Svekkjandi uppgjör og aðstoðarforstjórinn látinn róa Árni Sæberg skrifar 29. júní 2024 07:55 Stjórnendur Ölgerðinnar, sem fækkaði um einn í gær, hafa lækkað afkomuspá félagins. Vísir/Vilhelm Ölgerðin tilkynnti í gær að staða aðstoðarforstjóra hafi verið lögð niður og Gunnari B. Sigurgeirssyni, sem gegnt hefur þeirri stöðu, hafi verið sagt upp störfum. Daginn áður birti félagið ársfjórðungsuppgjör og lækkaði afkomuspá. Í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar segir að breytingar á skipuriti taki þegar gildi. „Gunnar hefur starfað hjá Ölgerðinni síðan 2008 og komið að þróun og uppbyggingu á flestum vörumerkjum Ölgerðarinnar. Ég þakka honum fyrir óeigingjarnt starf í gegnum árin og óska honum velfarnaðar í framtíðinni“, er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar. Töluvert minni hagnaður Í fyrri tilkynningu félagsins segir að vörusala samstæðu Ölgerðarinnar hafi verið tvö prósent meiri á fyrsta ársfjórðungi 2024 en á sama tímabili 2023 og framlegð aukist um sjö prósent. EBITDA, hagnaður fyrir vexti, skatta og afskriftir, hafi numið 1.055 milljónum króna samanborið við 1.157 milljónir króna á fyrsta árfjórðungi ársins 2023, sem jafngildi níu prósent lækkun milli ára. Hagnaður eftir skatta hafi verið 482 milljónir króna á ársfjórðungnum og lækki um helming frá fyrra ári. Sé leiðrétt fyrir einskiptishlutdeildartekjum frá sama tímabili í fyrra að upphæð 386 milljónum króna lækki hagnaður um 114 milljónir króna frá fyrra ári, eða nítján prósent. Eigið fé í lok fyrsta ársfjórðungs 2024 hafi numið 15,8 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall verið 48,2 prósent, samanborið við 49,1 prósent við lok síðasta fjárhagsárs. Collab hefur slæm áhrif á afkomuspá Í tilkynningunni segir að afkomuspá stjórnenda fyrir samstæðu Ölgerðarinnar geri ráð fyrir að EBITDA verði 5.100 til 5.500 milljónir króna í stað 5.500 til 5.900 milljóna króna afkomuspár við upphaf fjárhagsársins. Afkomuspá lækki aðallega vegna útlits um minnkandi tekjur af ferðamönnum vegna fækkunar gistinátta á þessu ári og minni neyslu. Af lækkun afkomuspár séu 100 milljónir króna vegna aukinnar markaðssóknar Collab erlendis. Í fyrri spá hafi verið gert ráð fyrir 200 milljóna króna neikvæðum áhrifum á EBITDA. Samtals sé því gert ráð fyrir 300 milljóna króna neikvæðum áhrifum vegna útflutnings á Collab. Neikvæð áhrif á EBITDA vegna Collab útflutnings hafi numið fimmtíu milljónum króna á ársfjórðungnum. Ölgerðin Gosdrykkir Vistaskipti Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar segir að breytingar á skipuriti taki þegar gildi. „Gunnar hefur starfað hjá Ölgerðinni síðan 2008 og komið að þróun og uppbyggingu á flestum vörumerkjum Ölgerðarinnar. Ég þakka honum fyrir óeigingjarnt starf í gegnum árin og óska honum velfarnaðar í framtíðinni“, er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar. Töluvert minni hagnaður Í fyrri tilkynningu félagsins segir að vörusala samstæðu Ölgerðarinnar hafi verið tvö prósent meiri á fyrsta ársfjórðungi 2024 en á sama tímabili 2023 og framlegð aukist um sjö prósent. EBITDA, hagnaður fyrir vexti, skatta og afskriftir, hafi numið 1.055 milljónum króna samanborið við 1.157 milljónir króna á fyrsta árfjórðungi ársins 2023, sem jafngildi níu prósent lækkun milli ára. Hagnaður eftir skatta hafi verið 482 milljónir króna á ársfjórðungnum og lækki um helming frá fyrra ári. Sé leiðrétt fyrir einskiptishlutdeildartekjum frá sama tímabili í fyrra að upphæð 386 milljónum króna lækki hagnaður um 114 milljónir króna frá fyrra ári, eða nítján prósent. Eigið fé í lok fyrsta ársfjórðungs 2024 hafi numið 15,8 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall verið 48,2 prósent, samanborið við 49,1 prósent við lok síðasta fjárhagsárs. Collab hefur slæm áhrif á afkomuspá Í tilkynningunni segir að afkomuspá stjórnenda fyrir samstæðu Ölgerðarinnar geri ráð fyrir að EBITDA verði 5.100 til 5.500 milljónir króna í stað 5.500 til 5.900 milljóna króna afkomuspár við upphaf fjárhagsársins. Afkomuspá lækki aðallega vegna útlits um minnkandi tekjur af ferðamönnum vegna fækkunar gistinátta á þessu ári og minni neyslu. Af lækkun afkomuspár séu 100 milljónir króna vegna aukinnar markaðssóknar Collab erlendis. Í fyrri spá hafi verið gert ráð fyrir 200 milljóna króna neikvæðum áhrifum á EBITDA. Samtals sé því gert ráð fyrir 300 milljóna króna neikvæðum áhrifum vegna útflutnings á Collab. Neikvæð áhrif á EBITDA vegna Collab útflutnings hafi numið fimmtíu milljónum króna á ársfjórðungnum.
Ölgerðin Gosdrykkir Vistaskipti Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira