Ósýnilegir sjúkdómar: Eva fékk ristilkrabbamein fertug Eva Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2024 10:01 Það síðasta sem heimilislæknirinn minn í London sagði rétt áður en ég var lögð inn á Royal Free Hospital og undirgekkst tvær neyðaraðgerðir við ristilkrabbameini var hvað ég liti vel út. Eftir ár af krabbameinsmeðferð með stóma og lyfjagjöf beið mín mikið heilsufarslegt uppbyggingarstarf. Sem sálfræðingur og núvitundarkennari fór ég rannsaka ýmsa áhættuþætti sem tengjast sjúkdómum. Böndin beindust fljótt að áhrifum áfalla á heilsu og hvaða áhrif tengslamótun í æsku hefur á líkur þess að fólk þrói með sér sjúkdóma á lífsleiðinni. Eftir því sem fólk skorar hærra á Adverse Childhood Experiences (ACE) kvarðanum aukast líkur á að fólk veikist af sjúkdómum á fullorðinsárum. Áföll í æsku og ótrygg geðtengsl við nánustu umönnunaraðila geta haft neikvæð áhrif á taugakerfið og skapað óheilbrigð hegðunarmynstur sem börn taka síðan með sér út í lífið. Það getur valdið langvarandi mallandi streitu sem getur með tímanum bælt ónæmiskerfið sem getur orsakað sjúkdóma eins og krabbamein. Búsett í London gafst mér kostur á að vinna með sumu af færasta fagfólki heims á sínu sviði og hef unnið alþjóðlega með því í gegnum Zoom. Bandaríkjamaðurinn Karden Rabin er sérfræðingur í stýringu taugakerfisins og frumkvöðull á sínu sviði. Skjólstæðingar hans eru meðal annars geðlæknirinn Bessel Van der Kolk sem skrifaði New York Times Best Seller bókina Líkaminn geymir allt (The Body Keeps the Score) en hann er brautryðjandi í áfallafræðum innan læknavísindanna. Karden komst að því að taugakerfi mitt væri fast í svokölluðu viðbragðsleysi (shut down mode). Í stað þess að róa taugakerfi þitt þarf að virkja það (upward regulation), sagði hann og byggði greiningu sína á Polyvagal Theory sem var þróuð af vísindamanninum Stephen Porges. Hún fjallar meðal annars um flökkutaugina (vagus nerve) en það hefur komið í ljós að vel tónuð flökkutaug hefur jákvæða fylgni við heilsu og vellíðan. Eftir að það var búið að kortleggja vandann fór ég á fullt í þjálfun til að ná betri heilsu og nýtti núvitundina til að velja athafnir sem ég dregst að til að auka líkur á að endurhæfingin yrði árangursrík því oft krefst það vissrar bersköldunar að læra nýja hluti frá grunni. Þá er gott að velja athafnir sem maður hefur ástríðu fyrir sem í mínu tilviki var hreyfing, tónlist og spilamennska. Eitt af því sem Stephen Porges mælir með til að þjálfa flökkutaugina er söngur sem varð til þess að ég fór að syngja í þremur kórum auk þess að fara í söngtíma hjá breska tenórnum Bradley Smith, Associate Professor at Royal Academy of Music í London og strax eftir fyrstu söngtímana fann ég framför í líðan og bætta orku. Þegar það er vanstilling í taugakerfinu eru þolmörk oft af skornum skammti og það þarf að vinna að því að víkka út þolgluggann (Widen the window of tolerance). Til að þenja út þolmörkin fór ég í daglegar gönguferðir í Primrose Hill og Regent's Park ásamt því að fara í skíðaskóla í Ölpunum og fann að eftir hverja skíðaferð varð úthaldið meira. Þolmörkin voru byrjuð að víkka. Heili okkar er mótanlegur (neuroplastic) og það er hægt að hafa áhrif á hann með því að læra nýja hluti. Ólíkt því sem eitt sinn var talið þá er hægt að endurnýja og þjálfa taugabrautir í heilanum. Til að byggja nýjar og heilbrigðar taugabrautir fór ég að læra á píanó en það reynir sérstaklega á samhæfingu á milli handa og er því gott þjálfunartæki. Rannsóknir Gabor Mate og annarra sérfræðinga benda til þess að það sé samband á milli niðurbældrar reiði og krabbameins. Fólk sem fær krabbamein hefur stundum verið bendlað við Type C manngerð sem er innhverft og kurteist fólk með sterka þörf til að þóknast öðrum. Til að tengja betur við tilfinningu heilbrigðrar reiði fór ég að læra box og kynntist þar þessari kraftmiklu tilfinningu sem hjálpar okkur að setja mörk og standa upp gegn óréttlæti. Sómatískar meðferðir eins og nudd hafa líka góð áhrif á taugakerfið og öndunaræfingar í gegnum jóga geta líka hjálpað til að stilla taugakerfið. Líkamsrækt er mikilvæg og ég hef unnið reglulega með einkaþjálfara og pilates kennara til að byggja upp líkamann en eftir mikil veikindi og rúmlegu hafði vöðvamassinn rýrnað. Til að vinna með heilaþoku fór ég að læra Bridge en sú hugarleikfimi styrkir framheilann sem getur orðið fyrir skaða af miklum meðferðum, álagi og áföllum en áfallastreita er mjög algeng hjá fólki sem hefur fengið lífshættulega sjúkdóma og hefur þurft að ganga í gegnum harkaleg læknisfræðileg inngrip. Ég lærði hjá Jo Jarrold í London og það þurfti kjark til að sitja á móti þessum Bridge meistara þegar það var erfitt að leggja saman 5 plús 3. Ef við höfum orðið fyrir röskuðum geðtengslum (attachment injuries) í æsku hefur það áhrif á taugakerfið og það er mikilvægt að komast inn í taugaskynjun öryggis (neuroception of safety). Það er hægt að byggja upp áunnin örugg geðtengsl með því að skoða aðferðir til að styrkja þessar leiðir innra með okkur. Í því ferli er mikilvægt að hlusta á innsæið um það hvort hægt er að treysta fólki. Að ná aftur heilsu er langhlaup, það gerist ekki á einni nóttu en með þekkingu, þjálfun og þolinmæði þá er hægt að ná ótrúlega miklum árangri, meira að segja í sjúkdómum sem eru taldir krónískir og þar með ólæknandi. Það getur krafist hugrekkis að hefjast handa og að fara út fyrir þægindarammann en árangurinn sem af því getur hlotist er sannarlega þess virði. Að ná aftur heilsu er langhlaup, það gerist ekki á einni nóttu en með þekkingu, þjálfun og þolinmæði þá er hægt að ná ótrúlega miklum árangri, meira að segja í sjúkdómum sem eru taldir krónískir og þar með ólæknandi. Það getur krafist hugrekkis að hefjast handa og að fara út fyrir þægindarammann en árangurinn sem af því getur hlotist er sannarlega þess virði. Höfundur er sálfræðingur og núvitundarkennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það síðasta sem heimilislæknirinn minn í London sagði rétt áður en ég var lögð inn á Royal Free Hospital og undirgekkst tvær neyðaraðgerðir við ristilkrabbameini var hvað ég liti vel út. Eftir ár af krabbameinsmeðferð með stóma og lyfjagjöf beið mín mikið heilsufarslegt uppbyggingarstarf. Sem sálfræðingur og núvitundarkennari fór ég rannsaka ýmsa áhættuþætti sem tengjast sjúkdómum. Böndin beindust fljótt að áhrifum áfalla á heilsu og hvaða áhrif tengslamótun í æsku hefur á líkur þess að fólk þrói með sér sjúkdóma á lífsleiðinni. Eftir því sem fólk skorar hærra á Adverse Childhood Experiences (ACE) kvarðanum aukast líkur á að fólk veikist af sjúkdómum á fullorðinsárum. Áföll í æsku og ótrygg geðtengsl við nánustu umönnunaraðila geta haft neikvæð áhrif á taugakerfið og skapað óheilbrigð hegðunarmynstur sem börn taka síðan með sér út í lífið. Það getur valdið langvarandi mallandi streitu sem getur með tímanum bælt ónæmiskerfið sem getur orsakað sjúkdóma eins og krabbamein. Búsett í London gafst mér kostur á að vinna með sumu af færasta fagfólki heims á sínu sviði og hef unnið alþjóðlega með því í gegnum Zoom. Bandaríkjamaðurinn Karden Rabin er sérfræðingur í stýringu taugakerfisins og frumkvöðull á sínu sviði. Skjólstæðingar hans eru meðal annars geðlæknirinn Bessel Van der Kolk sem skrifaði New York Times Best Seller bókina Líkaminn geymir allt (The Body Keeps the Score) en hann er brautryðjandi í áfallafræðum innan læknavísindanna. Karden komst að því að taugakerfi mitt væri fast í svokölluðu viðbragðsleysi (shut down mode). Í stað þess að róa taugakerfi þitt þarf að virkja það (upward regulation), sagði hann og byggði greiningu sína á Polyvagal Theory sem var þróuð af vísindamanninum Stephen Porges. Hún fjallar meðal annars um flökkutaugina (vagus nerve) en það hefur komið í ljós að vel tónuð flökkutaug hefur jákvæða fylgni við heilsu og vellíðan. Eftir að það var búið að kortleggja vandann fór ég á fullt í þjálfun til að ná betri heilsu og nýtti núvitundina til að velja athafnir sem ég dregst að til að auka líkur á að endurhæfingin yrði árangursrík því oft krefst það vissrar bersköldunar að læra nýja hluti frá grunni. Þá er gott að velja athafnir sem maður hefur ástríðu fyrir sem í mínu tilviki var hreyfing, tónlist og spilamennska. Eitt af því sem Stephen Porges mælir með til að þjálfa flökkutaugina er söngur sem varð til þess að ég fór að syngja í þremur kórum auk þess að fara í söngtíma hjá breska tenórnum Bradley Smith, Associate Professor at Royal Academy of Music í London og strax eftir fyrstu söngtímana fann ég framför í líðan og bætta orku. Þegar það er vanstilling í taugakerfinu eru þolmörk oft af skornum skammti og það þarf að vinna að því að víkka út þolgluggann (Widen the window of tolerance). Til að þenja út þolmörkin fór ég í daglegar gönguferðir í Primrose Hill og Regent's Park ásamt því að fara í skíðaskóla í Ölpunum og fann að eftir hverja skíðaferð varð úthaldið meira. Þolmörkin voru byrjuð að víkka. Heili okkar er mótanlegur (neuroplastic) og það er hægt að hafa áhrif á hann með því að læra nýja hluti. Ólíkt því sem eitt sinn var talið þá er hægt að endurnýja og þjálfa taugabrautir í heilanum. Til að byggja nýjar og heilbrigðar taugabrautir fór ég að læra á píanó en það reynir sérstaklega á samhæfingu á milli handa og er því gott þjálfunartæki. Rannsóknir Gabor Mate og annarra sérfræðinga benda til þess að það sé samband á milli niðurbældrar reiði og krabbameins. Fólk sem fær krabbamein hefur stundum verið bendlað við Type C manngerð sem er innhverft og kurteist fólk með sterka þörf til að þóknast öðrum. Til að tengja betur við tilfinningu heilbrigðrar reiði fór ég að læra box og kynntist þar þessari kraftmiklu tilfinningu sem hjálpar okkur að setja mörk og standa upp gegn óréttlæti. Sómatískar meðferðir eins og nudd hafa líka góð áhrif á taugakerfið og öndunaræfingar í gegnum jóga geta líka hjálpað til að stilla taugakerfið. Líkamsrækt er mikilvæg og ég hef unnið reglulega með einkaþjálfara og pilates kennara til að byggja upp líkamann en eftir mikil veikindi og rúmlegu hafði vöðvamassinn rýrnað. Til að vinna með heilaþoku fór ég að læra Bridge en sú hugarleikfimi styrkir framheilann sem getur orðið fyrir skaða af miklum meðferðum, álagi og áföllum en áfallastreita er mjög algeng hjá fólki sem hefur fengið lífshættulega sjúkdóma og hefur þurft að ganga í gegnum harkaleg læknisfræðileg inngrip. Ég lærði hjá Jo Jarrold í London og það þurfti kjark til að sitja á móti þessum Bridge meistara þegar það var erfitt að leggja saman 5 plús 3. Ef við höfum orðið fyrir röskuðum geðtengslum (attachment injuries) í æsku hefur það áhrif á taugakerfið og það er mikilvægt að komast inn í taugaskynjun öryggis (neuroception of safety). Það er hægt að byggja upp áunnin örugg geðtengsl með því að skoða aðferðir til að styrkja þessar leiðir innra með okkur. Í því ferli er mikilvægt að hlusta á innsæið um það hvort hægt er að treysta fólki. Að ná aftur heilsu er langhlaup, það gerist ekki á einni nóttu en með þekkingu, þjálfun og þolinmæði þá er hægt að ná ótrúlega miklum árangri, meira að segja í sjúkdómum sem eru taldir krónískir og þar með ólæknandi. Það getur krafist hugrekkis að hefjast handa og að fara út fyrir þægindarammann en árangurinn sem af því getur hlotist er sannarlega þess virði. Að ná aftur heilsu er langhlaup, það gerist ekki á einni nóttu en með þekkingu, þjálfun og þolinmæði þá er hægt að ná ótrúlega miklum árangri, meira að segja í sjúkdómum sem eru taldir krónískir og þar með ólæknandi. Það getur krafist hugrekkis að hefjast handa og að fara út fyrir þægindarammann en árangurinn sem af því getur hlotist er sannarlega þess virði. Höfundur er sálfræðingur og núvitundarkennari.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun