í hjólastól gegn læknisráði. Ætlum við í alvöru að láta bjóða okkur kerfi sem er án mannúðar? Kerfi sem brottvísar fólki sama hvað? Kerfi sem brýtur á mannréttindum fullorðinna og barna? Kerfi sem beitir flóttafólk mannvonsku? Yazan á heima á Íslandi. Við viljum hafa Yazan og fjölskyldu hans hér. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun