Skúrkurinn breyttist í hetju í dramatísku jafntefli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júní 2024 12:30 Klaus Gjasula átti vægast sagt eftirminnilega innkomu. Dan Mullan/Getty Images Króatía og Albanía gerðu dramatískt 2-2 jafntefli er liðin mættust í B-riðli Evrópumótsins í dag. Klaus Gjasula reyndist hetja Albana eftir að hafa skorað sjálfsmark. Króatíska liðið var meira með boltann í upphafi leiks, en tókst þó ekki að skapa sér opin marktækifæri. Sóknarleikur liðsins var ekki upp á marga fiska og í raun var það albanska liðið sem fékk hættulegri færi. Albanir nýttu sér einmitt fyrsta alvöru færi leiksins þegar fyrirgjöf Jasir Asani fann kollinn á Quazim Laci sem skallaði boltann í netið á elleftu mínútu leiksins, 1-0. Football means more 😤#EURO2024 | #CROALB pic.twitter.com/vYmxJrnOqB— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 19, 2024 Áfram voru Króatar meira með boltann eftir markið. Það sama var þó uppi á teningnum og Albanir virtust líklegri til að bæta við en Króatar að jafna. Kristjan Asllani og Rey Manaj fengu sitt færið hvor til að bæta við fyrir Albaníu, en inn vildi boltinn ekki og staðan því 1-0, Albaníu í vil, þegar flautað var til hálfleiks. Króatar þurftu því að halda áfram að sækja í seinni hálfleik og finna leiðir til að koma boltanum í netið. Króatíska liðið var áfram meira með boltann eftir hlé og í þetta skipti náði liðið að skapa sér færi. Lengi vel leit út fyrir að þetta ætlaði ekki að ganga fyrir, en þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir brast stíflan. Andrej Kramaric jafnaði metin fyrir Króata á 74. mínútu eftir undirbúning Ante Budimir áður en Klaus Gjasula varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net tveimur mínútum síðar og koma Króötum þar með yfir. Klaus Gjasula is the first substitute to score an own goal in the history of the Euros 😬#Euro2024 #CROALB pic.twitter.com/98qH57mEWC— BBC Sport (@BBCSport) June 19, 2024 Króatíska liðið fékk sín færi til að gera endanlega út um leikinn og Albanir fengu einnig sín færi til að jafna. Það var svo ekki fyrr en á fimmtu mínútu uppbótartíma sem albanska liðinu tókst loksins að jafna þegar varamaðurinn Gjasula, sem hafði skorað sjálfsmark fyrr í leiknum, setti boltann í netið eftir vel útfærða skyndisókn og tryggði Albaníu eitt mikilvægt stig. INCREDIBLE! 🇭🇷🇦🇱#EURO2024 | #CROALB pic.twitter.com/YsaN6eYEsC— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 19, 2024 Niðurstaðan varð því 2-2 jafntefli og Króatía og Albanía eru nú bæði með eitt stig eftir tvo leiki, tveimur minna en Spánn og Ítalía sem mætast á morgun og eiga þar með leik til góða. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi
Króatía og Albanía gerðu dramatískt 2-2 jafntefli er liðin mættust í B-riðli Evrópumótsins í dag. Klaus Gjasula reyndist hetja Albana eftir að hafa skorað sjálfsmark. Króatíska liðið var meira með boltann í upphafi leiks, en tókst þó ekki að skapa sér opin marktækifæri. Sóknarleikur liðsins var ekki upp á marga fiska og í raun var það albanska liðið sem fékk hættulegri færi. Albanir nýttu sér einmitt fyrsta alvöru færi leiksins þegar fyrirgjöf Jasir Asani fann kollinn á Quazim Laci sem skallaði boltann í netið á elleftu mínútu leiksins, 1-0. Football means more 😤#EURO2024 | #CROALB pic.twitter.com/vYmxJrnOqB— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 19, 2024 Áfram voru Króatar meira með boltann eftir markið. Það sama var þó uppi á teningnum og Albanir virtust líklegri til að bæta við en Króatar að jafna. Kristjan Asllani og Rey Manaj fengu sitt færið hvor til að bæta við fyrir Albaníu, en inn vildi boltinn ekki og staðan því 1-0, Albaníu í vil, þegar flautað var til hálfleiks. Króatar þurftu því að halda áfram að sækja í seinni hálfleik og finna leiðir til að koma boltanum í netið. Króatíska liðið var áfram meira með boltann eftir hlé og í þetta skipti náði liðið að skapa sér færi. Lengi vel leit út fyrir að þetta ætlaði ekki að ganga fyrir, en þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir brast stíflan. Andrej Kramaric jafnaði metin fyrir Króata á 74. mínútu eftir undirbúning Ante Budimir áður en Klaus Gjasula varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net tveimur mínútum síðar og koma Króötum þar með yfir. Klaus Gjasula is the first substitute to score an own goal in the history of the Euros 😬#Euro2024 #CROALB pic.twitter.com/98qH57mEWC— BBC Sport (@BBCSport) June 19, 2024 Króatíska liðið fékk sín færi til að gera endanlega út um leikinn og Albanir fengu einnig sín færi til að jafna. Það var svo ekki fyrr en á fimmtu mínútu uppbótartíma sem albanska liðinu tókst loksins að jafna þegar varamaðurinn Gjasula, sem hafði skorað sjálfsmark fyrr í leiknum, setti boltann í netið eftir vel útfærða skyndisókn og tryggði Albaníu eitt mikilvægt stig. INCREDIBLE! 🇭🇷🇦🇱#EURO2024 | #CROALB pic.twitter.com/YsaN6eYEsC— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 19, 2024 Niðurstaðan varð því 2-2 jafntefli og Króatía og Albanía eru nú bæði með eitt stig eftir tvo leiki, tveimur minna en Spánn og Ítalía sem mætast á morgun og eiga þar með leik til góða.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti