„Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið þægilegur sigur“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 25. júní 2024 20:30 Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Diego Breiðablik vann Keflavík 0-2 í kvöld á HS Orku vellinum, en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik og skoraði Katrín Ásbjörnsdóttir þau bæði. Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sitt lið að leik loknum. „Í fyrri hálfleik fannst mér við vera frábærar. Við komumst í góðar stöður, vorum bara virkilega góðar, héldum boltanum vel og ég held að Keflavík hafi varla átt skot í fyrri hálfleik. Ég var mjög ánægður með hvað við gerðum og það var á endanum nóg fyrir okkur til þess að klára leikinn. Keflavík kom sterkt inn í seinni hálfleikinn og fengu nokkur góð færi, en frammistaða okkar í dag dugði til þess að klára leikinn.“ Leikurinn var nokkuð tíðindalítill fyrir utan þau mörk sem Breiðablik skoraði í fyrri hálfleik. Nik Chamberlain fannst þó sigurinn ekki hafa verið þægilegur. „Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið þægilegur sigur, ef Keflavík hefði skorað hefðum við mögulega spilað betri sóknarbolta, reynt að ná inn öðru marki en í staðin héldum við fenginni stöðu og það hélst út leikinn. Við vorum á köflum óvandvirkar í seinni hálfleik, en frammistaða okkar í fyrri var það sem skilaði sigrinum.“ Katrín Ásbjörnsdóttir var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik á tímabilinu í Bestu deildinni og átti flotta frammistöðu, enda skoraði hún tvö mörk. „Hún var í stöðum til þess að skora mörk og það er það sem þú villt frá framherjanum þínum. Eins og ég segi með fyrsta markið þá var það frábær hreyfing hjá henni eftir gott samspil og seinna markið var bara að vera á réttum stað á réttum tíma. Restin af leiknum spilaði hún vel,“ sagði Nik Chamberlain um frammistöðu framherja síns, Katrínu Ásbjörnsdóttur. Að lokum var Nik Chamberlain spurður út í meiðsli Öglu Maríu Albertsdóttur og Ólöfu Sigríðar Kristinsdóttir sem báðar fóru slasaðar af velli gegn Víkingi í síðasta leik. „Agla María og Ólöf fara í MRI skanna á morgun og eftir það kemur í ljós hversu alvarleg þau meiðsli eru.“ Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Sjá meira
„Í fyrri hálfleik fannst mér við vera frábærar. Við komumst í góðar stöður, vorum bara virkilega góðar, héldum boltanum vel og ég held að Keflavík hafi varla átt skot í fyrri hálfleik. Ég var mjög ánægður með hvað við gerðum og það var á endanum nóg fyrir okkur til þess að klára leikinn. Keflavík kom sterkt inn í seinni hálfleikinn og fengu nokkur góð færi, en frammistaða okkar í dag dugði til þess að klára leikinn.“ Leikurinn var nokkuð tíðindalítill fyrir utan þau mörk sem Breiðablik skoraði í fyrri hálfleik. Nik Chamberlain fannst þó sigurinn ekki hafa verið þægilegur. „Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið þægilegur sigur, ef Keflavík hefði skorað hefðum við mögulega spilað betri sóknarbolta, reynt að ná inn öðru marki en í staðin héldum við fenginni stöðu og það hélst út leikinn. Við vorum á köflum óvandvirkar í seinni hálfleik, en frammistaða okkar í fyrri var það sem skilaði sigrinum.“ Katrín Ásbjörnsdóttir var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik á tímabilinu í Bestu deildinni og átti flotta frammistöðu, enda skoraði hún tvö mörk. „Hún var í stöðum til þess að skora mörk og það er það sem þú villt frá framherjanum þínum. Eins og ég segi með fyrsta markið þá var það frábær hreyfing hjá henni eftir gott samspil og seinna markið var bara að vera á réttum stað á réttum tíma. Restin af leiknum spilaði hún vel,“ sagði Nik Chamberlain um frammistöðu framherja síns, Katrínu Ásbjörnsdóttur. Að lokum var Nik Chamberlain spurður út í meiðsli Öglu Maríu Albertsdóttur og Ólöfu Sigríðar Kristinsdóttir sem báðar fóru slasaðar af velli gegn Víkingi í síðasta leik. „Agla María og Ólöf fara í MRI skanna á morgun og eftir það kemur í ljós hversu alvarleg þau meiðsli eru.“
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn