Mótmæla brottvísun Yazans á Austurvelli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júní 2024 18:13 Vísir/Hjalti Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til að mótmæla brottvísun Yazans Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs með vöðvarýrnunarsjúkdóm. Fyrr í vikunni var greint frá því að kærunefnd útlendingamála hefði vísað máli hans frá og neitað honum endanlega um vernd hér á landi. Vísir/Hjalti Yazan glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne. Mohsen og Feryal Aburajab Tamimi, foreldrar hans, komu með Yazan til Íslands fyrir tæplega ári síðan. Fjölskyldan er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu og flúði vegna versnandi ástands þar í landi. Heilbrigðisstofnanir Palestínu hafa orðið að líða talsverðar skerðingar á þjónustu vegna stríðsástandsins. Yazan þarf á stöðugri læknisaðstoð að halda til að hann geti lifað bærilegu lífi. „Vanhæf ríkisstjórn, ómennsk ríkisstjórn“ er meðal þess sem heyra má fundargesti kyrja á Austurvelli. Vísir/Hjalti Albert Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, hefur óskað eftir því að Kærunefnd útlendingamála tæki mál hans aftur upp. Í samtali við fréttastofu í maí sagði hann að nauðsynleg gögn um áhrif brottflutnings á heilsu Yazans hafi ekki verið lögð fyrir í málinu þegar það var fyrst tekið fyrir. „Viljum við í alvöru vera ábyrg fyrir því að stytta líf 11 ára drengs, sem er nú þegar verulega stytt?“ segir meðal annars í fundarboði samtakanna No borders. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Yazans Tengdar fréttir Yazan endanlega vísað úr landi og boðað hefur verið til mótmæla Ellefu ára palestínskum dreng með hrörnunarsjúkdóm verður vísað úr landi eftir að Kærunefnd útlendinga vísaði máli hans frá og neitaði honum endanlega um vernd hér á landi. Boðað hefur verið til mótmæla á sunnudag vegna þessa. 21. júní 2024 08:40 Yazan bíður enn svara Algjör óvissa er enn í máli tólf ára palestínsks drengs, með hrörnunarsjúkdóm, sem senda á úr landi. Tæpar þrjár vikur eru síðan stoðdeild ríkislögreglustjóra heimsótti drenginn og foreldra hans til að undirbúa brottflutning en óskað hefur verið eftir endurupptöku málsins. 26. maí 2024 15:01 Senda á tólf ára palestínskan dreng með hrörnunarsjúkdóm úr landi Vísa á ellefu ára gömlum palestínskum dreng, sem er með ágengan hrörnunarsjúkdóm, og foreldrum hans úr landi. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en nauðsynlegum gögn um heilsu drengsins var ekki framvísað við málsmeðferðina. Drengurinn segist hræðast mjög að vera sendur úr landi. 10. maí 2024 18:31 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Fyrr í vikunni var greint frá því að kærunefnd útlendingamála hefði vísað máli hans frá og neitað honum endanlega um vernd hér á landi. Vísir/Hjalti Yazan glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne. Mohsen og Feryal Aburajab Tamimi, foreldrar hans, komu með Yazan til Íslands fyrir tæplega ári síðan. Fjölskyldan er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu og flúði vegna versnandi ástands þar í landi. Heilbrigðisstofnanir Palestínu hafa orðið að líða talsverðar skerðingar á þjónustu vegna stríðsástandsins. Yazan þarf á stöðugri læknisaðstoð að halda til að hann geti lifað bærilegu lífi. „Vanhæf ríkisstjórn, ómennsk ríkisstjórn“ er meðal þess sem heyra má fundargesti kyrja á Austurvelli. Vísir/Hjalti Albert Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, hefur óskað eftir því að Kærunefnd útlendingamála tæki mál hans aftur upp. Í samtali við fréttastofu í maí sagði hann að nauðsynleg gögn um áhrif brottflutnings á heilsu Yazans hafi ekki verið lögð fyrir í málinu þegar það var fyrst tekið fyrir. „Viljum við í alvöru vera ábyrg fyrir því að stytta líf 11 ára drengs, sem er nú þegar verulega stytt?“ segir meðal annars í fundarboði samtakanna No borders.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Yazans Tengdar fréttir Yazan endanlega vísað úr landi og boðað hefur verið til mótmæla Ellefu ára palestínskum dreng með hrörnunarsjúkdóm verður vísað úr landi eftir að Kærunefnd útlendinga vísaði máli hans frá og neitaði honum endanlega um vernd hér á landi. Boðað hefur verið til mótmæla á sunnudag vegna þessa. 21. júní 2024 08:40 Yazan bíður enn svara Algjör óvissa er enn í máli tólf ára palestínsks drengs, með hrörnunarsjúkdóm, sem senda á úr landi. Tæpar þrjár vikur eru síðan stoðdeild ríkislögreglustjóra heimsótti drenginn og foreldra hans til að undirbúa brottflutning en óskað hefur verið eftir endurupptöku málsins. 26. maí 2024 15:01 Senda á tólf ára palestínskan dreng með hrörnunarsjúkdóm úr landi Vísa á ellefu ára gömlum palestínskum dreng, sem er með ágengan hrörnunarsjúkdóm, og foreldrum hans úr landi. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en nauðsynlegum gögn um heilsu drengsins var ekki framvísað við málsmeðferðina. Drengurinn segist hræðast mjög að vera sendur úr landi. 10. maí 2024 18:31 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
Yazan endanlega vísað úr landi og boðað hefur verið til mótmæla Ellefu ára palestínskum dreng með hrörnunarsjúkdóm verður vísað úr landi eftir að Kærunefnd útlendinga vísaði máli hans frá og neitaði honum endanlega um vernd hér á landi. Boðað hefur verið til mótmæla á sunnudag vegna þessa. 21. júní 2024 08:40
Yazan bíður enn svara Algjör óvissa er enn í máli tólf ára palestínsks drengs, með hrörnunarsjúkdóm, sem senda á úr landi. Tæpar þrjár vikur eru síðan stoðdeild ríkislögreglustjóra heimsótti drenginn og foreldra hans til að undirbúa brottflutning en óskað hefur verið eftir endurupptöku málsins. 26. maí 2024 15:01
Senda á tólf ára palestínskan dreng með hrörnunarsjúkdóm úr landi Vísa á ellefu ára gömlum palestínskum dreng, sem er með ágengan hrörnunarsjúkdóm, og foreldrum hans úr landi. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en nauðsynlegum gögn um heilsu drengsins var ekki framvísað við málsmeðferðina. Drengurinn segist hræðast mjög að vera sendur úr landi. 10. maí 2024 18:31