Allt önnur viðbrögð við lúsmýbiti í dag Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. júní 2024 10:51 Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, segir að lúsmýið geri oft vart við sig í miðjum júní. Vísir/Vilhelm Gísli Már Gíslason prófessor emeritus í vatnalíffræði segist sjálfur ekki finna lengur fyrir þeim lúsmýbitum sem hann verði fyrir í sveitinni. Enn er óljóst hvaðan flugan á uppruna sinn í lífríkinu hér á landi en alveg ljóst að hún er komin til að vera og tímaspursmál hvenær moskítóflugan bætist í hópinn. Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni þar sem Gísli Már ræddi litlu fluguna sem gert hefur Íslendingum lífið leitt á sumrin undanfarin ár. Gísli segir að fremst af sumri hafi skuld vegna bita verið skellt á lúsmýið að ósekju á meðan þar hafi flóin verið líklegasti sökudólgurinn. Engin bólga Gísli segir í Bítinu alveg ljóst að lúsmýið sé alls ekki á undanhaldi. Það hafi seinkað komu sinni í ár en sé komið til að vera. Það muni bara auka útbreiðslu sína um landið á næstu árum. Þeir sem bitnir hafi verið mest í upphafi lúsmýfaraldursins í kringum 2015 séu ekki bitnir minna nú. „Maður er bitinn eftir sem áður,“ segir Gísli sem segir þau hjónin eiga bústað uppi við Meðalfellsvatn. Þar hafi lúsmýið fundist fyrst á landinu árið 2015. Þau hafi verið bitin sundur og saman sumarið 2017. „Og ég blés alveg út. Ég var eins og hella, allt sem stóð út undan sænginni á nóttinni þegar ég svaf. Núna er ég bitinn jafn mikið en ég finn ekkert fyrir neinni bólgu. Viðbrögðin eru bara allt önnur. Ég er búinn að efla þolið gagnvart þessu. Ég taldi til dæmis í eitt skiptið tuttugu bit bara á öðru handarbaki og það var engin bólga í því. Ég nennti ekki að telja afganginn, það var alls staðar, allt í litlum rauðum doppum án þess að það væri bólgið.“ Fólk kvarti frekar undan moskító Gísli segist ekki hafa fundið neinn kláða eftir bitið. Ljóst sé þó að fólk sem minna hafi verið bitið undanfarin ár sé viðkvæmara en aðrir. „Þau sprauta efni sem koma í veg fyrir storknun blóðsins, undir húðina eða í háræðarnar sem þau eru að soga úr. Í þessu er prótein og fólk er með ofnæmi gagnvart þessum efnum, ekki bitinu sem slíku. Þú getur leikið þér að því að stinga þig með títuprjón án þess að þú blásir út.“ Gísla sýnist flestir venjist þessu. Alls staðar í Norður-Evrópu sé lúsmýið mjög algengt og mjög skætt. Þar kvarti fólk ekki undan þessu eins og hér á Íslandi. Þar sé aðalskaðvaldurinn moskítóflugan. „En hér, fólk liggur við að það selji sumarbústaðina sína af því að það er lúsmý í nágrenninu,“ segir Gísli sem segir líka að það sé einungis tímaspursmál hvenær moskítóflugan nemi land á Íslandi. Á milli þrjátíu, fjörutíu tegundir af flugunni séu til í Skandinavíu og á Bretlandi. Lífríkið á Íslandi sé enn að jafna sig eftir ísöld. „Það eru tuttugu þúsund tegundir af skordýrum á Norðurlöndum. Við erum með innan við tvö þúsund tegundir. Við erum ennþá í þessum fasa að það er landnám eftir ísöld.“ Skordýr Bítið Lúsmý Tengdar fréttir Bestu ráðin í baráttunni við bitin Lúsmýið hefur nartað í Íslendinga í auknum mæli á sumrin síðustu ár. Húsráð við bitunum eru jafn ólík og þau eru mörg en ofnæmislæknir segir að best sé að kæla bitin, bera sterakrem á þau og taka ofnæmislyf. 19. júní 2023 21:54 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira
Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni þar sem Gísli Már ræddi litlu fluguna sem gert hefur Íslendingum lífið leitt á sumrin undanfarin ár. Gísli segir að fremst af sumri hafi skuld vegna bita verið skellt á lúsmýið að ósekju á meðan þar hafi flóin verið líklegasti sökudólgurinn. Engin bólga Gísli segir í Bítinu alveg ljóst að lúsmýið sé alls ekki á undanhaldi. Það hafi seinkað komu sinni í ár en sé komið til að vera. Það muni bara auka útbreiðslu sína um landið á næstu árum. Þeir sem bitnir hafi verið mest í upphafi lúsmýfaraldursins í kringum 2015 séu ekki bitnir minna nú. „Maður er bitinn eftir sem áður,“ segir Gísli sem segir þau hjónin eiga bústað uppi við Meðalfellsvatn. Þar hafi lúsmýið fundist fyrst á landinu árið 2015. Þau hafi verið bitin sundur og saman sumarið 2017. „Og ég blés alveg út. Ég var eins og hella, allt sem stóð út undan sænginni á nóttinni þegar ég svaf. Núna er ég bitinn jafn mikið en ég finn ekkert fyrir neinni bólgu. Viðbrögðin eru bara allt önnur. Ég er búinn að efla þolið gagnvart þessu. Ég taldi til dæmis í eitt skiptið tuttugu bit bara á öðru handarbaki og það var engin bólga í því. Ég nennti ekki að telja afganginn, það var alls staðar, allt í litlum rauðum doppum án þess að það væri bólgið.“ Fólk kvarti frekar undan moskító Gísli segist ekki hafa fundið neinn kláða eftir bitið. Ljóst sé þó að fólk sem minna hafi verið bitið undanfarin ár sé viðkvæmara en aðrir. „Þau sprauta efni sem koma í veg fyrir storknun blóðsins, undir húðina eða í háræðarnar sem þau eru að soga úr. Í þessu er prótein og fólk er með ofnæmi gagnvart þessum efnum, ekki bitinu sem slíku. Þú getur leikið þér að því að stinga þig með títuprjón án þess að þú blásir út.“ Gísla sýnist flestir venjist þessu. Alls staðar í Norður-Evrópu sé lúsmýið mjög algengt og mjög skætt. Þar kvarti fólk ekki undan þessu eins og hér á Íslandi. Þar sé aðalskaðvaldurinn moskítóflugan. „En hér, fólk liggur við að það selji sumarbústaðina sína af því að það er lúsmý í nágrenninu,“ segir Gísli sem segir líka að það sé einungis tímaspursmál hvenær moskítóflugan nemi land á Íslandi. Á milli þrjátíu, fjörutíu tegundir af flugunni séu til í Skandinavíu og á Bretlandi. Lífríkið á Íslandi sé enn að jafna sig eftir ísöld. „Það eru tuttugu þúsund tegundir af skordýrum á Norðurlöndum. Við erum með innan við tvö þúsund tegundir. Við erum ennþá í þessum fasa að það er landnám eftir ísöld.“
Skordýr Bítið Lúsmý Tengdar fréttir Bestu ráðin í baráttunni við bitin Lúsmýið hefur nartað í Íslendinga í auknum mæli á sumrin síðustu ár. Húsráð við bitunum eru jafn ólík og þau eru mörg en ofnæmislæknir segir að best sé að kæla bitin, bera sterakrem á þau og taka ofnæmislyf. 19. júní 2023 21:54 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira
Bestu ráðin í baráttunni við bitin Lúsmýið hefur nartað í Íslendinga í auknum mæli á sumrin síðustu ár. Húsráð við bitunum eru jafn ólík og þau eru mörg en ofnæmislæknir segir að best sé að kæla bitin, bera sterakrem á þau og taka ofnæmislyf. 19. júní 2023 21:54