Sjókvíeldi: aðför gegn náttúrunni Daníel Þröstur Pálsson skrifar 26. júní 2024 09:30 Ímyndið ykkur læk á íslandi, með sínum fallegum láa gróðri kringum hann, hrossagaukur syngjandi sitt fallegasta eða kannski lóa. Maður standandi í miðjuni með sína veiðistöng í sínum vaðbuxum, fylgjandi íslenskri hefð sem hefur verið stunduð í áratugi í samlyndi við náttúruna, kynslóðum saman. Svo ef þú vilt full klára myndina má bæta við Pólókexi á bakkann, nauðsynlegt í góða veiðiferð. Þessi fallega og kannski rómantíska mynd gerist hvert einasta sumar um nærri því allt land. En því miður mun hún ekki endist út næsta áratug ef ekkert er gert til að breyta stöðunni. Ástæðan? Sjókvíeldi. Vandamálið er að oftast, ef ekki alltaf, er notast við laxa frá erlendri grundu. Komin er því upp sú staða að það eru um 15,900,000 1 norskir laxar í sjókvíum við strendur Íslands. Til samanburðar er stærð villta laxastofnsins um 50,000-80,000 2 . Þetta gerir að verkum að íslenski laxinn er sérstaklega viðkvæmur fyrir öllum breytingum, sérstaklega ef norskir laxar sleppa úr kvíum. Því miður hefur það gerist, ekki einu sinni, heldur margoft. Þrátt fyrir fullyrðingar fyrirtækja sem stunda sjókvíeldi, eins og Arctic Sea Farm, um að fiskarnir í kvíunum séu ófrjóir og geta því ekki erfðablandast við íslenska stofnin jafnvel þegar þeir sleppa. Annað hefur komið í ljós. Til dæmis var stór hluti þeirra laxa sem sluppu úr kvíum Arctic Sea Farm árið 2023 við kynþroska 3 . Þrátt fyrir ítrekaðar fullyrðingar Arctic Sea Farm um að laxarnir myndu ekki verða það. Sjókvíaeldi og endurteknar slysasleppingar, ásamt öðru, er búið að gera það að verkum að íslenski laxinn er kominn í útrýmingarhættu. Laxinn sem meira en 2,000 lögbýli 4 treysta á tekjur frá. Dýrið sem hefur vaxið og dafnað samhliða íslensku þjóðinni í meira en þúsund ár. Spurningin er ekki hvort íslenski laxastofninn mun deyja út, heldur hvenær. Nú dugar ekki að setja sektir sem fyrirtæki finna ekki fyrir. Yfirvöld þurfa að taka skrefið, eina sem mun tryggja að íslenski laxinn lifi af og banna sjókvíaeldi við strendur íslands, eða í það minnsta setja lögbann við að hafa kynþroska laxa í sjókvíeldum. Því miður er bara einn stjórnmálaflokkur búin að styðja þessar nauðsynlegu breytingar, og það eru Píratar. Sem betur fer hafa viðbrögð við frumvarpi ríkistjórnar um lagareldi sýnt fram á hversu mikil andstæða er til staðar fyrir sjókvíaeldi. Ég vona að þessi viðbrögð munu leiða til þess að yfirvöld vakna við vondan draum og banna þetta stór slys sem er að eyðileggja land okkar og framtíð. Höfundur er umhverfissinni, í stjórn Ungra Pírata og framhaldskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Umhverfismál Píratar Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ímyndið ykkur læk á íslandi, með sínum fallegum láa gróðri kringum hann, hrossagaukur syngjandi sitt fallegasta eða kannski lóa. Maður standandi í miðjuni með sína veiðistöng í sínum vaðbuxum, fylgjandi íslenskri hefð sem hefur verið stunduð í áratugi í samlyndi við náttúruna, kynslóðum saman. Svo ef þú vilt full klára myndina má bæta við Pólókexi á bakkann, nauðsynlegt í góða veiðiferð. Þessi fallega og kannski rómantíska mynd gerist hvert einasta sumar um nærri því allt land. En því miður mun hún ekki endist út næsta áratug ef ekkert er gert til að breyta stöðunni. Ástæðan? Sjókvíeldi. Vandamálið er að oftast, ef ekki alltaf, er notast við laxa frá erlendri grundu. Komin er því upp sú staða að það eru um 15,900,000 1 norskir laxar í sjókvíum við strendur Íslands. Til samanburðar er stærð villta laxastofnsins um 50,000-80,000 2 . Þetta gerir að verkum að íslenski laxinn er sérstaklega viðkvæmur fyrir öllum breytingum, sérstaklega ef norskir laxar sleppa úr kvíum. Því miður hefur það gerist, ekki einu sinni, heldur margoft. Þrátt fyrir fullyrðingar fyrirtækja sem stunda sjókvíeldi, eins og Arctic Sea Farm, um að fiskarnir í kvíunum séu ófrjóir og geta því ekki erfðablandast við íslenska stofnin jafnvel þegar þeir sleppa. Annað hefur komið í ljós. Til dæmis var stór hluti þeirra laxa sem sluppu úr kvíum Arctic Sea Farm árið 2023 við kynþroska 3 . Þrátt fyrir ítrekaðar fullyrðingar Arctic Sea Farm um að laxarnir myndu ekki verða það. Sjókvíaeldi og endurteknar slysasleppingar, ásamt öðru, er búið að gera það að verkum að íslenski laxinn er kominn í útrýmingarhættu. Laxinn sem meira en 2,000 lögbýli 4 treysta á tekjur frá. Dýrið sem hefur vaxið og dafnað samhliða íslensku þjóðinni í meira en þúsund ár. Spurningin er ekki hvort íslenski laxastofninn mun deyja út, heldur hvenær. Nú dugar ekki að setja sektir sem fyrirtæki finna ekki fyrir. Yfirvöld þurfa að taka skrefið, eina sem mun tryggja að íslenski laxinn lifi af og banna sjókvíaeldi við strendur íslands, eða í það minnsta setja lögbann við að hafa kynþroska laxa í sjókvíeldum. Því miður er bara einn stjórnmálaflokkur búin að styðja þessar nauðsynlegu breytingar, og það eru Píratar. Sem betur fer hafa viðbrögð við frumvarpi ríkistjórnar um lagareldi sýnt fram á hversu mikil andstæða er til staðar fyrir sjókvíaeldi. Ég vona að þessi viðbrögð munu leiða til þess að yfirvöld vakna við vondan draum og banna þetta stór slys sem er að eyðileggja land okkar og framtíð. Höfundur er umhverfissinni, í stjórn Ungra Pírata og framhaldskólanemi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar