Stórir viðburðir í hættu þegar miðbærinn stækkar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2024 21:00 Baldur segist munu sjá mjög eftir túninu. Vísir/Einar Viðburðarhaldari á Selfossi segir að fyrirhugaðar framkvæmdir við stækkun nýja miðbæjarins á Selfossi muni ógna árlegum hátíðum í bænum. Honum blöskrar hversu langt eigi að byggja inn á tún við miðbæinn. Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fimmtudag að veita framkvæmdaleyfi vegna girðingar á skipulagssvæði nýja miðbæjarins, sem teygir sig inn á Sigtún á Selfossi. Skipleggjandi bílasýningar sem fer fram á túninu um helgina segir hans viðburð sleppa vel, en það gildi ekki um alla. „Sérstaklega þessir stóru viðburðir sem eru hér, eins og Sumar á Selfossi og Kótelettan og þessir stærri viðburðir. Það kemur til með að skerðast gífurlega hjá þeim öll aðstaða,“ segir Baldur Róbertsson. Eins og myndin að neðan sýnir mun girðingin teygja sig nokkuð inn á túnið, en þegar fram líða stundir er stefnt að því að hótel rísi á stórum hluta túnsins. Hér má sjá loftmynd frá Kótelettunni í fyrra. Rauða línan nær yfir það svæði sem bæjarstjórn samþykkti í vikunni að yrði girt af, en svarta línan sýnir hvar áformað er að hótelið beri við Söngskálina svokölluðu.Vísir/Hjalti Og þá óttast menn að Söngskálin svokallaða, sem sjá má í fréttinni í spilaranum hér að neðan, verði ónothæf, ef af byggingu hótelsins verður. „Það verður mjög erfitt að halda hátíðirnar hérna ef það verður byggt samkvæmt teikningum sem ég hef komið höndum yfir. Þar sem hótelið verður bara nákvæmlega hérna fyrir framan skálina, ofan í skálinni raunverulega,“ segir Baldur. Hann liggur ekki á skoðun sinni á málinu og segir túnið hafa tilfinningalegt gildi fyrir marga. „Þetta er bara kjaftæði fyrir okkur sem erum fæddir og uppaldir hér. Maður byrjaði að leika sér á þessu túni þegar maður var fimm ára í fótbolta.“ Miðbærinn flottur en menn ætli sér um of Baldur segist þó síður en svo vera á móti nýja miðbæ Selfoss. „Þetta er alveg snilldarvel gert hjá þeim, og svakalega flott hugmynd og allt þetta. Þeir eru bara komnir of langt inn,“ segir Baldur. Hann kveðst vera að líta til framtíðar með því að vekja athygli á málinu. „Ég er orðinn gamall, ég drepst bráðum. En ég myndi gjarnan vilja að börnin mín, afkomendur og Selfyssingar almennt eigi þennan stað í framtíðinni.“ Árborg Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fimmtudag að veita framkvæmdaleyfi vegna girðingar á skipulagssvæði nýja miðbæjarins, sem teygir sig inn á Sigtún á Selfossi. Skipleggjandi bílasýningar sem fer fram á túninu um helgina segir hans viðburð sleppa vel, en það gildi ekki um alla. „Sérstaklega þessir stóru viðburðir sem eru hér, eins og Sumar á Selfossi og Kótelettan og þessir stærri viðburðir. Það kemur til með að skerðast gífurlega hjá þeim öll aðstaða,“ segir Baldur Róbertsson. Eins og myndin að neðan sýnir mun girðingin teygja sig nokkuð inn á túnið, en þegar fram líða stundir er stefnt að því að hótel rísi á stórum hluta túnsins. Hér má sjá loftmynd frá Kótelettunni í fyrra. Rauða línan nær yfir það svæði sem bæjarstjórn samþykkti í vikunni að yrði girt af, en svarta línan sýnir hvar áformað er að hótelið beri við Söngskálina svokölluðu.Vísir/Hjalti Og þá óttast menn að Söngskálin svokallaða, sem sjá má í fréttinni í spilaranum hér að neðan, verði ónothæf, ef af byggingu hótelsins verður. „Það verður mjög erfitt að halda hátíðirnar hérna ef það verður byggt samkvæmt teikningum sem ég hef komið höndum yfir. Þar sem hótelið verður bara nákvæmlega hérna fyrir framan skálina, ofan í skálinni raunverulega,“ segir Baldur. Hann liggur ekki á skoðun sinni á málinu og segir túnið hafa tilfinningalegt gildi fyrir marga. „Þetta er bara kjaftæði fyrir okkur sem erum fæddir og uppaldir hér. Maður byrjaði að leika sér á þessu túni þegar maður var fimm ára í fótbolta.“ Miðbærinn flottur en menn ætli sér um of Baldur segist þó síður en svo vera á móti nýja miðbæ Selfoss. „Þetta er alveg snilldarvel gert hjá þeim, og svakalega flott hugmynd og allt þetta. Þeir eru bara komnir of langt inn,“ segir Baldur. Hann kveðst vera að líta til framtíðar með því að vekja athygli á málinu. „Ég er orðinn gamall, ég drepst bráðum. En ég myndi gjarnan vilja að börnin mín, afkomendur og Selfyssingar almennt eigi þennan stað í framtíðinni.“
Árborg Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu