Grindvíkingar tengdu saman tvo punkta Siggeir Ævarsson skrifar 22. júní 2024 18:21 Grindvíkingar fögnuðu sínum öðrum sigri í röð og öðrum sigri sumarsins Grindavík - Petra Rós Þrír leikir fóru fram í Lengjudeildum karla og kvenna í dag. Grindvíkingar lönduðu öðrum sigri sumarsins í Safamýrinni og Leiknir sótti sigur norður yfir heiðar. Grindvíkingar hafa verið jafntefliskóngar í sumar en liðið hafði gert fjögur jafntefli í röð áður en fyrsti sigurinn kom í hús í síðustu umferð. Þeir náðu að tengja saman tvo punkta í dag í endurkomusigri á heimavelli gegn Dalvík/Reyni. Gestirnir komust yfir í blálok fyrri hálfleiks þegar Áki Sölvason skoraði mark úr aukaspyrnu. Grindvíkingar voru mun beittari í seinni hálfleik og jafnaði Kwame Quee leikinn á 51. mínútu eftir stoðsendingu frá Degi Inga Hammer. Dagur lagði svo upp annað mark á 63. mínútu fyrir Hassan Jalloh. Hinn 16 ára Helgi Hafsteinn Jóhannsson gulltryggði svo sigur Grindvíkinga rétt fyrir leikslok, lokatölur í Safamýrinni 3-1. Mikilvægur sigur fyrir heimamenn sem mjakast nær efri hluta deildarinnar með tíu stig, jafn mörg og Keflavík sem er í 5. sæti. Leiknir vann botnslaginn Á Akureyri mættust botnliðin í deildinni, Þór og Leiknir, en Leiknismenn voru aðeins með einn sigur og þrjú stig á botni deildarinnar fyrir daginn í dag. Omar Sowe kom gestunum yfir á 58. mínútu eftir vel útfærða skyndisókn en Þórsarar jöfnuðu með marki úr víti á 79. mínútu og var þar Birkir Heimisson að verki. Þórsarar höfðu verið meira með boltann fram að markinu en ekki náð að skapa sér nein færi að viti. Shkelzen Veseli tryggði Leiknismönnum svo öll þrjú stigin með marki á 87. mínútu. Sowe lagði markið upp og var svo næstum búinn að gulltryggja sigurinn í uppbótartíma en brást bogalistin og leikurinn endaði 1-2. Þór og Leiknir því jöfn að stigum á botni deildarinnar, bæði með sex stig, jafn mörgum og Þróttur og stigi á eftir Dalvík/Reyni. Mikilvæg stiga til Eyja Í Vestmanneyjum sóttu heimakonur þrjú gríðarlega mikilvæg stig í botnbaráttu Lengjudeildar kvenna þegar liðið tók á móti Selfossi. Thelma Sól Óðinsdóttir skoraði eina mark leiksins á 60. mínútu eftir góðan undirbúning frá Olgu Sevcova. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 1-0 og ÍBV því aðeins einu stigi á eftir Selfossi og Fram en þó enn í fallsæti þegar flest liðin hafa leikið sjö leiki. Fótbolti Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Sjá meira
Grindvíkingar hafa verið jafntefliskóngar í sumar en liðið hafði gert fjögur jafntefli í röð áður en fyrsti sigurinn kom í hús í síðustu umferð. Þeir náðu að tengja saman tvo punkta í dag í endurkomusigri á heimavelli gegn Dalvík/Reyni. Gestirnir komust yfir í blálok fyrri hálfleiks þegar Áki Sölvason skoraði mark úr aukaspyrnu. Grindvíkingar voru mun beittari í seinni hálfleik og jafnaði Kwame Quee leikinn á 51. mínútu eftir stoðsendingu frá Degi Inga Hammer. Dagur lagði svo upp annað mark á 63. mínútu fyrir Hassan Jalloh. Hinn 16 ára Helgi Hafsteinn Jóhannsson gulltryggði svo sigur Grindvíkinga rétt fyrir leikslok, lokatölur í Safamýrinni 3-1. Mikilvægur sigur fyrir heimamenn sem mjakast nær efri hluta deildarinnar með tíu stig, jafn mörg og Keflavík sem er í 5. sæti. Leiknir vann botnslaginn Á Akureyri mættust botnliðin í deildinni, Þór og Leiknir, en Leiknismenn voru aðeins með einn sigur og þrjú stig á botni deildarinnar fyrir daginn í dag. Omar Sowe kom gestunum yfir á 58. mínútu eftir vel útfærða skyndisókn en Þórsarar jöfnuðu með marki úr víti á 79. mínútu og var þar Birkir Heimisson að verki. Þórsarar höfðu verið meira með boltann fram að markinu en ekki náð að skapa sér nein færi að viti. Shkelzen Veseli tryggði Leiknismönnum svo öll þrjú stigin með marki á 87. mínútu. Sowe lagði markið upp og var svo næstum búinn að gulltryggja sigurinn í uppbótartíma en brást bogalistin og leikurinn endaði 1-2. Þór og Leiknir því jöfn að stigum á botni deildarinnar, bæði með sex stig, jafn mörgum og Þróttur og stigi á eftir Dalvík/Reyni. Mikilvæg stiga til Eyja Í Vestmanneyjum sóttu heimakonur þrjú gríðarlega mikilvæg stig í botnbaráttu Lengjudeildar kvenna þegar liðið tók á móti Selfossi. Thelma Sól Óðinsdóttir skoraði eina mark leiksins á 60. mínútu eftir góðan undirbúning frá Olgu Sevcova. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 1-0 og ÍBV því aðeins einu stigi á eftir Selfossi og Fram en þó enn í fallsæti þegar flest liðin hafa leikið sjö leiki.
Fótbolti Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Sjá meira