Aldrei verið dýrara að kaupa miða á kvennakörfuboltaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2024 12:30 Það vilja margir sjá einvígi Caitlin Clark hjá Indiana Fever og Angel Reese hjá Chicago Sky í kvöld og miðaverðið hefur rokið upp. Getty/Emilee Chinn/ Mikil spenna er fyrir leik Chicago Sky og Indiana Fever í WNBA deildinni í körfubolta í kvöld. Þarna mætast lið skipuðum nýliðunum Caitlin Clark (Fever) og Angel Reese (Sky) sem hafa verið erkióvinir í bæði háskólaboltanum sem og í atvinnumennskunni. Þær eru ekki aðeins góðar í körfubolta heldur virðast þær líka skipta Bandaríkjamönnum í tvo hópa og minnir einvígi þeirra mikið á einvígi Magic Johnson og Larry Bird þegar vinsældir NBA deildarinnar margfölduðust á níunda áratugnum. Caitlin Clark hefur fagnað sigri í fyrstu tveimur innbyrðis leikjum þeirra í WNBA en í bæði skiptin mátti hún þola ljót brot. Angel Reese sló hana meðal annars í höfuðið í síðasta leik og hélt því fram að þetta væri eðlileg villa í körfubolta. Reese fagnaði líka liðsfélaga sínum fyrir ljótt brot í fyrsta leiknum. Reese hefur talað um það að hún sé alveg tilbúinn að taka að sér hlutverk vondu stelpunnar hjálpi hún með því að auka vinsældir kvennakörfuboltans. Hún hefur heldur betur eignað sér það hlutverk hingað til. Clark hefur ávallt talað vel um Reese og gerði lítið úr broti hennar í síðasta leik. Hvort henni takist að vinna þriðja leikinn í röð verður að koma í ljós. Það er alla vegna ljóst að allt fjölmiðlafárið í kringum þessar tvær hefur kallað á mikinn áhuga á leik þeirra í kvöld. Miðar á leikinn eru gríðarlega eftirsóttir og það hefur aldrei verið dýrara að kaupa miða á kvennakörfuboltaleik í Bandaríkjunum. Meðalmiðinn kostar í kringum 271 Bandaríkjadali eða í kringum 38 þúsund íslenskar krónur. Hér erum við að tala alla miða til að komast inn í höllina en auðvitað eru betri miðarnir nær vellinum miklu miklu dýrari. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) WNBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Þarna mætast lið skipuðum nýliðunum Caitlin Clark (Fever) og Angel Reese (Sky) sem hafa verið erkióvinir í bæði háskólaboltanum sem og í atvinnumennskunni. Þær eru ekki aðeins góðar í körfubolta heldur virðast þær líka skipta Bandaríkjamönnum í tvo hópa og minnir einvígi þeirra mikið á einvígi Magic Johnson og Larry Bird þegar vinsældir NBA deildarinnar margfölduðust á níunda áratugnum. Caitlin Clark hefur fagnað sigri í fyrstu tveimur innbyrðis leikjum þeirra í WNBA en í bæði skiptin mátti hún þola ljót brot. Angel Reese sló hana meðal annars í höfuðið í síðasta leik og hélt því fram að þetta væri eðlileg villa í körfubolta. Reese fagnaði líka liðsfélaga sínum fyrir ljótt brot í fyrsta leiknum. Reese hefur talað um það að hún sé alveg tilbúinn að taka að sér hlutverk vondu stelpunnar hjálpi hún með því að auka vinsældir kvennakörfuboltans. Hún hefur heldur betur eignað sér það hlutverk hingað til. Clark hefur ávallt talað vel um Reese og gerði lítið úr broti hennar í síðasta leik. Hvort henni takist að vinna þriðja leikinn í röð verður að koma í ljós. Það er alla vegna ljóst að allt fjölmiðlafárið í kringum þessar tvær hefur kallað á mikinn áhuga á leik þeirra í kvöld. Miðar á leikinn eru gríðarlega eftirsóttir og það hefur aldrei verið dýrara að kaupa miða á kvennakörfuboltaleik í Bandaríkjunum. Meðalmiðinn kostar í kringum 271 Bandaríkjadali eða í kringum 38 þúsund íslenskar krónur. Hér erum við að tala alla miða til að komast inn í höllina en auðvitað eru betri miðarnir nær vellinum miklu miklu dýrari. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore)
WNBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira