Stærstu mál þingsins munu rata í ruslið Jakob Bjarnar skrifar 21. júní 2024 09:31 Þorbjörg Sigríður veltir því fyrir sér hverjar afleiðingar vantrauststillögunnar verði og hennar spá er að öllu verði sópað af borðinu og fólk flýti sér í sumarfrí. vísir/vilhelm Margir eru hugsi eftir vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur í gær. Bjarkey sat rjóð í kinnum, en hún sat fast og taldi sig eiga inni það að stjórnarflokkarnir myndu verja hana. Sem þeir og gerðu, allir nema einn. Jón Gunnarsson sat hjá og þung orð féllu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn er ein þeirra sem velti því fyrir sér hvað verður í kjölfar alls þessa. Hún birti pistil á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni: „Allir út – strax“. Og er hún þar að vísa til þess að viðbrögðin verði þau að þinginu verði slitið í snatri og allir sendir í sumarfrí til að sleikja sárin. Þorbjörg Sigríður spáir því að fátt verði með mönnum á hinu háa Alþingi í kjölfarið. „Ég hugsa að fyrsta afleiðing af umræðum gærdagsins um vantraust á einn ráðherra VG verði sú að samið verði skyndilega um sumarfrí. Ríkisstjórnarflokkarnir geta ekki auðveldlega verið í sama húsi og þess vegna þarf að ljúka þingi pronto.“ Niðurstaðan verður því hin sama og í fyrra. Allir út úr húsinu hið fyrsta. Í fyrra lauk störfum þingsins á þann hátt að ríkisstjórnin fór í frí og öllum málum var kastað í ruslið. „Í ár fara ekki alveg öll mál í ruslið en flest stærstu málin munu rata þangað. Í annað árið í röð verður það ekki vegna stjórnarandstöðu heldur vegna þess að formenn flokkanna stroka út mál hinna flokkanna.“ Fólk mun forðast hvert annað eins og heitan eldinn Þorbjörg Sigríður segir einhvern lista ríkisstjórnarflokkanna hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum daglega um þau mál stjórnin vill klára fyrir sumarið. En sumarið er alltaf að styttast. „Og sennilega munu þessi mál komast fyrir á servíettu þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna flýja hvert annað eftir erfiðar ræður og fýluleg viðtöl í kjölfar umræðu um vantraust.“ Þorbjörg Sigríður segir gremju Vinstri grænna með ræður Sjálfstæðismanna, og er hún líklega einkum að vísa til ræðu Óla Björns Kárasonar og ræðu Jóns Gunnarssonar, um óþol þeirra gagnvart VG birtist núna eins og kennslubókarefni um meðvirkni. „Við lesum kvart VG liða á netinu um að stjórnarandstaðan hafi mátt standa betur með þeirra bestu konu. Þau hefðu mátt standa betur með henni. Stjórnarandstöðuflokkur mun á öllum eðlilegum tímum kjósa með vantrausti. Fólk sem man eftir VG í stjórnarandstöðu veit að enginn flokkur hefði gengið harðar fram þar en einmitt VG.“ Lítið verður um afgreidd mál á Alþingi Þorbjörg Sigríður segir gremju Sjálfstæðisflokks með að þurfa að verja það hvernig ráðherra VG fór með vald sitt hafi birst í löngum skýringum um að atkvæðagreiðslan um vantraust á ráðherra VG hafi auðvitað, þegar betur er að gáð, verið atkvæðagreiðsla um traust til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. „Um það hver er heitasti stuðningsmaður Bjarna Ben. En atkvæðagreiðslan snerist um það í skjóli hverra ráðherra ríkisstjórnarinnar situr. Niðurstaðan segir að matvælaráðherra situr áfram sem ráðherra í skjóli þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.“ Að sögn Þorbjargar Sigríðar verður reikningurinn fyrir þessi málalok í grunninn hinn sá sami og í fyrra. Lítið verði um afgreidd mál á Alþingi. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn er ein þeirra sem velti því fyrir sér hvað verður í kjölfar alls þessa. Hún birti pistil á Facebook-síðu sinni undir yfirskriftinni: „Allir út – strax“. Og er hún þar að vísa til þess að viðbrögðin verði þau að þinginu verði slitið í snatri og allir sendir í sumarfrí til að sleikja sárin. Þorbjörg Sigríður spáir því að fátt verði með mönnum á hinu háa Alþingi í kjölfarið. „Ég hugsa að fyrsta afleiðing af umræðum gærdagsins um vantraust á einn ráðherra VG verði sú að samið verði skyndilega um sumarfrí. Ríkisstjórnarflokkarnir geta ekki auðveldlega verið í sama húsi og þess vegna þarf að ljúka þingi pronto.“ Niðurstaðan verður því hin sama og í fyrra. Allir út úr húsinu hið fyrsta. Í fyrra lauk störfum þingsins á þann hátt að ríkisstjórnin fór í frí og öllum málum var kastað í ruslið. „Í ár fara ekki alveg öll mál í ruslið en flest stærstu málin munu rata þangað. Í annað árið í röð verður það ekki vegna stjórnarandstöðu heldur vegna þess að formenn flokkanna stroka út mál hinna flokkanna.“ Fólk mun forðast hvert annað eins og heitan eldinn Þorbjörg Sigríður segir einhvern lista ríkisstjórnarflokkanna hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum daglega um þau mál stjórnin vill klára fyrir sumarið. En sumarið er alltaf að styttast. „Og sennilega munu þessi mál komast fyrir á servíettu þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna flýja hvert annað eftir erfiðar ræður og fýluleg viðtöl í kjölfar umræðu um vantraust.“ Þorbjörg Sigríður segir gremju Vinstri grænna með ræður Sjálfstæðismanna, og er hún líklega einkum að vísa til ræðu Óla Björns Kárasonar og ræðu Jóns Gunnarssonar, um óþol þeirra gagnvart VG birtist núna eins og kennslubókarefni um meðvirkni. „Við lesum kvart VG liða á netinu um að stjórnarandstaðan hafi mátt standa betur með þeirra bestu konu. Þau hefðu mátt standa betur með henni. Stjórnarandstöðuflokkur mun á öllum eðlilegum tímum kjósa með vantrausti. Fólk sem man eftir VG í stjórnarandstöðu veit að enginn flokkur hefði gengið harðar fram þar en einmitt VG.“ Lítið verður um afgreidd mál á Alþingi Þorbjörg Sigríður segir gremju Sjálfstæðisflokks með að þurfa að verja það hvernig ráðherra VG fór með vald sitt hafi birst í löngum skýringum um að atkvæðagreiðslan um vantraust á ráðherra VG hafi auðvitað, þegar betur er að gáð, verið atkvæðagreiðsla um traust til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. „Um það hver er heitasti stuðningsmaður Bjarna Ben. En atkvæðagreiðslan snerist um það í skjóli hverra ráðherra ríkisstjórnarinnar situr. Niðurstaðan segir að matvælaráðherra situr áfram sem ráðherra í skjóli þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.“ Að sögn Þorbjargar Sigríðar verður reikningurinn fyrir þessi málalok í grunninn hinn sá sami og í fyrra. Lítið verði um afgreidd mál á Alþingi.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira