Enn að ná sér niður eftir að hafa hitt Miuccia Prada Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. júní 2024 11:31 Ein best klæddu feðgin landsins Anna María og Villi áttu draumastund á tískusýningu Prada í Mílanó. Aðsend Feðginin Anna María Þorsteinsdóttir og Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson eru bæði tvö miklir tískuunnendur. Í vor barst þeim draumaboð á tískusýningu risans Prada og þurftu þau ekki að hugsa sig tvisvar um þó að þeim hafi reynst mis erfitt að velja klæðnað fyrir þennan stóra viðburð. Blaðamaður ræddi við Önnu Maríu um þennan eftirminnilega dag, þar sem þau rákust meðal annars á hin einu sönnu Miuccia Prada og Raf Simons. Eins og jólabörn á aðfangadagsmorgun Anna María, sem búsett er í Kaupmannahöfn, segist alla tíð hafa verið mikill tískuunnandi. „Villi stjúppabbi minn er það líka. Við deilum því áhugamáli að ræða, rökræða og dást að fatahönnun og öllu sem henni fylgir. Seint í maí á þessu ári barst okkur boð á Men’s Spring Summer 2025 Prada tískusýninguna sem haldin var í Mílanó um miðjan mánuðinn á eftir. Þetta var fyrsta tískusýning okkar beggja og vægast sagt draumaboð. Við vorum eins og jólabörn á aðfangadagsmorgun. Villi pabbi náði hins vegar að halda kúlinu, ekki ég,“ segir Anna María kímin. Feðginin voru með lúkkið á lás í Mílanó.Aðsend Ekki hlaupið að því að velja rétta fittið „Þegar við náðum okkur loksins aftur niður til jarðar vaknaði stóra, stóra spurningin: Í hverju ætlum við? Villi pabbi var ekki lengi að ákveða sig, hann er ekkert mikið í því að flækja málin. Ég elska aftur á móti að flækja málin. Villi er ekkert að flækja málin þegar það kemur að klæðaburði og var meðal annars valinn einn besti klæddi Íslendingurinn 2023 af álitsgjöfum Lífsins.Aðsend Ég spáði, spekúleraði og mátaði sirka milljón outfit en var engu nær. Um það bil viku fyrir sýningu bárust okkur þær fréttir að við þyrftum að senda lúkkin okkar fyrir sýninguna í ritskoðun og það strax. Kvíðahnúturinn í maganum mínum varð álíka stór og vatnsmelóna. Ég bjó í kjölfarið til einhverja fatasamsetningu í hausnum mínum og vonaði að hún blessaðist.“ Anna María var gríðarlega smart á sýningunni, með Prada bindi og skvísulæti.Aðsend Hátíska upp á sitt besta Tískusýningin var haldin þann 16. júní á Fondazione Prada safninu í Mílanó, þar sem hún er haldin ár hvert. „Rýmið var stórt og hvítt. Fyrirsæturnar gengu úr litlu hvítu húsi út á hvíta brú, smá Hamptons strandarhús fílingur. Þau Miuccia Prada og Raf Simons deila hlutverki sem listrænir stjórnendur Prada og hafa gert það síðan um vorið 2020 en Miuccia stýrir einnig fatamerkinu MiuMiu, dótturfyrirtæki Prada. Bæði hafa þau sinn einkennandi stíl sem eru gjarnan kenndir við þau en eru þó afar ólíkir. Framlag þeirra beggja var augljóst þetta tímabilið; mjög Prada-legt yfirbragð með þessu góða Raf Simons kryddi. Prada opnaði sýninguna með einföldu en klassísku lúkki; dökkblá V-hálsmáls kasmírpeysa, gráar jakkafatabuxur (með lítilli ásettri krumpu) og brúnir leður loafers. Mjög „Prada“. Þar á eftir urðu lúkkin meira og meira fyrir áhrifum herra Simons. Loka-lúkkið var fjólublár samfestingur með appelsínugulum rennilás frá toppi til táar, klætt með dökkbláum frakka og brúnum leður loafers. Þetta er litasamsetning sem má heita mjög belgísk og að sama skapi einkennandi fyrir Raf. Fötin voru flest öll hæfileg fyrir daglegt líf, að mínu mati.“ Miuccia Prada er tískugoðsögn.Anna María Án efa hápunktur viðburðarins Að lokinni sýningu fengu Anna María og Villi að kíkja baksviðs. „Þar sáum við snillingana tvo: Frú Prada og Herra Simons. Ég átti mér markmið og það var að fá að hitta annað hvort þeirra. Og það tókst mér! Ég kynnti mig og tók í höndina á Miuccia Prada. Hún, mjög hógvær og nánast kaldhæðin, kynnti sig líka, líkt og ég hefði ekki hugmynd um hver stæði þarna fyrir framan mig. Það var auðvitað mikil eftirspurn eftir konu kvöldsins svo okkar kynni urðu ekki lengri, stutt og laggóð. Ég hafði ekki sömu lukku að gæta með Simons eins og með okkar konu hjá Prada en góðir hlutir gerast hægt, kannski einn daginn. En þið getið rétt ímyndað ykkur að ég er ennþá að ná mér niður eftir þessi kynni. Satt að segja þá veit ég ekki hvort ég muni einhvern tíma gera það. Þetta var án efa hápunktur viðburðarins.“ Frú Prada og Anna María. Ógleymanleg stund segir Anna María.Aðsend Sturluð snið og ógleymanleg tískuupplifun Anna María bætir þó við að það hafi að sjálfsögðu verið sömuleiðis einstakt að fá að fylgjast með fyrirsætum frumsýna nýja tímabil Prada með berum augum. Anna María er enn að ná sér niður eftir kynnin við frú Prada.Aðsend „Daginn eftir sýninguna fengum við tækifæri á að fara og skoða sýningarrýmið, þar sem fatnaði tímabilsins hafði verið stillt snyrtilega upp fyrir gesti að skoða og virða fyrir sér og leggja inn pöntun, ef þær buxurnar voru á manninum. Það sem stóð hvað mest upp úr hjá mér úr sýningunni voru skyrturnar. Skyrturnar voru hannaðar með þeim hætti að þær voru gagngert krumpaðar; meðfram örmum, endum og kraga var vír sem beyglaðist og skapaði þetta skemmtilega krumpaða form. Vírinn býður þar af leiðandi upp á stíliseringu eftir þörf og löngun eigandans. Þetta fannst mér alveg brilljant. Við sáum einnig mikið af geggjuðum plíseruðum buxum á hverjum beltið hékk fremur neðarlega. Við nánari athugun sá ég að beltið var saumað í buxurnar. Vá. Vá. Vá!“ Beltið var saumað í buxurnar!Aðsend Anna María segist líka mjög hrifin af kasmír og þá sérstaklega kasmír V-hálsmálspeysum. „Vá, hvað ég datt í lukkupottinn þarna. V-hálsmálið var gegnumgangandi í sýningunni og tók á sig mörg form; í venjulegri peysu, gollu og meira að segja stuttermabol, svo ég nefni dæmi. Síðastar en alls ekki sístar voru töskurnar. Fyrirsæturnar gengu nokkar með stóra handtösku sem margir myndu kalla kvenlega. Leðurtaskan, sem kemur í hinum ýmsu litum, hefur um sig mjög töffaralegt belti sem nota má til að loka henni. Hversu kúl er það? Töskurnar fullkomnuðu lúkkin að mínu mati,“ segir Anna María að lokum stútfull af innblæstri. Anna María var mjög hrifin af töskunum.Aðsend Anna María og Villi voru í skýjunum með tískuupplifunina.Aðsend Tíska og hönnun Ítalía Íslendingar erlendis Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Eins og jólabörn á aðfangadagsmorgun Anna María, sem búsett er í Kaupmannahöfn, segist alla tíð hafa verið mikill tískuunnandi. „Villi stjúppabbi minn er það líka. Við deilum því áhugamáli að ræða, rökræða og dást að fatahönnun og öllu sem henni fylgir. Seint í maí á þessu ári barst okkur boð á Men’s Spring Summer 2025 Prada tískusýninguna sem haldin var í Mílanó um miðjan mánuðinn á eftir. Þetta var fyrsta tískusýning okkar beggja og vægast sagt draumaboð. Við vorum eins og jólabörn á aðfangadagsmorgun. Villi pabbi náði hins vegar að halda kúlinu, ekki ég,“ segir Anna María kímin. Feðginin voru með lúkkið á lás í Mílanó.Aðsend Ekki hlaupið að því að velja rétta fittið „Þegar við náðum okkur loksins aftur niður til jarðar vaknaði stóra, stóra spurningin: Í hverju ætlum við? Villi pabbi var ekki lengi að ákveða sig, hann er ekkert mikið í því að flækja málin. Ég elska aftur á móti að flækja málin. Villi er ekkert að flækja málin þegar það kemur að klæðaburði og var meðal annars valinn einn besti klæddi Íslendingurinn 2023 af álitsgjöfum Lífsins.Aðsend Ég spáði, spekúleraði og mátaði sirka milljón outfit en var engu nær. Um það bil viku fyrir sýningu bárust okkur þær fréttir að við þyrftum að senda lúkkin okkar fyrir sýninguna í ritskoðun og það strax. Kvíðahnúturinn í maganum mínum varð álíka stór og vatnsmelóna. Ég bjó í kjölfarið til einhverja fatasamsetningu í hausnum mínum og vonaði að hún blessaðist.“ Anna María var gríðarlega smart á sýningunni, með Prada bindi og skvísulæti.Aðsend Hátíska upp á sitt besta Tískusýningin var haldin þann 16. júní á Fondazione Prada safninu í Mílanó, þar sem hún er haldin ár hvert. „Rýmið var stórt og hvítt. Fyrirsæturnar gengu úr litlu hvítu húsi út á hvíta brú, smá Hamptons strandarhús fílingur. Þau Miuccia Prada og Raf Simons deila hlutverki sem listrænir stjórnendur Prada og hafa gert það síðan um vorið 2020 en Miuccia stýrir einnig fatamerkinu MiuMiu, dótturfyrirtæki Prada. Bæði hafa þau sinn einkennandi stíl sem eru gjarnan kenndir við þau en eru þó afar ólíkir. Framlag þeirra beggja var augljóst þetta tímabilið; mjög Prada-legt yfirbragð með þessu góða Raf Simons kryddi. Prada opnaði sýninguna með einföldu en klassísku lúkki; dökkblá V-hálsmáls kasmírpeysa, gráar jakkafatabuxur (með lítilli ásettri krumpu) og brúnir leður loafers. Mjög „Prada“. Þar á eftir urðu lúkkin meira og meira fyrir áhrifum herra Simons. Loka-lúkkið var fjólublár samfestingur með appelsínugulum rennilás frá toppi til táar, klætt með dökkbláum frakka og brúnum leður loafers. Þetta er litasamsetning sem má heita mjög belgísk og að sama skapi einkennandi fyrir Raf. Fötin voru flest öll hæfileg fyrir daglegt líf, að mínu mati.“ Miuccia Prada er tískugoðsögn.Anna María Án efa hápunktur viðburðarins Að lokinni sýningu fengu Anna María og Villi að kíkja baksviðs. „Þar sáum við snillingana tvo: Frú Prada og Herra Simons. Ég átti mér markmið og það var að fá að hitta annað hvort þeirra. Og það tókst mér! Ég kynnti mig og tók í höndina á Miuccia Prada. Hún, mjög hógvær og nánast kaldhæðin, kynnti sig líka, líkt og ég hefði ekki hugmynd um hver stæði þarna fyrir framan mig. Það var auðvitað mikil eftirspurn eftir konu kvöldsins svo okkar kynni urðu ekki lengri, stutt og laggóð. Ég hafði ekki sömu lukku að gæta með Simons eins og með okkar konu hjá Prada en góðir hlutir gerast hægt, kannski einn daginn. En þið getið rétt ímyndað ykkur að ég er ennþá að ná mér niður eftir þessi kynni. Satt að segja þá veit ég ekki hvort ég muni einhvern tíma gera það. Þetta var án efa hápunktur viðburðarins.“ Frú Prada og Anna María. Ógleymanleg stund segir Anna María.Aðsend Sturluð snið og ógleymanleg tískuupplifun Anna María bætir þó við að það hafi að sjálfsögðu verið sömuleiðis einstakt að fá að fylgjast með fyrirsætum frumsýna nýja tímabil Prada með berum augum. Anna María er enn að ná sér niður eftir kynnin við frú Prada.Aðsend „Daginn eftir sýninguna fengum við tækifæri á að fara og skoða sýningarrýmið, þar sem fatnaði tímabilsins hafði verið stillt snyrtilega upp fyrir gesti að skoða og virða fyrir sér og leggja inn pöntun, ef þær buxurnar voru á manninum. Það sem stóð hvað mest upp úr hjá mér úr sýningunni voru skyrturnar. Skyrturnar voru hannaðar með þeim hætti að þær voru gagngert krumpaðar; meðfram örmum, endum og kraga var vír sem beyglaðist og skapaði þetta skemmtilega krumpaða form. Vírinn býður þar af leiðandi upp á stíliseringu eftir þörf og löngun eigandans. Þetta fannst mér alveg brilljant. Við sáum einnig mikið af geggjuðum plíseruðum buxum á hverjum beltið hékk fremur neðarlega. Við nánari athugun sá ég að beltið var saumað í buxurnar. Vá. Vá. Vá!“ Beltið var saumað í buxurnar!Aðsend Anna María segist líka mjög hrifin af kasmír og þá sérstaklega kasmír V-hálsmálspeysum. „Vá, hvað ég datt í lukkupottinn þarna. V-hálsmálið var gegnumgangandi í sýningunni og tók á sig mörg form; í venjulegri peysu, gollu og meira að segja stuttermabol, svo ég nefni dæmi. Síðastar en alls ekki sístar voru töskurnar. Fyrirsæturnar gengu nokkar með stóra handtösku sem margir myndu kalla kvenlega. Leðurtaskan, sem kemur í hinum ýmsu litum, hefur um sig mjög töffaralegt belti sem nota má til að loka henni. Hversu kúl er það? Töskurnar fullkomnuðu lúkkin að mínu mati,“ segir Anna María að lokum stútfull af innblæstri. Anna María var mjög hrifin af töskunum.Aðsend Anna María og Villi voru í skýjunum með tískuupplifunina.Aðsend
Tíska og hönnun Ítalía Íslendingar erlendis Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira