Mótmæla brottvísun Yazans á Austurvelli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júní 2024 18:13 Vísir/Hjalti Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til að mótmæla brottvísun Yazans Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs með vöðvarýrnunarsjúkdóm. Fyrr í vikunni var greint frá því að kærunefnd útlendingamála hefði vísað máli hans frá og neitað honum endanlega um vernd hér á landi. Vísir/Hjalti Yazan glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne. Mohsen og Feryal Aburajab Tamimi, foreldrar hans, komu með Yazan til Íslands fyrir tæplega ári síðan. Fjölskyldan er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu og flúði vegna versnandi ástands þar í landi. Heilbrigðisstofnanir Palestínu hafa orðið að líða talsverðar skerðingar á þjónustu vegna stríðsástandsins. Yazan þarf á stöðugri læknisaðstoð að halda til að hann geti lifað bærilegu lífi. „Vanhæf ríkisstjórn, ómennsk ríkisstjórn“ er meðal þess sem heyra má fundargesti kyrja á Austurvelli. Vísir/Hjalti Albert Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, hefur óskað eftir því að Kærunefnd útlendingamála tæki mál hans aftur upp. Í samtali við fréttastofu í maí sagði hann að nauðsynleg gögn um áhrif brottflutnings á heilsu Yazans hafi ekki verið lögð fyrir í málinu þegar það var fyrst tekið fyrir. „Viljum við í alvöru vera ábyrg fyrir því að stytta líf 11 ára drengs, sem er nú þegar verulega stytt?“ segir meðal annars í fundarboði samtakanna No borders. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Yazans Tengdar fréttir Yazan endanlega vísað úr landi og boðað hefur verið til mótmæla Ellefu ára palestínskum dreng með hrörnunarsjúkdóm verður vísað úr landi eftir að Kærunefnd útlendinga vísaði máli hans frá og neitaði honum endanlega um vernd hér á landi. Boðað hefur verið til mótmæla á sunnudag vegna þessa. 21. júní 2024 08:40 Yazan bíður enn svara Algjör óvissa er enn í máli tólf ára palestínsks drengs, með hrörnunarsjúkdóm, sem senda á úr landi. Tæpar þrjár vikur eru síðan stoðdeild ríkislögreglustjóra heimsótti drenginn og foreldra hans til að undirbúa brottflutning en óskað hefur verið eftir endurupptöku málsins. 26. maí 2024 15:01 Senda á tólf ára palestínskan dreng með hrörnunarsjúkdóm úr landi Vísa á ellefu ára gömlum palestínskum dreng, sem er með ágengan hrörnunarsjúkdóm, og foreldrum hans úr landi. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en nauðsynlegum gögn um heilsu drengsins var ekki framvísað við málsmeðferðina. Drengurinn segist hræðast mjög að vera sendur úr landi. 10. maí 2024 18:31 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Sjá meira
Fyrr í vikunni var greint frá því að kærunefnd útlendingamála hefði vísað máli hans frá og neitað honum endanlega um vernd hér á landi. Vísir/Hjalti Yazan glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne. Mohsen og Feryal Aburajab Tamimi, foreldrar hans, komu með Yazan til Íslands fyrir tæplega ári síðan. Fjölskyldan er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu og flúði vegna versnandi ástands þar í landi. Heilbrigðisstofnanir Palestínu hafa orðið að líða talsverðar skerðingar á þjónustu vegna stríðsástandsins. Yazan þarf á stöðugri læknisaðstoð að halda til að hann geti lifað bærilegu lífi. „Vanhæf ríkisstjórn, ómennsk ríkisstjórn“ er meðal þess sem heyra má fundargesti kyrja á Austurvelli. Vísir/Hjalti Albert Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, hefur óskað eftir því að Kærunefnd útlendingamála tæki mál hans aftur upp. Í samtali við fréttastofu í maí sagði hann að nauðsynleg gögn um áhrif brottflutnings á heilsu Yazans hafi ekki verið lögð fyrir í málinu þegar það var fyrst tekið fyrir. „Viljum við í alvöru vera ábyrg fyrir því að stytta líf 11 ára drengs, sem er nú þegar verulega stytt?“ segir meðal annars í fundarboði samtakanna No borders.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Yazans Tengdar fréttir Yazan endanlega vísað úr landi og boðað hefur verið til mótmæla Ellefu ára palestínskum dreng með hrörnunarsjúkdóm verður vísað úr landi eftir að Kærunefnd útlendinga vísaði máli hans frá og neitaði honum endanlega um vernd hér á landi. Boðað hefur verið til mótmæla á sunnudag vegna þessa. 21. júní 2024 08:40 Yazan bíður enn svara Algjör óvissa er enn í máli tólf ára palestínsks drengs, með hrörnunarsjúkdóm, sem senda á úr landi. Tæpar þrjár vikur eru síðan stoðdeild ríkislögreglustjóra heimsótti drenginn og foreldra hans til að undirbúa brottflutning en óskað hefur verið eftir endurupptöku málsins. 26. maí 2024 15:01 Senda á tólf ára palestínskan dreng með hrörnunarsjúkdóm úr landi Vísa á ellefu ára gömlum palestínskum dreng, sem er með ágengan hrörnunarsjúkdóm, og foreldrum hans úr landi. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en nauðsynlegum gögn um heilsu drengsins var ekki framvísað við málsmeðferðina. Drengurinn segist hræðast mjög að vera sendur úr landi. 10. maí 2024 18:31 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Sjá meira
Yazan endanlega vísað úr landi og boðað hefur verið til mótmæla Ellefu ára palestínskum dreng með hrörnunarsjúkdóm verður vísað úr landi eftir að Kærunefnd útlendinga vísaði máli hans frá og neitaði honum endanlega um vernd hér á landi. Boðað hefur verið til mótmæla á sunnudag vegna þessa. 21. júní 2024 08:40
Yazan bíður enn svara Algjör óvissa er enn í máli tólf ára palestínsks drengs, með hrörnunarsjúkdóm, sem senda á úr landi. Tæpar þrjár vikur eru síðan stoðdeild ríkislögreglustjóra heimsótti drenginn og foreldra hans til að undirbúa brottflutning en óskað hefur verið eftir endurupptöku málsins. 26. maí 2024 15:01
Senda á tólf ára palestínskan dreng með hrörnunarsjúkdóm úr landi Vísa á ellefu ára gömlum palestínskum dreng, sem er með ágengan hrörnunarsjúkdóm, og foreldrum hans úr landi. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en nauðsynlegum gögn um heilsu drengsins var ekki framvísað við málsmeðferðina. Drengurinn segist hræðast mjög að vera sendur úr landi. 10. maí 2024 18:31