Nýr leikmaður Chelsea sagður vera besti Brassinn síðan Neymar kom fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2024 12:10 Estevao Willian fagnar marki með Palmeiras í bikarleik á móti Botafogo. Getty/Marco Galvão/ Chelsea hefur keypt Estevao Willian frá brasilíska félaginu Palmeiras og það vantar ekki meðmælin úr herbúðum brasilíska félagsins. Chelsea borgar til að byrja með 29 milljónir punda fyrir leikmanninn en svo bætast við bónusar eftir því hvernig hann stendur sig. „Ég hef ekki séð svona leikmann áður,“ sagði Abel Ferreira, þjálfari Palmeiras eftir sigurleik í maí. Þessi virti þjálfari er ekki þekktur fyrir stórar yfirlýsingar en það var ljóst að hann hefur miklar mætur á stráknum. Breska ríkisútvarpið fjallar um strákinn. Chelsea Football Club has agreed a deal to sign teenage forward Estevao Willian from Palmeiras, with the Brazilian to officially join Chelsea next summer. 🤝 pic.twitter.com/SHLVRaD4gi— Chelsea FC (@ChelseaFC) June 22, 2024 Hinn sautján ára gamli Willian hafði þarna tryggt Palmeiras sigur á Botafogo á lokmínútunum í bikarleik félaganna og spilað frábærlega í leiknum. Þessi vinstri vængmaður hefur vakið mikla athygli en Chelsea var í baráttu um hann við Bayern München, Paris Saint-Germain og Manchester City. Chelsea gæti á endanum þurft að borga 52 milljónir punda fyrir hann. Hann kemur þó ekki á Stamford Bridge fyrr en eftir heimsmeistarakeppni félagsliða í júlí á næsta ári. Former World Cup winner with Brazil Branco believes that new Chelsea signing Estevao Willian is the best Brazilian born player he’s seen since Neymar 👊🇧🇷 pic.twitter.com/aDyZq5Ckhc— Talk Chelsea (@talkchelsea) June 21, 2024 Brasilískir táningar eins og Vinicius Jr og Rodrygo hafa farið til Evrópu fyrir stórar upphæðir á síðustu árum. Það var þó talað um hvorugan þeirra eins og er talað um Estevao Willian. Það er tilfinning manna í Brasilíu að þessi sveitastrákur frá Sao Paulo gæti verið sér á báti. „Estevao er besti leikmaðurinn sem hefur komið frá Brasilíu síðan Neymar kom fram. Þegar þú horfir á hann spila þá verður þú strax ástfanginn,“ sagði Joao Paulo Sampaio, yfirmaður knattspyrnuakademíu Palmeiras. „Hann hefur þegar hrifið alla með tækni sinni en eins og var með Neymar á sínum tíma þá á hann eftir að bæta við líkamlega þáttinn. Hann er ekki eins sterkur og Endrick og á því eftir langa leið á því sviði. Það er samt það sem fær fólk til að halda að þakið fyrr hann sé mjög hátt,“ sagði Sampaio. 🚨🔵 Here’s Willian Estevão with family and agent André Cury after signing his Chelsea contract until June 2033.“Congrats to Palmeiras for the biggest sale ever from South America to Europe”, Cury said.⤵️📸 pic.twitter.com/hBIoL1KeRd— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 22, 2024 Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Chelsea borgar til að byrja með 29 milljónir punda fyrir leikmanninn en svo bætast við bónusar eftir því hvernig hann stendur sig. „Ég hef ekki séð svona leikmann áður,“ sagði Abel Ferreira, þjálfari Palmeiras eftir sigurleik í maí. Þessi virti þjálfari er ekki þekktur fyrir stórar yfirlýsingar en það var ljóst að hann hefur miklar mætur á stráknum. Breska ríkisútvarpið fjallar um strákinn. Chelsea Football Club has agreed a deal to sign teenage forward Estevao Willian from Palmeiras, with the Brazilian to officially join Chelsea next summer. 🤝 pic.twitter.com/SHLVRaD4gi— Chelsea FC (@ChelseaFC) June 22, 2024 Hinn sautján ára gamli Willian hafði þarna tryggt Palmeiras sigur á Botafogo á lokmínútunum í bikarleik félaganna og spilað frábærlega í leiknum. Þessi vinstri vængmaður hefur vakið mikla athygli en Chelsea var í baráttu um hann við Bayern München, Paris Saint-Germain og Manchester City. Chelsea gæti á endanum þurft að borga 52 milljónir punda fyrir hann. Hann kemur þó ekki á Stamford Bridge fyrr en eftir heimsmeistarakeppni félagsliða í júlí á næsta ári. Former World Cup winner with Brazil Branco believes that new Chelsea signing Estevao Willian is the best Brazilian born player he’s seen since Neymar 👊🇧🇷 pic.twitter.com/aDyZq5Ckhc— Talk Chelsea (@talkchelsea) June 21, 2024 Brasilískir táningar eins og Vinicius Jr og Rodrygo hafa farið til Evrópu fyrir stórar upphæðir á síðustu árum. Það var þó talað um hvorugan þeirra eins og er talað um Estevao Willian. Það er tilfinning manna í Brasilíu að þessi sveitastrákur frá Sao Paulo gæti verið sér á báti. „Estevao er besti leikmaðurinn sem hefur komið frá Brasilíu síðan Neymar kom fram. Þegar þú horfir á hann spila þá verður þú strax ástfanginn,“ sagði Joao Paulo Sampaio, yfirmaður knattspyrnuakademíu Palmeiras. „Hann hefur þegar hrifið alla með tækni sinni en eins og var með Neymar á sínum tíma þá á hann eftir að bæta við líkamlega þáttinn. Hann er ekki eins sterkur og Endrick og á því eftir langa leið á því sviði. Það er samt það sem fær fólk til að halda að þakið fyrr hann sé mjög hátt,“ sagði Sampaio. 🚨🔵 Here’s Willian Estevão with family and agent André Cury after signing his Chelsea contract until June 2033.“Congrats to Palmeiras for the biggest sale ever from South America to Europe”, Cury said.⤵️📸 pic.twitter.com/hBIoL1KeRd— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 22, 2024
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira