„Hún gaf mér olnbogaskot í andlitið því hún var pirruð“ Andri Már Eggertsson skrifar 26. júní 2024 20:30 Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, í baráttunni í leik kvöldsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Tindastóll tapaði gegn FH á útivelli 4-1. Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, var svekkt eftir leik og ósátt út í dómara leiksins sem var að hennar mati ekki að vernda leikmennina inni á vellinum. „Við vorum ekki nógu ákveðnar og leikplanið gekk ekki alveg vel upp og það voru litlir hlutir sem gengu ekki upp fannst mér,“ sagði Bryndís í viðtali beint eftir leik. Tindastóll byrjaði leikinn afar illa og eftir tólf mínútur var liðið 2-0 undir sem reyndist ansi þungt fyrir gestina. „Þetta var einbeitingarleysi hjá okkur. Þær gerðu vel en við komum betur inn í seinni hálfleik og minnkuðum muninn sem var fínt. Þær svöruðu því með góðum kafla og gerðu út um leikinn.“ Bryndís Rut var ekki ánægð með hvernig liðið spilaði eftir að hafa fengið á sig mark þar sem FH skoraði tvö mörk með stuttu millibili bæði í fyrri og seinni hálfleik. „Viðbrögðin á næstu fimm mínútum eftir mark gerði út af við okkur. Okkur tókst ekki að bregðast nógu hratt við og það var vel gert hjá þeim.“ Í fyrri hálfleik fékk Bryndís olnbogaskot frá Breukelen Lachelle Woodard og lá eftir en dómarinn dæmdi ekkert. Bryndís var ekki sátt með línuna í leiknum og hefði viljað sjá dómarann vernda leikmenn betur. „Mér fannst dómarinn með frekar slappa línu ef ég á að vera hreinskilin. Hún gaf mér olnbogaskot í andlitið því hún var pirruð. Ég veit að það er hiti í leiknum og allt það en mér finnst dómararnir eiga að vernda leikmenn betur því að höfuðmeiðsli eru alvarlegri en fólk heldur og við erum með leikmenn sem við höfum misst út vegna höfuðmeiðsla. Mér finnst dómarar almennt eiga að verja leikmenn betur eins og í þessu atviki.“ En hefði þetta olnbogaskot ekki átt að verðskulda rautt spjald? „Dæmi hver fyrir sig. Ég þarf að horfa á þetta aftur en ég fékk olnboga beint í smettið og ég vil meina að þetta hafi verið frekar gróft. Boltinn var hvergi nálægt en það þýðir ekkert að pirra sig og það er bara áfram gakk,“ sagði Bryndís Rut að lokum. Tindastóll Besta deild kvenna FH Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
„Við vorum ekki nógu ákveðnar og leikplanið gekk ekki alveg vel upp og það voru litlir hlutir sem gengu ekki upp fannst mér,“ sagði Bryndís í viðtali beint eftir leik. Tindastóll byrjaði leikinn afar illa og eftir tólf mínútur var liðið 2-0 undir sem reyndist ansi þungt fyrir gestina. „Þetta var einbeitingarleysi hjá okkur. Þær gerðu vel en við komum betur inn í seinni hálfleik og minnkuðum muninn sem var fínt. Þær svöruðu því með góðum kafla og gerðu út um leikinn.“ Bryndís Rut var ekki ánægð með hvernig liðið spilaði eftir að hafa fengið á sig mark þar sem FH skoraði tvö mörk með stuttu millibili bæði í fyrri og seinni hálfleik. „Viðbrögðin á næstu fimm mínútum eftir mark gerði út af við okkur. Okkur tókst ekki að bregðast nógu hratt við og það var vel gert hjá þeim.“ Í fyrri hálfleik fékk Bryndís olnbogaskot frá Breukelen Lachelle Woodard og lá eftir en dómarinn dæmdi ekkert. Bryndís var ekki sátt með línuna í leiknum og hefði viljað sjá dómarann vernda leikmenn betur. „Mér fannst dómarinn með frekar slappa línu ef ég á að vera hreinskilin. Hún gaf mér olnbogaskot í andlitið því hún var pirruð. Ég veit að það er hiti í leiknum og allt það en mér finnst dómararnir eiga að vernda leikmenn betur því að höfuðmeiðsli eru alvarlegri en fólk heldur og við erum með leikmenn sem við höfum misst út vegna höfuðmeiðsla. Mér finnst dómarar almennt eiga að verja leikmenn betur eins og í þessu atviki.“ En hefði þetta olnbogaskot ekki átt að verðskulda rautt spjald? „Dæmi hver fyrir sig. Ég þarf að horfa á þetta aftur en ég fékk olnboga beint í smettið og ég vil meina að þetta hafi verið frekar gróft. Boltinn var hvergi nálægt en það þýðir ekkert að pirra sig og það er bara áfram gakk,“ sagði Bryndís Rut að lokum.
Tindastóll Besta deild kvenna FH Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira