„Ekki fylgja hverju einasta tískutrendi“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. júní 2024 11:31 Ofurskvísan Tania Lind er viðmælandi í Tískutali. Aðsend Markaðsstjórinn og tískuunnandinn Tania Lind Fodilsdóttir elskar takmarkaleysi tískunnar og eru einstakar og áberandi flíkur í miklu uppáhaldi hjá henni í bland við stílhreinan klæðaburð. Tania Lind er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Tania Lind er með stílhreinan og einstakan stíl.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún er fjölbreytt og síbreytileg. Ég elska hvað tíska er takmarkalaus, það eru engar reglur, það er ekkert rétt eða rangt þú bara klæðir þig í því sem þér finnst flott og gefur þér sjálfstraust – það er tíska fyrir mér. Tania elskar fjölbreytileika tískunnar.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á mér alveg nokkrar uppáhalds flíkur en ég held mikið upp á kápurnar mínar tvær frá Charlotte Simone. Statement flíkur sem eru ekki framleiddar á massavísu svo þú sérð ekki alla í þeim. Svo eru Hoys buxurnar frá Samsøe must have flík í fataskápinn - suit buxur sem passa við allt og auðvelt að klæða upp og niður. Charlotte Simone kápan er í miklu uppáhaldi hjá Töniu.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei get ekki sagt það, ég klæði mig eftir skapi svo fer mikið eftir því. Einnig finnst mér þau dress sem ég vel í hraði oft koma betur út heldur en þau sem ég pæli mikið í. Finnst langskemmtilegast að byrja daginn á að skoða fataskápinn og pikka út þær flíkur sem ég er í stuði fyrir. Tania klæðir sig eftir skapi.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi segja að stíllinn minn væri frekar stílhreinn og afslappaður með skandinavísku ívafi. Ég legg mikið upp úr tímalausum og einföldum flíkum sem lifa lengi og er auðvelt að para saman við statement yfirhafnir og skó. Mitt go to dress eru víðar suitbuxur eða leðurbuxur parað við stílhreinan topp og oversizedblazer eða kápu. Elska góða strigaskó eða töffaraleg boots. Tania hefur gaman að því að blanda áberandi flík við einfaldari.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Nei ekkert svo rosalega. Ég hef ætíð lagt mikið upp úr flíkum sem eru tímalausar og stílhreinar, flíkur sem passa mér svo ég get ekki sagt að hann hafi breyst mikið. Tania hefur alla tíð haft svipaðan smekk á tímalausum flíkum.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Mér finnst ekkert skemmtilegra en að klæða mig upp, hvort sem það er fyrir vinnuna eða fínna tilefni. Það gefur mér algjöran kraft að vera í outfitti sem mér líður vel í. Töniu finnst ekkert skemmtilegra en að klæða sig upp.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég fæ mikinn innblástur frá fólki í kringum mig og umhverfinu og finnst mér rosalega gaman að blanda því saman. Annars fylgi ég alltaf innsæinu, er ekki að eltast við hvert einasta tískutrend. Mér finnst ótrúlega mikilvægt að maður fylgi þeim trendum sem henta manni og stílnum manns. Tania velur tískutrendin vel og er fylgin sjálfri sér.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Nei, mér finnst bara að maður eigi að fylgja innsæinu og klæðast því sem manni þykir flott og þægilegt. Ekki að eltast við hvert einasta tískutrend fylgdu heldur því sem hentar þér og þínum stíl. Tania og Heimir Þór kærasti hennar eru smart par.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Charlotte Simone kápurnar mínar eru ofarlega á þeim lista. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Ekki fylgja hverju einasta tískutrendi, heldur fylgdu innsæinu þínu og klæddu þig eins og þú vilt - þannig líður manni best. Tania fylgir innsæinu í tískunni.Aðsend Hér má fylgjst með Töniu á samfélagsmiðlinum Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Ef ég væri ekki prestur væri gaman að vera poppstjarna“ Presturinn og verðandi biskup Íslands sr. Guðrún Karls Helgudóttir er með glæsilegan og einstakan stíl og segir tískuna mikilvægt tjáningarform fyrir sér. Hún þekkir stíl sinn vel, veit upp á hár hverju hún vill klæðast og er hrifin af íslenskri hönnun. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir er viðmælandi í Tískutali. 22. júní 2024 07:01 Líður bókstaflega óstöðvandi í góðu fitti Félagsmiðstöðvarforstöðukonan og tískuáhugakonan Yrsa Ósk Finnbogadóttir er með einstakan og líflegan stíl og sækir mikið í skandinavíska hönnun. Hún er viðmælandi í Tískutali. 15. júní 2024 11:31 Klæðir sig oft óbeint í stíl við dóttur sína Tískuáhugakonan og ofurskvísan Selma Lind er með einstakan stíl og hefur saumað skemmtilegar flíkur á sjálfa sig. Í fyrra eignaðist Selma sitt fyrsta barn og segist hún nú vera að finna sinn stíl upp á nýtt eftir meðgönguna. Hún er viðmælandi í Tískutali. 8. júní 2024 11:31 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Tania Lind er með stílhreinan og einstakan stíl.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún er fjölbreytt og síbreytileg. Ég elska hvað tíska er takmarkalaus, það eru engar reglur, það er ekkert rétt eða rangt þú bara klæðir þig í því sem þér finnst flott og gefur þér sjálfstraust – það er tíska fyrir mér. Tania elskar fjölbreytileika tískunnar.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á mér alveg nokkrar uppáhalds flíkur en ég held mikið upp á kápurnar mínar tvær frá Charlotte Simone. Statement flíkur sem eru ekki framleiddar á massavísu svo þú sérð ekki alla í þeim. Svo eru Hoys buxurnar frá Samsøe must have flík í fataskápinn - suit buxur sem passa við allt og auðvelt að klæða upp og niður. Charlotte Simone kápan er í miklu uppáhaldi hjá Töniu.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei get ekki sagt það, ég klæði mig eftir skapi svo fer mikið eftir því. Einnig finnst mér þau dress sem ég vel í hraði oft koma betur út heldur en þau sem ég pæli mikið í. Finnst langskemmtilegast að byrja daginn á að skoða fataskápinn og pikka út þær flíkur sem ég er í stuði fyrir. Tania klæðir sig eftir skapi.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég myndi segja að stíllinn minn væri frekar stílhreinn og afslappaður með skandinavísku ívafi. Ég legg mikið upp úr tímalausum og einföldum flíkum sem lifa lengi og er auðvelt að para saman við statement yfirhafnir og skó. Mitt go to dress eru víðar suitbuxur eða leðurbuxur parað við stílhreinan topp og oversizedblazer eða kápu. Elska góða strigaskó eða töffaraleg boots. Tania hefur gaman að því að blanda áberandi flík við einfaldari.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Nei ekkert svo rosalega. Ég hef ætíð lagt mikið upp úr flíkum sem eru tímalausar og stílhreinar, flíkur sem passa mér svo ég get ekki sagt að hann hafi breyst mikið. Tania hefur alla tíð haft svipaðan smekk á tímalausum flíkum.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Mér finnst ekkert skemmtilegra en að klæða mig upp, hvort sem það er fyrir vinnuna eða fínna tilefni. Það gefur mér algjöran kraft að vera í outfitti sem mér líður vel í. Töniu finnst ekkert skemmtilegra en að klæða sig upp.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég fæ mikinn innblástur frá fólki í kringum mig og umhverfinu og finnst mér rosalega gaman að blanda því saman. Annars fylgi ég alltaf innsæinu, er ekki að eltast við hvert einasta tískutrend. Mér finnst ótrúlega mikilvægt að maður fylgi þeim trendum sem henta manni og stílnum manns. Tania velur tískutrendin vel og er fylgin sjálfri sér.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Nei, mér finnst bara að maður eigi að fylgja innsæinu og klæðast því sem manni þykir flott og þægilegt. Ekki að eltast við hvert einasta tískutrend fylgdu heldur því sem hentar þér og þínum stíl. Tania og Heimir Þór kærasti hennar eru smart par.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Charlotte Simone kápurnar mínar eru ofarlega á þeim lista. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Ekki fylgja hverju einasta tískutrendi, heldur fylgdu innsæinu þínu og klæddu þig eins og þú vilt - þannig líður manni best. Tania fylgir innsæinu í tískunni.Aðsend Hér má fylgjst með Töniu á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Ef ég væri ekki prestur væri gaman að vera poppstjarna“ Presturinn og verðandi biskup Íslands sr. Guðrún Karls Helgudóttir er með glæsilegan og einstakan stíl og segir tískuna mikilvægt tjáningarform fyrir sér. Hún þekkir stíl sinn vel, veit upp á hár hverju hún vill klæðast og er hrifin af íslenskri hönnun. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir er viðmælandi í Tískutali. 22. júní 2024 07:01 Líður bókstaflega óstöðvandi í góðu fitti Félagsmiðstöðvarforstöðukonan og tískuáhugakonan Yrsa Ósk Finnbogadóttir er með einstakan og líflegan stíl og sækir mikið í skandinavíska hönnun. Hún er viðmælandi í Tískutali. 15. júní 2024 11:31 Klæðir sig oft óbeint í stíl við dóttur sína Tískuáhugakonan og ofurskvísan Selma Lind er með einstakan stíl og hefur saumað skemmtilegar flíkur á sjálfa sig. Í fyrra eignaðist Selma sitt fyrsta barn og segist hún nú vera að finna sinn stíl upp á nýtt eftir meðgönguna. Hún er viðmælandi í Tískutali. 8. júní 2024 11:31 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Ef ég væri ekki prestur væri gaman að vera poppstjarna“ Presturinn og verðandi biskup Íslands sr. Guðrún Karls Helgudóttir er með glæsilegan og einstakan stíl og segir tískuna mikilvægt tjáningarform fyrir sér. Hún þekkir stíl sinn vel, veit upp á hár hverju hún vill klæðast og er hrifin af íslenskri hönnun. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir er viðmælandi í Tískutali. 22. júní 2024 07:01
Líður bókstaflega óstöðvandi í góðu fitti Félagsmiðstöðvarforstöðukonan og tískuáhugakonan Yrsa Ósk Finnbogadóttir er með einstakan og líflegan stíl og sækir mikið í skandinavíska hönnun. Hún er viðmælandi í Tískutali. 15. júní 2024 11:31
Klæðir sig oft óbeint í stíl við dóttur sína Tískuáhugakonan og ofurskvísan Selma Lind er með einstakan stíl og hefur saumað skemmtilegar flíkur á sjálfa sig. Í fyrra eignaðist Selma sitt fyrsta barn og segist hún nú vera að finna sinn stíl upp á nýtt eftir meðgönguna. Hún er viðmælandi í Tískutali. 8. júní 2024 11:31