Kjarnorkubréf Einsteins til sölu Jón Þór Stefánsson skrifar 25. júní 2024 18:14 Albert Einstein í þungum þönkum. Getty Bréf sem Albert Einstein skrifaði til Franklíns D. Roosevelt Bandaríkjaforseta árið 1939 verður falt á uppboði. Í bréfinu hvatti Einstein forsetann til að hefja þróun á kjarnorkusprengjum þar sem að Þýskaland nasismans væri farið að gera það. Þremur árum seinna byrjuðu Bandaríkjamenn að hanna kjarnorkuvopn með hinu svokallaða Manhattan-verkefni. Bandaríkin notuðu síðan afraksturinn í stríðsrekstri undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar í Hiroshima og Nagasaki í Japan árið 1945. Bréfið var þó ekki skrifað af sjálfum Einstein, heldur var það ungverski vísindamaðurinn Leo Szilard sem hélt um pennann, en hann er sagður hafa fengið hjálp frá öðru fræðafólki við skrifin. Einstein hins vegar skrifaði undir bréfið, en það þótti líklegri til að fanga athygli Roosevelt forseta. Það var skrifað annan ágúst 1939, örfáum vikum áður en seinni heimsstyrjöldin hófst. Talið er að bréfið hafi veitt Einstein eftirsjá. „Hefði ég vitað að Þjóðverjum myndi ekki takast að framleiða kjarnorkuvopn þá hefði ég ekki lyft fingri,“ á hann aða hafa sagt árið 1947. Bréfið var í eigu Paul Allen, eins stofnanda Microsoft, sem lést 65 ára gamall árið 2018. Fleiri munir Allen verða til sölu á uppboði sem mun fara fram í New York í september. Samkvæmt BBC verður umrætt bréf þó aðalgripurinn sem verður á boðstólnum, en búist er við því að verðmat á því hlaupi á fjórum til sex milljónum Bandaríkjadala. Jafngildi þess er frá rúmlega 500 milljónum íslenskra króna upp í rúmlega 800 milljónir. Seinni heimsstyrjöldin Bandaríkin Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Þremur árum seinna byrjuðu Bandaríkjamenn að hanna kjarnorkuvopn með hinu svokallaða Manhattan-verkefni. Bandaríkin notuðu síðan afraksturinn í stríðsrekstri undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar í Hiroshima og Nagasaki í Japan árið 1945. Bréfið var þó ekki skrifað af sjálfum Einstein, heldur var það ungverski vísindamaðurinn Leo Szilard sem hélt um pennann, en hann er sagður hafa fengið hjálp frá öðru fræðafólki við skrifin. Einstein hins vegar skrifaði undir bréfið, en það þótti líklegri til að fanga athygli Roosevelt forseta. Það var skrifað annan ágúst 1939, örfáum vikum áður en seinni heimsstyrjöldin hófst. Talið er að bréfið hafi veitt Einstein eftirsjá. „Hefði ég vitað að Þjóðverjum myndi ekki takast að framleiða kjarnorkuvopn þá hefði ég ekki lyft fingri,“ á hann aða hafa sagt árið 1947. Bréfið var í eigu Paul Allen, eins stofnanda Microsoft, sem lést 65 ára gamall árið 2018. Fleiri munir Allen verða til sölu á uppboði sem mun fara fram í New York í september. Samkvæmt BBC verður umrætt bréf þó aðalgripurinn sem verður á boðstólnum, en búist er við því að verðmat á því hlaupi á fjórum til sex milljónum Bandaríkjadala. Jafngildi þess er frá rúmlega 500 milljónum íslenskra króna upp í rúmlega 800 milljónir.
Seinni heimsstyrjöldin Bandaríkin Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira