Stórir viðburðir í hættu þegar miðbærinn stækkar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2024 21:00 Baldur segist munu sjá mjög eftir túninu. Vísir/Einar Viðburðarhaldari á Selfossi segir að fyrirhugaðar framkvæmdir við stækkun nýja miðbæjarins á Selfossi muni ógna árlegum hátíðum í bænum. Honum blöskrar hversu langt eigi að byggja inn á tún við miðbæinn. Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fimmtudag að veita framkvæmdaleyfi vegna girðingar á skipulagssvæði nýja miðbæjarins, sem teygir sig inn á Sigtún á Selfossi. Skipleggjandi bílasýningar sem fer fram á túninu um helgina segir hans viðburð sleppa vel, en það gildi ekki um alla. „Sérstaklega þessir stóru viðburðir sem eru hér, eins og Sumar á Selfossi og Kótelettan og þessir stærri viðburðir. Það kemur til með að skerðast gífurlega hjá þeim öll aðstaða,“ segir Baldur Róbertsson. Eins og myndin að neðan sýnir mun girðingin teygja sig nokkuð inn á túnið, en þegar fram líða stundir er stefnt að því að hótel rísi á stórum hluta túnsins. Hér má sjá loftmynd frá Kótelettunni í fyrra. Rauða línan nær yfir það svæði sem bæjarstjórn samþykkti í vikunni að yrði girt af, en svarta línan sýnir hvar áformað er að hótelið beri við Söngskálina svokölluðu.Vísir/Hjalti Og þá óttast menn að Söngskálin svokallaða, sem sjá má í fréttinni í spilaranum hér að neðan, verði ónothæf, ef af byggingu hótelsins verður. „Það verður mjög erfitt að halda hátíðirnar hérna ef það verður byggt samkvæmt teikningum sem ég hef komið höndum yfir. Þar sem hótelið verður bara nákvæmlega hérna fyrir framan skálina, ofan í skálinni raunverulega,“ segir Baldur. Hann liggur ekki á skoðun sinni á málinu og segir túnið hafa tilfinningalegt gildi fyrir marga. „Þetta er bara kjaftæði fyrir okkur sem erum fæddir og uppaldir hér. Maður byrjaði að leika sér á þessu túni þegar maður var fimm ára í fótbolta.“ Miðbærinn flottur en menn ætli sér um of Baldur segist þó síður en svo vera á móti nýja miðbæ Selfoss. „Þetta er alveg snilldarvel gert hjá þeim, og svakalega flott hugmynd og allt þetta. Þeir eru bara komnir of langt inn,“ segir Baldur. Hann kveðst vera að líta til framtíðar með því að vekja athygli á málinu. „Ég er orðinn gamall, ég drepst bráðum. En ég myndi gjarnan vilja að börnin mín, afkomendur og Selfyssingar almennt eigi þennan stað í framtíðinni.“ Árborg Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fimmtudag að veita framkvæmdaleyfi vegna girðingar á skipulagssvæði nýja miðbæjarins, sem teygir sig inn á Sigtún á Selfossi. Skipleggjandi bílasýningar sem fer fram á túninu um helgina segir hans viðburð sleppa vel, en það gildi ekki um alla. „Sérstaklega þessir stóru viðburðir sem eru hér, eins og Sumar á Selfossi og Kótelettan og þessir stærri viðburðir. Það kemur til með að skerðast gífurlega hjá þeim öll aðstaða,“ segir Baldur Róbertsson. Eins og myndin að neðan sýnir mun girðingin teygja sig nokkuð inn á túnið, en þegar fram líða stundir er stefnt að því að hótel rísi á stórum hluta túnsins. Hér má sjá loftmynd frá Kótelettunni í fyrra. Rauða línan nær yfir það svæði sem bæjarstjórn samþykkti í vikunni að yrði girt af, en svarta línan sýnir hvar áformað er að hótelið beri við Söngskálina svokölluðu.Vísir/Hjalti Og þá óttast menn að Söngskálin svokallaða, sem sjá má í fréttinni í spilaranum hér að neðan, verði ónothæf, ef af byggingu hótelsins verður. „Það verður mjög erfitt að halda hátíðirnar hérna ef það verður byggt samkvæmt teikningum sem ég hef komið höndum yfir. Þar sem hótelið verður bara nákvæmlega hérna fyrir framan skálina, ofan í skálinni raunverulega,“ segir Baldur. Hann liggur ekki á skoðun sinni á málinu og segir túnið hafa tilfinningalegt gildi fyrir marga. „Þetta er bara kjaftæði fyrir okkur sem erum fæddir og uppaldir hér. Maður byrjaði að leika sér á þessu túni þegar maður var fimm ára í fótbolta.“ Miðbærinn flottur en menn ætli sér um of Baldur segist þó síður en svo vera á móti nýja miðbæ Selfoss. „Þetta er alveg snilldarvel gert hjá þeim, og svakalega flott hugmynd og allt þetta. Þeir eru bara komnir of langt inn,“ segir Baldur. Hann kveðst vera að líta til framtíðar með því að vekja athygli á málinu. „Ég er orðinn gamall, ég drepst bráðum. En ég myndi gjarnan vilja að börnin mín, afkomendur og Selfyssingar almennt eigi þennan stað í framtíðinni.“
Árborg Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira